Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 16

Vikan - 15.07.1993, Page 16
BIRGITTA VILBERGSDÓTTIR ER FIMMTI ÞÁTTTAKANDINN í FYRIRSÆTUKEPPNI VIKUNNAR OG WILD KOLROSSU Texti: Hjalti Jón Ljósm.: Max Bradley Förðun: Lína Rut með MAKE UP FOREVER Hár: Heiður Óttarsdóttir, Hár-Expó með SEBASTIAN hársnyrtivörum. Fatnaður: Frá versluninni Irma la douche og MUSTANG frá Fatalínunni. Umsjón: Linda Pétursdóttir módelskrifstofunni WILD irgitta Vilbergsdóttir er sautján ára Keflavíkurmær, 1,72 að hæð og með græn augu. Hún er fædd í merki bog- mannsins, 9. desember 1975. „Samkvæmt þvf sem ég hef lesið í stjörnuspám og þvílík- um fræðum er ég dæmigerður bogmaður," segir Birgitta þegar hún er spurð út í stjörnu- fræðin. „Bogmenn eru sagðir mikið fyrir úti- veru og ferðalög, auk þess sem þeir eru yfir- leitt hressir og ánægðir með lífið. Hvað sem stjörnufræði líður eiga þessir eiginleikar vel við mig - ekkert síður en mjög marga aðra sem eru f öðrum stjörnumerkjum. Mér líkar illa að vinna inni og kýs að vera úti við. Ég hef gaman af því að ferðast og hef gert talsvert að því.“ KROKRIÐAND ÓLIK HLUTVERK í sumar starfar Birgitta í bæjarvinnunni í Keflavík en síðastliðinn vetur stundaði hún nám á öðru ári við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. „Ég ætla að taka mér frí frá námi næsta vetur,“ segir hún aðspurð um skóla- gönguna. „Ég er trommuleikari í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi og langar að nota tím- ann á næstunni til að spila og læra meira á 16VIKAN 14. TBL. 1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.