Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 17

Vikan - 15.07.1993, Page 17
trommur." Þegar hún er spurð að því hvort það fari saman að vera fyrirsæta og trommu- leikari í senn segir hún að fram að þessu hafi það ekki truflað sig. „Ég set mig inn í ákveðin hlutverk í báðum tilfellum, hvort sem ég er að fara upp á svið til að sýna eða sest við trommusettið. Mér finnst skemmtilegt að fást við hvort tveggja og vissulega eru hlutverkin ólík.“ Af hverju ætli Birgitta hafi farið að spila á trommur - til undantekninga heyrir að stúlkur mundi kjuðana? „Ég sagði við ömmu mína þegar ég var í fimmta bekk að ég ætlaði ein- hvern tíma að verða trommuleikari f kvenna- hljómsveit, upp úr því fór ég að læra á tromm- ur. Reyndar var það bara lítið og ég hætti fljótlega. Loks kom að því að við stelpurnar stofnuðum hljómsveit fyrir um þremur árum. Við byrjuðum samt ekki að spila opinberlega fyrr en einu og hálfu ári síðar. Við höfum haft nóg að gera. Síðastliðinn vetur vorum við að spila eitthvað flestar helg- ar. Þess vegna hafði ég ekki áhuga á að sækja skemmtanalífið þar fyrir utan. Við höf- um ferðast töluvert í tengslum við þetta. Við fórum til Danmerkur í vetur til að taka upp tvö lög á safnplötu og fyrirhugað er að við spilum á tónleikum í Svíþjóð á næstunni. Bretland er einnig inni í myndinni. Um næstu helgi förum við vestur á Flateyri. Þar verðum við á Vagn- inum, sem er meiri háttar staður.“ Hvað um fyrirsætustörfin? „Ég hef litla reynslu af þeim enn sem komið er. Ég tók þátt í fyrirsætukeppni Suðurnesja í vor, hlaut þriðja sætið og er því fulltrúi Suðurnesja í for- síðukeppninni. Ég ætla að reyna að gera sem mest næsta vetur, vonandi bæði í tengslum við sýningar- störf og spilamennskuna. Margir hafa verið að furða sig á því að ég, trommuleikarinn í Kol- rössu, hafi áhuga á að leggja fyrir mig fyrir- sætustörf en mér finnst þetta mjög spenn- andi.“ FYRIRSÆTA EÐA BIFVÉLAVIRKI? í einhvefjum fjölmiðlinum var haft á orði síð- astliðinn vetur að stúlkurnar í Kolrössu krókríðandi væru púkalegar, klæddar í ólögu- legar mussur. „Það var einhver sérfræðingur- inn sem setti út á okkur fyrir klæðaburð en hver verður að fá að hafa sínar skoðanir á því eins og öðru. Það þýðir ekkert að spila í fötum sem maður notar annars til að punta sig með. Við verðum að klæðast einhverju þægilegu. Auðvitað hef ég gaman af því að fara í falleg föt. Ef ég kemst í tæri við einhverja flík sem mér þykir falleg þá reyni ég að eignast hana. Annars er ég ekki með fatadellu, ég reyni að nýta það sem ég á í fataskápnum." Aðspurð um framtíðina sagði Birgitta að það gæti svo margt komið til greina. „Ef ég á einhverja framtið fyrir mér sem sýningarstúlka hefði ég ekkert á móti því, svona í og með. Mig hefur líka alltaf langað til að verða bifvéla- virki. Annars er þetta auðvitað allt á huldu ennþá." Að lokum var hún spurð hvernig hún vildi hafa draumaprinsinn. „Hann verður að vera tillitssamur og skemmtilegur. Hann má ekki vera allt of íhaldssamur, hann verður að vera til í að vera svolítið öðruvísi þegar svo ber undir.“ Til fróðleiks má geta þess að kærastinn er Jón Örn Arnarson,. trommu- leikari í hljómsveitinni Jet Black Joe. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.