Vikan


Vikan - 15.07.1993, Side 49

Vikan - 15.07.1993, Side 49
„Viö æfðum okkur aðallega með því að ferðast, fórum í ýmsar skíðagönguferðir hér innanlands og löbbuðum meðal annars yfir Kjöl á fjór- um dögum. Einnig æfðum við okkur á lóðum og þrekhjólum í líkamsræktarstöðinni Mætti þannig að við vorum vel und- irbúnir líkamlega séð." Leiðangursmennirnir lögðu af stað í Grænlandsferðina þann 20. apríl síðastliðinn. Þeir flugu til Kulusuk á austur- stöndinni, þaðan til Ammas- salik með þyrlu og að lokum til Isertoq en þaðan ætluðu þeir að fara upp á jökulinn. „Isertoq er mjög afskekkt þorp og íbúar þess lifa við frekar frumstæðar aðstæður, lifa á fuglum, selum, hvölum og fiski sem þeir veiða. Eng- inn bíll er í þorpinu, ekkert vatnssalerni og aðeins einn sími. Ibúarnir voru mjög hlý- legir og vingjarnlegir og vildu allt fyrir okkur gera en þeir skildu ekki af hverju í ósköp- unum við ætluðum upp á jök- ul. Á jöklinum eru engin dýr og þeir sjá engan tilgang í að þvælast á staöi þar sem ekk- ert er hægt að veiða. Þann 27. apríl vorum við keyrðir á hundasleðum að jökulröndinni og við tók erfiö ganga sem stóð í tuttugu og sex daga og sex klukkutíma. Til að byrja með gengum við 14 til 20 kílómetra á dag. Þeg- ar færið varð betra fjölgaði kílómetrunum um tíu á dag og undir lokin gengum við 35 til 40 kílómetra daglega. Við höföum reiknað út að hver og einn mætti taka með sér far- angur sem næmi 95 kílóum og var þá allt með talið, svo sem skíði og sleöi. Settum við allan farangurinn upp á þrjá sleða og dró hver leiðangurs- maður einn sleða. Á leiðinni skráöum við niður allar upp- lýsingar um ferðina með það fyrir augunum að geta miðlað öðrum af reynslunni. Við þurftum að glíma við ýmis vandamál. Þó að aþríl og maí sé besti tíminn til að fara yfir jökulinn upp á snjóa- lög og sólbráð að gera er það ekki besti tíminn veðurfars- lega séð. Við lentum til dæmis í miklum jökulstormi, sátum þá fastir í tjaldinu í fjóra daga og gátum varla hreyft okkur. Súlurnar í tjaldinu bognuðu og minnstu munaði að það brotn- aði og félli niður. Frostiö var líka mikið, fór upp í þrjátíu gráður á næturnar en varð minnst tólf gráður. Þegar kuldinn var svona mikill neyddumst við til að vera með grímur fyrir andlitinu. Þó að erfitt sé að fara út í vont veður urðum við að láta okkur hafa það. Við urðum að komast áfram." Þrátt fyrir aö ekki væri lengra liðið á vorið lentu leið- angursmennirnir í mikilli snjó- bráð á kafla og gerði hún þeim erfitt fyrir. Þeir lentu einnig inn á sprungusvæði og urðu þá fyrir því óhappi að sleðinn sem Ingþór dró datt hálfur ofan í sprungu. Fór það þó betur en á horfðist - en urðu þeir aldrei hræddir um að slasast og komast jafnvel ekki heim? „Ef til vill höfðum við ríka ástæðu til að vera hræddir en við vorum það aldrei. Við óttuðumst aldrei að aðstæðurnar tækju völdin og efuöumst aldrei um að við kæmumst heim. Það er sérstök tilfinning að vera uppi á jökli, algjörlega einangraður og sjálfum sér háður. Við vissum að við þurftum að treysta algjörlega á okkur sjálfa og gætum ekki vænst aðstoðar eða hjálpar frá öðrum. Hugsanlega myndi mörgum líða illa við þessar aðstæður en mér leið alltaf mjög vel og mér líður aldrei betur en uppi á öræfum. Þó að svona feröir séu erfiðar eru þær einnig af- slappandi á margan máta. í daglega lífinu hefur maður áhyggjur af svo mörgu, það er svo mikið vesen og stress í kringum allt. Það er frábært að vera uppi á jökli og þurfa bara að hafa áhyggjur af því að boröa og halda á sér hita. Ég reyndi stundum aö hugsa um lögfræðina en það gekk engan veginn. Lögfræðin er svo fjarlæg þessu frumstæða og kyrrláta lífi uppi á jökli." Þrír saman uppi á jökli í tæpan mánuð. Verður það ekki leiðigjarnt til lengdar? „Auðvitað getur maður orðið bæði þreyttur og leiður í svona ferðum en við höfðum það yfirleitt mjög gott. Okkur í góðum kom líka mjög vel saman og feiags- vorum staðraðmr i að lata fjaiiahjóiin ekki einhverja geðillsku eyði- íþjónustu leggja ferðina fyrir okkur." sinni. Eflaust eiga margir erfitt með að skilja hvað sé svona skemmtilegt við að ganga tugi kílómetra á dag í misjöfnu veðri dögum saman. Hver er eiginlega tilgangurinn með svona ferð? „Flestir sem stunda íþróttir eru sífellt að keppa að því að setja einhver met eða vinna í keppni. Það er aftur á móti ekki okkar markmið. Til að mynda hefðum við þurft að taka mikla áhættu ef við hefö- um reynt að slá hraðametið í ferðinni yfir Grænlandsjökul. Metið er þrettán dagar og hefðum við reynt að slá það hefðum við þurft að skilja eftir mikinn mat og búnað og treysta á gott veður. Fólk hef- ur farið þessa leið að meðal- tali á þrjátíu og sex dögum og því er augljóst að við hefðum þurft að leggja okkur í mikla hættu. Það var ekki það sem við vildum. Fyrir okkur var það næg ögrun og hæfilegt mark- mið að ætla sér alla leið. Það er mjög gaman að ná ein- hverju markmiði sem maður hefur sett sér, auk þess sem svona feröir útheimta mikla og góða hreyfingu. Það besta við svona ferðir er hvað maður er í nánni snertingu við ósnortna náttúruna og kannski er það einmitt það sem rekur mig út í þetta." □ 14.TBL. 1993 VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.