Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 35

Vikan - 15.07.1993, Síða 35
Þetta byrjaði í upþhafi sumars ög því lauk fyrir haustið! Þegar leið að hausti fóru allar mömmurnar, pabbarnir og börnin til síns heima, við lokuðum sumarbú- stöðunum og gengum frá þeim fyrir veturinn. Gordon Mathews var horfinn úr Iffi mínu löngu áður en það gerðist. Það entist því ekki mjög lengi, bara rétt nógu lengi til þess að ég vissi að lífið var rétt að byrja, að ég hafði lifað lífinu hálfsofandi þangað til ég kynntist Gordon. Ég hafði svo sem heyrt að ástin gerði fólk svona - eins og það væri endurfætt - en hafði aldrei trúað því. Lennie Stoner, strákurinn sem ég hafði ver- ið með í tvö og hálft ár, hafði svo sannarlega aldrei komið mér til að finnast ég vera endur- fædd. Hann lét eins og hápunktur tilverunnar væri að keyra um í litla sportbílnum sínum eða þjóta um flóann í litla, fína hraðbátnum. Það sem Lennie gerði ekki var að láta mér finnast eins og heimurinn væri skyndilega orðinn æðislega spennandi og dásamlegur staður. Þegar maður býr á stað eins og Þorskhöfða venst maður því að sjá allt fyllast af nýju fólki um sumartímann. Pabbi og mamma lifnuðu við f maí því þá byrjuðu ferðamennirnir að koma. Pabbi átti nokkur sumarhús niðri við flóann og leigði þau út. Hann þurfti ekki að vinna nema hlutastarf við höfnina á veturna til að sjá fyrir okkur. Það var í mínum verkahring að sjá til þess að bústaðirnir væru tilbúnir fyrir ferðamennina í maí. Bobby bróðir minn sá um allt viðhald ut- anhúss og við mamma fórum þangað með hrein gluggatjöld, sængurver og hreingerning- arlög til að hreinsa þá að innan. í maílok vor- um við alltaf búnar að gera hreint og tilbúnar að bjóða ferðamennina velkomna. Reyndar vingaðist ég við flest fólkið sem gisti hjá okkur. Pabbi og mamma fengu jóla- kort frá sumargestunum á hverju ári og bróðir minn var vanur að lenda í ástarævintýri þegar táningsstelpur voru í hópi gesta. Ég hafði líka lent í svona ástarævintýri sumarið áður. Það var með strák sem hét Rick og hafði komið til vikudvalar með foreldr- um sínum en þegar hann fór aftur til New York með þeim var ég ekkert döpur og heldur ekki vitrari eða reynslunni ríkari. Ég held ég hafi verið fegin innst inni því Rick var farinn að gerast of ágengur. Þetta árið var ég staðráðin í að lenda ekki í neinu svona, jafnvel þó að táningsstrákur með útlit Toms Cruise stæði mér til boða. Þegar búið var að leigja alla fimm bústaðina og í Ijós kom að enginn táningsstrákur var á meðal gestanna létti mér. Það var mamma sem sagði mér frá Gordon Mathews. Ég hafði séð þegar hann kom keyr- andi með fjölskylduna að leita sér að bústað og ég mundi ekki annað um hann þá en hvað hann var reiðilegur á svipinn. Seinna sá ég svo konuna hans og tvær litlar stelpur fyrir framan einn bústaðinn niðri við sjóinn. Mér sýndist konan óttalega einmanaleg. Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra hvers vegna mér fannst það, hún sat bara þarna í sandinum og skrifaði eitthvað í hann með priki. Síðan kom aldan og afmáði það sem hún hafði skrifað. Það var eitthvað einmana- legt við þetta og ég fór ósjálfrátt að velta því fyrir mér af hverju maðurinn hennar væri alltaf inni í bústaðnum á meðan hún var úti með krakkana og hvers vegna ég sá hann sitja úti aleinan þegar ég fór niður á strönd til að synda á kvöldin. Þá sagði mamma mér að hún hefði heyrt þau rífast. „Ég lá ekki á hleri, ég komst bara ekki hjá því að heyra til þeirra,“ sagði mamma. „Ég skrapp bara yfir til að vita hvort það væri ekki í lagi með ísskápinn og þá voru þau að rífast. Það virtist vera út af því að hann vildi halda áfram í læknanáminu en hún vildi að hann ynni fyrir pabba hennar." Mamma horfði á mig svolítið skömmustuleg á svipinn. „Ég forðaði mér en þegar ég kom þangað aftur f dag var hún farin með krakk- ana og bílinn. Hann var eftir. Ég vona að kon- an hans hafi skilið eftir næga peninga til að borga leiguna." Um kvöldið, þegar ég fór að synda, sá ég Gordon Mathews aftur. Hann sat aðgerðar- laus í sandinum og starði út á hafið. Enn var hann reiðilegur á svipinn og ég var svolítið hrædd við hann. Samt gekk ég til hans og ræskti mig og þá leit hann upp. „Mig langaði bara til að segja þér,“ sagði ég, „að pabbi ætlar að biðja þig um að borga leiguna fyrirfram. Hann er hræddur um að konan þín hafi farið með alla peningana. Ég vona að þú takir það ekki sem móðgun.“ Ég kyngdi. Ég ætlaði ekki að segja þetta svona. „Það sem ég meina - mér þykir leitt að þú...“ Ég þagnaði. Hann horfði á mig, pírði augun og andlit hans varð undarlega meitlað í tungl- skininu. Hann var með mjög fallegt andlit - ég veit vel að það er ekki vaninn að taka þannig til orða þegar um karlmenn er að ræða en það er satt. Hann var órakaður en munnurinn var fagurlega bogadreginn og augun urðu allt í einu blíðleg en ekki reiðileg eins og vana- lega. Hann var ber að ofan og ég starði ó- sjálfrátt á bera bringuna á honum. „Hvað þykir þér leitt?" Hann brosti til mín. Hann var með skjannahvítar tennur, svolítið skakkar. Ég held að það hafi gerst á því augnabliki. Ég held að ég hafi byrjað að falla fyrir honum þá. Og ég held að ég hafi líka vitað að sam- verustundir okkar yrðu takmarkaðar, eins og sandur í stundaglasi. Ég vildi ekki sóa þeim tíma með því að segja eitthvað sem ég hefði getað sagt við hvern sem var - eitthvað sem ekki var satt. „Mér þykir leitt hvað þú ert leiður,“ sagði ég. „Mér þykir leitt að þú - situr hérna úti og mér þykir leitt að þú varst að rífast við konuna þína.“ Eitt andartak sagði hann ekki neitt. „Þú ert indæl stúlka,“ muldraði hann svo. Hann stóð upp og horfði út á sjóinn. Síðan leit hann á mig og kinkaði kolli eins og hann væri að bjóða góða nótt og gekk inn í bústaðinn sinn. Þetta var á þriðjudegi. Sama kvöldið fór pabbi til hans og fékk leiguna. Þegar hann kom aftur 14. TBL. 1993 VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.