Vikan


Vikan - 15.07.1993, Side 12

Vikan - 15.07.1993, Side 12
TEXTI: JÓHANN GUÐNIREYNISSON / UÓSM.: JGR O.FL. SIGURROS OSK KARLSDOTTIR: STENPUR NUNA . FYRST I SIAPPI VIÐ KERFIÐ í dag er Sigurrós sátt viö sjáifa sig en ósátt viö kerfiö. Fötlun. Orðið stingur ( vit- und þeirra sem lítið þekkja til. Og fatlaðir eru gjarnan litnir hornauga, sér- staklega líkamlega fatlaðir. Sigurrós Ósk Karlsdóttir hefur á stuttu æviskeiði þurft að þola glápið, andlegar og lík- amlegar misþyrmingar, leiði- gjarnt amstur þess sem er ekki eins og flestir aðrir og enn er verið að fleygja henni . Kerfið virðist nefnilega, eins og títt er um unglinga og börn, leggja suma í einelti, jafnvel þó síðar verði. Eftir að Sigurrós hefur krafl- að sig í gegnum lífið af eigin rammleik, þrjósku og einurð, skellir kerfið á hana dyrunum. Enginn virðist vita hvers vegna. Þessi frækna íþrótta- kona, sem markaði spor- göngubraut fyrir fatlað íþrótta- fólk með heimsmeti og ólymp- íusigri 1980, þarf núna fyrst að kljást við skrifræðið sem með einu striki breytir líkam- legri örorku hennar, örorku sem engum dylst ef sér. Þar með er stór hluti bóta þurrk- aður út. En það var ekki þess vegna sem heimsókn til Sig- urrósar komst á dagskrá. Það var þátttaka hennar í bogfimi og öðrum íþróttum sem vakti athygli blaða- UNG Á UPPLEIÐ Athyglin beinist síðan að öðru. Geisladiskur, vinningur í DAS, Kristján Jóhannsson og söngvarnir hans. Hann er líka í uppáhaldi. Kannski þetta segi dálítið um persónuna Sigurrós Ósk; Dubliners og Kristján. Breiður smekkur fyrir tónlist þó lítið fari raunar fyrir rokkaranum. Hún er enginn ærslabelgur en kann samt vel að fara með kátínuna. Hún situr og spjallar í rólegheitum við þennan ókunnuga mann sem er að skoða heimili henn- ar. Er sennilega að hugsa hvort hún hafi gert rétt í því að hleypa honum inn. Sjónvarp, örbylgjuofn, borð, rúm, sími og stóll. Skápur í litlum gangi við útidyrnar. Baðherbergi inn af ganginum. Þar með er það nú eiginlega upp talið. Lát- laust heimili ungrar konu á uppleið. Ókunnugi maðurinn manns þegar bogfimi voru gerð skil í Vik- unni fyrir nokkru. Þar stóð hún á sértilgerðum standi og skaut örvum af boga því hún getur ekki gert hvort tveggja, skotið og haldið á boganum. DUBLINERS OG VISKÍ Vikan sótti Sigurrós síðan heim í Hátúnið fyrir nokkru þar sem hún býr í lítilli „stúd- íó-íbúð“. Hún heilsar Vikupilti glaðlega sem hennar er siður að því er virðist. Hvort tveggja í síma og sjón finnur sá sem umgengst þessa kátu stúlku að hún er alls ekki bitur eða sár vegna fötlunarinnar. Hún hefur fyrir löngu fyrirgefið al- mættinu yfirsjón þess. Hún lætur heldur ekki á því bera þegar viðtalið hefst að hún sé fúl út í kerfið þessa dagana. Það kemur eins og í framhjá- hlaupi síðar. Við byrjum að spjalla vítt og breitt við undirleik írsku þjóð- lagasveitarinnar The Dublin- ers en Sigurrós heldur mikið upp á þessa tónlist. íbúðin er mjög látlaus enda ætlar Sigur- rós ekki að búa þarna til fram- búðar. Ofan á eldhúsinnrétt- ingu gefur að líta verðlauna- gripi, smástyttur og fyrir ofan fsskápinn; vínflöskur, litlar sjússaflöskur úr flugvélum, með órofin innsigli. Lengst til vinstri er uppáhaldstegundin. Sigurrós brosir dálítið feimnis- lega þegar erindreki Vikunnar fer að skoða safnið. ákveður að „EF ÞETTA ER setiast ' stól' STEFNAN í ÍSLENSKA 'nn He,st þa f o r m I e g a HEILBRIGÐISKERFINU ÞÁ ÞARF AÐ SETJA ÞAÐ SJÁLFT í LÆKNISSKOÐUN OG ÞAÐ ÁN TAFAR.“ spjallið og þá er eins og maðurinn sé tannlæknir. Hún horfir á hann taka upp segulband eins og bor, kveikja á því og hún hlustar á hann spyrja. Fyrst í stað er samtalið stirt því umræðuefn- ið er viðkvæmt, ef ekki fyrir Sigurrós þá fyrir spyrilinn. Hún fæddist fötluð en það er ekki alveg vitað hver til- drögin voru að fötluninni. „Ég hef aldrei fengið botn í þetta enda langar mig lítið að vasast í því. Þó ég hafi dálítið spurst fyrir þá hefur það ekk- ert gengið. Ég varð að sætta mig við fötlunina.“ Útrætt mál en rannsóknarefni. LÖGÐ I EINELTI Sigurrós er dóttir hjónanna Oddnýjar Sigurrósar Stefáns- dóttur og Karls Óskars Tóm- assonar. Hún fluttist hins veg- ar til móðursystur sinnar og ömmu tfu ára gömul því systkinin voru mörg og húsa- kynni lítil f foreldrahúsum. „Samband mitt við foreldra mína var hins vegar fram til þess mjög gott og hefur verið allar götur síðan,“ segir Sigur- rós. Hún byrjaði f fþróttum fjórtán ára gömul, 1979, þá í sundi. Hún stundaði líka borð- tennis og boccia en sundið lá vel fyrir Sigurrós enda setti hún heimsmet ári sfðar. Fram að þessu hafði hún ekki stundað neinar íþróttir skipu- lega, hafði bara verið í sundi 12VIKAN 14.TBL. 1993

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.