Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 21

Vikan - 15.07.1993, Síða 21
Kennarar og nemendur viö klippibúnaöinn. Eftir því sem viröist er þaö sjálfur skóiameistarinn, Oddur Albertsson, sem er á skjánum. SKÓLI asta vetur voru sextíu krakkar í skólanum, hvaðanæva af landinu, krakkar sem eru ef til vill ekki alveg ákveðnir í því hvað þeir ætla að taka sér fyr- ir hendur í framtíðinni en vilja gefa ýmsum möguleikum tækifæri. Þetta er ungt og leit- andi fólk sem getur valið sér brautir hvort sem það ætlar að vera þarna um sinn og búa sig undir frekara nám í fram- haldsskóla, sem ef til vill leiðir til stúdentsþróf, eða vill fara leiðir sem gera því kleift að starfa að uppeldismálum í framtíðinni, matvælaiðnaði, í heilbrigðiskerfinu sem sjúkra- liðar til dæmis eða hyggst leggja fyrir sig listir. í Reyk- holti er einnig boðið upp á starfstengt nám enda eru á staðnum fyrirtæki á borð við skóverksmiðju og reiðtygja- verkstæði, bifreiðaverkstæði og leikskóli auk fjölbreyttrar þjónustustarfsemi. Að sögn Odds skólameist- ara leggja bæði nemendur og starfsfólk skólans mikið upp úr heimilislegu andrúmslofti og góðum persónulegum tengslum. Allir búa og starfa saman þarna f skólanum og aldrei þarf að fara lengra en um hlaðið til að komast á milli bygginga og þeirra staða sem fólk þarf að leita til. EIN FIÖLSKYLDA í skólanum var haldið uppi fjörugri klúbbastarfsemi í fyrra og má í því sambandi nefna kvikmyndaklúbb og meðlimir hans beina ekki athygli sinni einvörðungu að því að horfa á myndir heldur ekki síður að búa þær til og má benda á að í skólanum er fullkominn tækjabúnaður hvort sem er til að taka upp, sýna eða að klippa og skeyta saman myndskeið. Árangur vetrarins mátti síðan sjá á stuttmynda- hátíðinni þar sem kvikmynda- gerðarmenn alls staðar að af landinu leiða saman hesta sína. Einnig er starfræktur öfl- ugur Ijósmyndaklúbbur, leiklist iðkuð af Iffi og sál og gefið út myndarlegt skólablað svo að fátt eitt sé talið. Loks má geta þess að einn laugardag í mánuði halda nemendur sjálf- um sér svokallaða „stórveislu" og er eitthvert þema valið fyrir hverja og eina. Oddur gat þess að í skólan- um væri um að ræða lítið samfélag nemenda og starfs- manna þar sem hver og einn hefði hlutverki að gegna. Á staðnum ríkir lýðræði sem er líkast til meira en gengur og gerist í skólum og eiga nem- endur til dæmis þrjá fulltrúa á öllum kennarafundum. „Við leggjum áherslu á að allir séu vinir og skólinn sé sameigin- leg stofnun starfsmanna hans og nemendanna." í Reykholtsskóla búa allir f heimavist. Því gefur augaleið að allir eru saman í mötuneyti og f skólanum fer fram hvers konar þjónusta sem nauðsyn- ‘fyJ \ .'1 Beöiö eftir kræsingunum í stórveislu á laugardagskvöldi. Hilmar, Fannar og Brynjar leika á létta strengi. Arnór, Gísli og Björn undirbúa grillveislu. leg er á heimilum sem þessu, þjónusta á borð við þvotta og þess háttar. Og einmitt vegna þess hvað aðstaðan er góð í tengslum við mötuneytið gefst nemendum kostur á nám- skeiðum í greinum sem tengj- ast því og taka þátt í matar- gerð sem öðru sem til heyrir. Vistin kostar 30 þúsund krón- ur á mánuði eða um eitt þús- und á dag. □ 14.TBL. 1993 VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.