Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 29

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 29
ERFÐASKRÁR eignir sem þarf að meta. Við getum nefnt dæmi þar sem um það er að ræða að hvort hjónaefnið um sig hefur komið með fbúð í hjónabandið og sfðan er keypt stórt hús. Þetta getur því verið mikið reikn- ingsdæmi þar sem skoða þarf nettó verðmæti íbúðanna ef áhvílandi skuldir á þeim eru mismiklar. Annar aðilinn getur síðan hafa lagt mikla vinnu í nýja húsið en hinn ekki komið nálægt því. Ég get stillt þessu upp í dæmi þar sem annar aðilinn er til dæmis talinn eiga 60 prósent af því sem fyrir er en hinn 40 prósent. Þannig er hægt að setja upp það sem virðist eðlilegt dæmi um skipt- ingu. Mér finnst persónulega að fólk eigi að halda sér fyrir sig þeim eignum sem það kemur með í hjúskap. Einkum á þetta við ef börn eru til staðar því þau verða að vera sátt við að eignir fyrri maka séu settar inn í nýtt hjónaband. Hér get- ur verið um að ræða gamalt innbú eða slíkt sem gerður er kaupmáli um. En yfirleitt er sátt um þessi atriði þegar fólk kemur til að gera kaupmál- ann. Hitt hefur þó komið fyrir og ég man eftir pari sem ætl- aði að gifta sig á laugardegi og kom til að gera kaupmála á föstudegi, á síðustu stundu. Þau fóru að hnakkrífast um skiptin fyrir framan mig og voru alltaf að spyrja hvað mér fyndist. Þetta varð mjög vand- ræðalegt. Úr varð þó sam- komulag, þau giftust daginn eftir og ég gekk frá skilnaði eftir tvö ár! FASTEIGNIR OG HUNDUR Um hvað er fólk að gera kaupmála? „Yfirleitt er um að ræða fasteignir og önnur mikil verðmæti,“ svarar Svala og hlær við þegar spurt er hvort hundar og kettir séu einhvern tímann efnisatriði við samn- ingsggrðina. „Ég hef reyndar einu sinni upplifað það í skiln- aðarsamningi að vera beðin um að setja inn ákvæði um umgengnisrétt við hund en þetta er yfirleitt gert þegar börn eiga í hlut og tryggja þarf öðru foreldrinu umgengnisrétt við barn eða börn sín. Þetta var svipuð uppákoma og í laginu með Helenu og Þor- valdi um hundinn. Málinu lyktaði þannig að konan hélt hundinum en ég sagðist vera vitni að því að munnlegt sam- komulag væri um að maður- inn fengi umgengnisrétt. Þannig komst ég hjá þvi að setja ákvæði um þetta inn í skilnaðarsamninginn.“ NÖFN OG BRASK Þegar kaupmáli er gerður eru tilgreindar ákveðnar eignir og þær gerðar að séreign,“ segir Svala. Með séreign er átt við að annað hjóna er eitt eig- andi að tilteknum hlut en annað er svokölluð hjúskap- areign sem kemur til helm- ingaskipta við skilnað eða andlát. „í hjónabandi er hægt að taka ákveðinn hlut út úr hjúskapareigninni með kaup- mála hvenær sem er og gera hann að séreign. Séreignin kemur síðan ekki til helm- ingaskipta hvort sem skiptin eiga sér stað vegna andláts eða skilnaðar," bætir Svala við. Eftir því sem Svölu virðist þá eru flestir kaupmálar gerðir af fólki sem er að hefja hjúskap eftir að annað eða bæði hafa áður gengið ( gegnum sambúð eða hjóna- band. Þá er oft um umtals- verðar eignir að ræða. „Mér sýnist líka að meirihluti kaup- mála sé gerður til hagsbóta fyrir konur en ég tek fram að ég hef ekki gert neinar v(s- indalegar rannsóknir á því. Það er að því er mér virðist verið að tryggja konum á- kveðna séreign. Því er heldur ekki að leyna að stundum eru gerðir kaup- málar þegar eiginmennirnir eru í áhættusömum viðskipt- um. Þá eru eignirnar gerðar að séreign eiginkonu. Þarna er verið að gera meira en skipta um nöfn því um leið er makinn, sem afsalar sér eignunum á pappírunum, að taka þá áhættu að það slitni upp úr hjónabandinu." ARFUR OG LOTTÓ Andvirði eignanna, eins og það er þegar kaupmálinn er gerður, ræður því sem sett er í samninginn. Svala segir oft vera um breytilegar upphæðir að ræða. Við getum tekið sem dæmi íbúð sem kemur inn sem séreign með kaupmála og er kannski fjögurra milljóna króna virði. Þegar hún er síð- an seld nokkru síðar og fást fyrir hana fimm milljónir þá er séreignin fimm milljónir. Ef sú upphæð er notuð til að kaupa aðra íbúð upp á sjö milljónir og bæði hjón leggja viðbótina til með peningum eða skuld- um þá verður hjúskapareignin tvær milljónir, ein milljón á hvorn maka. Síðan geta kom- ið til alls kyns eignabreytingar og viðbætur. Fólki er í slíkum tilvikum bent á að gera viðbót- arkaupmála þar sem eignun- um er ráðstafað. Svala ráðleggur fólki enn- fremur að setja í kaupmála ákvæði um að arfur, sem öðru hjóna tæmist, verði séreign þess. Sama getur gilt um lottó- og happdrættisvinninga og ýmislegt fleira því það er hægt að semja um nánast hvað sem er. Það má líka geta þess að fólki er ekki nauðugur sá kostur að fara í einu og öllu eftir ákvæðum kaupmálans ef sátt er milli hjóna um annað þegar til kastanna kemur. Á það skal einnig bent að til að kaupmáli gildi þarf að halda séreigninni aðgreindri Uno -fyrir norðlœgar slóðir 730.000 kr. á götuna. ITALSKIR BIIAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.