Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 30

Vikan - 15.07.1993, Síða 30
frá öörum eignum. Arfur, sem til dæmis er notaður í ferða- lög, viðhald eignar eða bara í heimilisreksturinn, er orðinn að hjúskapareign. Og síðan er hægt að fella kaupmála niður með nýjum samningi sem skráður er á sama stað og kaupmálinn. REGLUR UM ARF Svala ræðir ennfremur um þær breytingar sem hafa orð- ið á erfðalöggjöfinni þar sem maka er heimiluð seta í ó- skiptu búi - það er að segja eftirlifandi maki þarf ekki aö selja til dæmis íbúð til að börn hans og hins látna geti fengið arfinn sinn. Aðrar reglur giltu um stjúpbörn og þær gilda enn þó lögunum hafi að nokkru verið breytt, makanum í hag. „Lagabreytingin, sem var gerð fyrir nokkrum árum, gerir hjónum kleift að setja ákvæði í erfðaskrá um að maki geti setið í óskiptu búi með stjúp- börnum," segir Svala og sam- kvæmt þessu þarf að útdeila lögarfi til stjúpbarna eftirlifandi maka við lát kynforeldrisins ef annað er ekki tilgreint í erfða- skrá. Og hún leggur áherslu á að þetta gildi um löglega gift fólk, ekki sambúðarfólk, það hafi engan slíkan rétt sam- kvæmt lögum. Leggja ber áherslu á að til þess að lang- lífari maki geti setið í óskiptu búi með stjúpbörnum er nauð- synlegt að gera erföaskrá. Lögarfur er að minnsta kosti tveir þriðju hlutar eigna en sá sem lætur gera erfðaskrá get- ur ráðstafað þriðjungi að sinni vild. „Hér á landi eru almennt ekki taldar upp tilteknar eignir í erfðaskrá enda geta orðiö miklar eignabreytingar frá gerð erfðaskrár til andláts. Við skipti á dánarbúi eru eignir hins látna metnar og ráðstaf- að samkvæmt því. Ef arflátinn hefur hins vegar viljað að ein- hver tiltekin eign falli einhverj- um tilteknum í skaut getur hann getið þess í erfða- skránni og það er nokkuö al- gengt. Fari upphæðin yfir mörkin, til dæmis að hún sé hærri en sem nemur þeim þriðjungi sem leyfilegt er að ráðstafa, getur viðkomandi erfingi borgað fyrir það sem upp á vantar svo fremi að hin- ir erfingjarnir samþykki þaö. HIÐ STÓRA EF Svala leggur áherslu á að oft sé skynsamlegt að fólk geri samninga eins og þá sem hér eru til umfjöllunar. Sá sem er skráður fyrir ákveðinni eign getur ráðstafað henni og hann getur sett öðrum stólinn fyrir dyrnar ef sá gállinn er á hon- um. Meö heimilishald og eignasöfnun eins og tíðkast á íslenskum heimilum ættu hjón að vera meðvituð um það hvernig þau geta firrt sig gífur- legum óþægindum ef til skiln- aðar kemur með því að gera samninga um skiptingu eigna. Kaupmálar og erfðaskrár eru af þessum sökum að verða algeng fyrirbæri í íslensku þjóðfélagi. Oft reynir ekkert á réttarkerfið ef allt er leyst með sátt. Þetta stóra EF er nefni- lega alltaf til staðar. Og þegar allt er um seinan þýðir ekkert aðsegjaæ! □ 30 VIKAN 14, TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.