Vikan


Vikan - 15.07.1993, Page 42

Vikan - 15.07.1993, Page 42
Ýmsar nýjungar hafa verið kynntar í Nivea-hreinsilínunni. Auk kremanna er um að ræða NIVEA CREME JEUNESSE aux LIPOSOMES sem er nærandi og virkt dagkrem, NIVEA LIPOSOME AUGN- GEL gegn hrukkum, NIVEA E-VÍTAMÍNKREM gegn hrukkum, NIVEA NÆTUR- KREM með E-vítamíni og NIVEA AUGNFARÐA- HREINSIGEL. Nivea er alþjóðlegt snyrti- vörumerki og eru vörur þess framleiddar undir ströngu gæðaeftirliti. □ PIERRE FABRE Næst stærsta lyfjafyrirtækið í Frakklandi er Pierre Fabre. Það er í einkaeign, var stofn- að árið 1961 og hefur nú á að skipa 7700 starfsmönnum. Þar af eru 700 við rannsóknir. Þó að meirihluti framleiðsl- unnar séu lyf er um það bil þriðjungur hennar snyrtivörur sem seldar eru til sjötíu landa. Eftirtaldar vörur frá Pierre Fabre eru seldar hór á landi: KLORANE - ætlað umhirðu augnanna, háreyðingarvökvi, svitalyktareyðir, sjampó og sápur. ELANCYL - styrkjandi vör- urfyrirlíkamann. AVENE - kremlína fyrir við- kvæma húð. Húðsjúkdóma- fræðingar hafa mælt með henni. Auk þess selur Pierre Fabre merkin Ducray, Galenic og Furterer sem eru öll mjög þekkt í Frakklandi. Plöntur og náttúrleg efni eru ævinlega aðalundirstaða varanna frá Pierre Fabric og er um að ræða sömu staðla og prófanir hvort sem um lyf eða snyrtivörur er að ræða. □ JA NÝTT FRÁ MARBERT PROFUTURA kremið frá Mar- bert hefur nú verið á markaði hér á landi í tvö ár og hafa margar konur notað það með góðum árangri. Nú er komin ný lína frá Marbert, SKIN- PERFECT. Skinperfect vörurnar eru hannaðar á grunni nýjustu uppfinninga á sviði líkams- klukkunnar (chronobiology), auk þess sem tillit er tekið til eðlilegra, þurra húðgerða og blandaðra. I línunni er boðið upp á húðhreinsivörur, nætur- krem, dagkrem, augnkrem, lit- að dagkrem og maska. Efnið „Maritime radical scavenger", sem að grunni til er gert úr þörungum, er í öll- um dagkremunum. Það verndar húðina gegn skaðleg- um ytri áreitum og ótímabærri öldrun af völdum sólarljóss. í næturkremunum eru sérstök efni úr þörungum og einfruma sveppum sem hjálpa til við endurnýjun húðfruma. □ HREINSILÍNAN FRÁ NIVEA Mildu kremin í hreinsilínu Nivea innihalda rakavernd- andi efni sem kemur í veg fyr- ir ofþornun húðarinnar. HREINSIKREMIÐ, sem nota má daglega, fjarlægir óhrein- indi og farða af andlitinu á ár- angursríkan hátt. SKRÚBB- KREMIÐ („peeling"), með smáu kornunum, hreinsar húðfrumur og óhreinindi úr andliti. Regluleg notkun einu sinni til tvisvar í viku örvar blóðrásina og heldur húðinni ferskri. CASTING HÁRLITUR FRÁ L'ORÉAL Casting er nýjung frá rann- sóknarstofu L’Oréal og veldur þáttaskilum að sögn framleið- anda. Hér er um að ræða nýja litunaraðferð án ammoníaks og er hún þess vegna mild og fer vel með hárið. Casting lýsir ekki hárið heldur gefur því hlýjan blæ, spennandi tóna og gljáa sem vinnur með náttúrlegum lit þess. Casting er líka sagt lita grá hár svo eðlilega að þau falli fullkomlega að þeim hluta hársins sem ekki er farinn að grána. □

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.