Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 28

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 28
KAUPMÁLAR OG TIL UMHUGSUNAR Á SUMRI - BLÓMASKEIÐI BRÚÐKAUPA þessu. Æ, af hverju gerðum við ekki kaupmála? Maður- inn/konan, sem var svo ó- mögulegur/ómöguleg, stendur með pálmann í höndunum, fullt af peningum bara fyrir það að segja já tvisvar. Við skulum velta fyrir okkur þessu fyrirbæri, kaupmála, í bland við umræðu um erfða- rétt og erfðaskrár, núna þegar blómaskeið brúðkaupanna, sumarið, er gengið i garð. Til glöggvunar er notuð bók Hjalta Jóns Sveinssonar, Það þarf tvo til, en hún fjallar um skilnaði og sambúðarslit. Þar er komið nokkuð inn á laga- lega stöðu við þessar uppá- komur. Ennfremur fór erind- reki Vikunnar á fund Svölu Thorlacius hæstaréttarlög- manns en hún hefur mikla reynslu og þekkingu á þess- um löggerningum. Við veltum fyrir okkur nokkrum þeim möguleikum sem fyrir hendi eru við gerð kaupmála, kíkjum á dæmi úr raunveruleikanum og ræðum um erföaskrár. Svala Thorlacius hæstaréttarlögmaöur svarar spurningum Vikunnar um kaupmála og erföaskrár. /F flBo CD Wi oo is~i 'CD t/1 'CD er ekki óþarfi að vera að tala um skilnað ig eignaskiptingu vegna hans svona rétt þegar maður er að fara að gifta sig? Æ, jú, það er svo sem engin ofurþörf þó enginn viti sína ævina fyrr en öll er. En á ís- landi endar nær helmingur allra hjónabanda, sem stofnað er til, með skilnaði. Það eitt ætti að hafa sitt að segja. Ástin er nefnilega vandmeðfarið fyr- irbæri og eitt misstig, hversu lítið sem það kann að sýnast, getur leitt allan blómann til glötunar. Kulnaðri ást geta síð- an fylgt umtalsverðir peningar, milljónir sem hægt er að rífast um. Og við skilnaðinn geta skringilegustu smáatriði orðið að stórmálum sem jafnvel fara fyrir dómstóla. SKRINGILEG SMÁATRIDI Gefum okkur sem dæmi að annað hjóna komi með fimm milljóna króna íbúð inn ( hjónabandið en hitt með millj- ón króna bll. Er þá ekki eðlilegt að það sem á í- búðina fyrir hjónaband eigi hana einnig ef þvf lýkur. Sama gildir um bdinn. Er ástæða til að að annað hvort hjóna græði á vígslunni? Jú, öðru kann að finnast það, sennilega því sem græðir og hitt kær- ir sig kannski kollótt í ástarbrímanum. Þegar til á síðan að taka, ef svo ó- heillavænlega vill til að hjónabandinu lýkur, þá stend- ur hvergi stafur um neitt af HVAÐ FINNST ÞÉR? Hjalti Jón ræðir við Ingólf Hjartarson lögmann í bókinni og þar kemur fram í inngangi að ástföngnu fólki þyki oft ó- viðeigandi að vera að gera ráð fyrir því við upphaf hjú- skapar að hann geti endað með skilnaði. Ingólfur áréttar að fólk skuli leita lögfræðilegr- ar aðstoðar við gerð kaup- mála því samningar af þessu tagi ættu að vera þannig úr garði gerðir að illmögulegt sé að deila um efni þeirra og inni- hald. Fram kemur einnig að við skilnað geti lögmaður ver- ið nánast í hlutverki skipta- stjóra. Það hlýtur einnig að gilda um kaupmálagerð ef að- ilar hafa ekki komið til samn- ingsgerðarinnar með fyrirfram ákveðna skiptingu. Enda kemur það fram hjá Svölu Thorlacius að hún er oft spurð: - Hvað finnst þér? Mikið af kaupmála- og erfðaskrárgerð kemur inn á borð til Svölu og við byrjum á kaupmálanum. „Kaupmáli merkir það að teknar eru á- kveðnar eignir sem eiga að standa utan hjúskapareignar. Þetta skjal er skylt að skrá hjá viðkomandi sýslumanni til að það taki gildi og þinglýsa því ef um fasteignir eða skip er að ræða. Kaupmála er hins vegar ekki hægt að gera í ó- vígðri sambúð, af þeirri á- stæðu einfaldlega að engin lög eru til um sambúðarfólk." Kaupmálagerð kemur oft til áður en fólk giftir sig og segir Svala að slík samningsgerð og erfðaskrárgerð sé mikið að aukast. Væntanlegum hjónum kann að finnast þetta svolítið vandræðalegt vegna þess að það er óneitanlega dálítil lykt af vantrú á ráðahagnum þeg- ar þetta er gert. Svala vill ekki gera mikið úr þessu. ÞAU HNAKKRIFUST „Fólk kemur yfirleitt til að gera samning um eignir sín á milli. Auðvitað eru til undantekn- ingar á þessu þar sem fólk fer að þjarka og spyrja hvað lögmanninum finn- ist. Þá segi ég fólki að um sé að ræða á- kvörðun þess og mitt sé síðan að útfæra. Yfirleitt er fólk að koma með eignir inn í ráðahagi inn, oft tölu- verðar 28 VIKAN 14.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.