Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 34
Þaö er ekki bara strandlífiö sem er heil- landi á töfraeyjunni Korfu. Kvikindin sem flögra um loftiö eru ekki síöur áhugaverö. væri nema broti af því liöi mér líkt og svikahröppunum sem saumuöu nýju fötin keisarans er þeir voru aö lýsa áferö og mynstrum fyrir ráðgjöfum keisarans. Sennilega færi ykkur líka eins og þeim aö þiö þyrftuð aö hafa verulega góöa ástæöu til aö trúa áöur en þiö gleyptuð við því sem eðlilegt væri að telja ýkjur. Canal d’amour haföi líka djúp áhrif á mig. Þessar sér- kennilegu klettamyndanir og kóbaltblátt hafiö fyrir neöan er einstök samsetning. Hafið hefur öldum saman grafiö sér leið inn í mjúkt, Ijóst bergið og nú er þaö alsett smáskútum og syllum. Á einum staö liggur langur og mjór skuröur inn í bergiö líkt og sveigður ormur. Þar er sylla sem hugaðir menn og konur stilla sér upp á og stökkva síðan ofan af í hlýjan sjóinn. í klettavegginn hefur verið fest keöja svo of- urhugarnir geta klifraö upp aftur til þess eins aö láta sig gossa niður á ný. Við pabbi ætluðum aö þreyta slíkt helj- arstökk en nokkurt kraðak af fólk var þarna þegar viö kom- um svo viö fengum ekki tæki- færi til aö reyna karlmennsk- una í þetta sinn. Mömmu og Evu lá á aö komast á ströndina til aö Víða viö ströndina eru litlar, heimilis- legar krár þar sem fá má sæl- gætismat á ótrúlega lágu veröi. feröar og Póseidon breytti í stein. Viö heimsóttum Clyfa- da-sandströndina og nutum sólarinnar í hvítum mjúkum sandinum. Acheillon-höllin og skeljasafnið í Benístses voru aö sjálfsögöu á dagskránni og einnig Canal d’amour viö Sidari-flóann. Ég naut skoðunarferöanna takmarkaö nema skeljasafniö var mér stórkostlegt ævintýri. Náttúran er mikilhæfasti lista- maður sem til er. Kuðungar, skeljar og sjávardýr af öllum stærðum og meö hreint ótrú- lega fjölbreyttri lögun blöstu þarna við. Litirnir og mynstrin voru svo margvísleg að ef reynt væri aö lýsa þó ekki boröa hádegismatinn sem viö höföum meö okkur. Viö Canal d’amour er sandströnd en fleira fólk lá í sólbaði á syllum uppi í klettunum en á strönd- inni. Morgunhanarnir ná hér eins og annars staöar bestu stöðunum og á einum staö lágu hjón á breiðri syllu ofar- lega í berginu á sólbekkjum meö borö á milli sín. Borðið var meö áfastri sólhlíf og undir henni stóöu svaladrykkir og hádegismatur hjónakornanna. Undir borðinu var kælibox meö birgöum sem ekki borg- aöi sig aö hafa í sólinni. „Þetta eru örugglega Bretar,” sagöi mamma og var ekki laust viö öfund og aödáun í röddinni. Eftir fyrstu vikuna fóru töfrar eyjunnar aö ná tökum á góö- hestunum og þeir hægöu fjör- sprettinn niöur í hægt tölt sem smátt og smátt dró úr uns varla var hægt aö segja aö þeir færu fetið. Ég fagnaði því en heimskulegur sælusvipur- inn á andlitum foreldra minna - sem leiddust um allt stynj- andi „OHH! er ‘etta ekki yndis- legt” - varö til þess aö ég reyndi aö láta sem minnst á mér bera I samfylgd þeirra. Aö auki horföust þau í augu yfir barminn á bjórnum í há- deginu og klingdu rauðvíns- glösum á kvöldin. Ég skildi fljótlega aö þeim var ekki viö bjargandi og ákvaö aö leiða þau algerlega hjá mér, hristi bara höfuðið með stóískri ró og hugsaði að þetta væri það sem fullorðið fólk kallar róm- antík. Ja, þaö er þá sannar- lega skrítin tík. Við systkinin kunnum fljótt vel viö andvaraleysi þeirra full- orönu, hrópuöum glöö „Carpe diem!” og gripum daginn viö ströndina. Ég kafaði í sjónum meö frumstæða öndunarpípu, gleraugu og froskalappir og reyndi aö veiða smáfiskana sem syntu ófeimnir innan um mannfólkiö. Þetta var að sjálf- sögöu óvinnandi verk en til- raunirnar voru mér eilíf upp- spretta mikillar hundakæti. Eva stóö í sjó upp aö mitti og muldi niður kleinuhringi handa fiskunum. Þegar þeir þyrptust síðan um hana til að éta varö henni ekki um sel og forðaöi sér upp á ströndina aftur. Ekki leið samt löng stund áöur en hún var komin aftur meö meira góögæti handa þessum kunningjum sínum. Ströndin okkar, Dassia, var þakin litlum steinvölum niður við flæöarmáliö og þær glitr- uöu og glóðu í vatninu. Viö tíndum þessa steina og bár- um meö okkur heim á hótel þar sem þeir misstu mest af lit sínum og Ijóma við aö þorna. Hins vegar nýttust þeir ótrú- lega vel til leikja því mismun- andi litir þeirra og lögun gerði okkur kleift aö byggja úr þeim milljónaborgir, skipa þeim f herlið sem stráfelldu hvort annaö í blóöugum bardögum eöa skapa heilan ættbálk ís- lendinga sem búin voru mikil örlög í sumarfríi á Korfu. Þetta var stór og sérkennileg fjöl- skylda sem lenti í ýmsu því er tekur fram öllum atburöum í sápuóperum í sjónvarpi. GEKKÓAR Þaö er ekki bara strandlífið sem er heillandi á töfraeyjunni Korfu. Kvikindin, sem flögra um loftið og skjótast um á jöröu niðri, eru ekki síður áhugaverö. Ég eyddi ótrúleg- um tíma í aö elta fiðrildi af öll- um stæröum endanna á milli á auða svæðinu fyrir neðan hót- elið. Þau stærstu voru hvít en minnstu himinblá og varla stærri en þau sem fljúga um heima á íslandi. Bláu fiðrildin voru mun skemmtilegri en þau stærri því þegar vængirnir voru samanlagöir í hvíld á blómun- um voru þau brúnleit og hvers- dagsleg en þegar flugiö var tekiö glampaði skyndilega í sólarljósinu þessi skæri himin- blái litur eins og leysigeisli. Þarna voru líka alls konar flugur og skorkvikindi en fæst þeirra gáfu forvitnum íslend- ingi mikið færi á sér. Gekkó- arnir uröu hins vegar fljótt vin- ir mínir. Þessar litlu eölur, sem skjótast um götur og veggi meöan sólin skín skær- ast og éta skordýr, eru yndis- legar skepnur. Þeir hafa nefnilega hver sín einstak- lingseinkenni eins og menn- irnir og viröast mjög misfeimn- ir. Flestir eru brúnleitir eöa gráir en ég rakst á nokkra sem voru fallega mosa- og grasgrænir. Sumir hafa græna eöa brúna bletti á bakinu og engir tveir eru jafnstórir. I blómabeðinu fyrir neöan íbúöina okkar bjuggu tveir gekkóar, annar mjög stór en hinn frekar Iftill. Eitt sinn þeg- ar við vorum að koma heim sáum við þá slást um engi- sprettu sem annar hvor hafði veitt. Þegar hinn hafði veður af veiöinni blandaði hann sér í málið og nú héldu þeir sinn f hvorn endann á dýrinu og átu sig eins hratt og þeir gátu aö miðjunni. „Þetta er eins og ís- lenskir þingmenn aö bítast um atkvæöi," sagöi mamma svo ég skíröi þá umsvifalaust Ólaf Ragnar og Davíö. Ólafur var þessi stóri brúni meö grænu yrjunar á bakinu. Davfð var minni, svarbrúnn og með litla hnúöa upp úr bakinu. Það þurfti ekki mikiö ímyndunarafl til aö finnast þeir minna á krullur. Þegar ég kvaddi þessa vini mína eftir þriggja vikna dvöl á eynni þeirra var aöeins Ólafur Ragnar heima. Ég vissi ekki hvort Davíð haföi skroppiö frá eöa hvort Óla haföi tekist vegna líkamlegra yfirburöa aö hrekja hann burt. Ég held aö svo hafi ekki verið því ég sé þá félaga fyrir mér skjótast um beðið þegar ég heimsæki eyna mína aftur og kem við hjá þeim upp á gamlan kunningsskap.a 34 VIKAN 14. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.