Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 52

Vikan - 15.07.1993, Síða 52
TEXTIOG MYNDIR: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR SVISSLENDI BORÐAR 12 A F SÚKKULAÐI N G U R K Í L Ó Á ÁRI OG FRAMLEIDD ERU 135 TONN AF TOBLERONE Á DAG Kvöld eitt snemma árs 1908 mæltu Theodor Tobler og Emil Baumann sér mót I eldhúsinu heima hjá þeim fyrrnefnda í Bern. Þeir ætluðu að reyna nýja uppskrift að súkkulaði! Afrakstur kvöldvinnunnar og ef til vill nokkurra stunda að auki var Toblerone-súkkulað- ið, þekktasta súkkulaöi Sviss- lendinga, sem lengi hafa verið taldir helstu súkkulaðifram- leiðendur heims. Theodor Tobler var sonur sælgætisframleiðanda, Jo- hanns Jakobs Tobler frá Wi- enacht-Tobel í kantónunni Appenzell. Johann Tobler fluttist til Bern og setti þar á fót súkkulaðigerð. Aldamóta- áriö 1900 fól hann börnum sínum þremur reksturinn en Theodor Tobler átti eftir að hafa mest áhrif þeirra þriggja á framgang fyrirtækisins. Emil Baumann, framleiðslustjóri hjá Tobler, brá sér svo til Metz í Frakklandi í ársbyrjun 1908 og þar komst hann í kynni við góðgæti sem hann sagði Tobler frá strax eftir heimkomuna. Þetta var hið svokallaða Montelimar-núgga. Theodor Tobler varð þegar Ijóst að franska núggað gæti skipt sköpum í sælgætisfram- leiðslu fyrirtækisins og þess vegna hittust þeir félagar í eldhúsinu kvöldið góða. Á Ítalíu var á sama tíma framleitt vinsælt sælgæti, Tor- rone, og var það einmitt með núgga. Theodor vildi tengja framleiðslu sína þessu ítalska Torrone og nota um leið eigið nafn. Súkkulaðið nýja hlaut nafnið TOBLERONE. ÁTTI ÞAÐ AÐ MINNA Á MATTERHORN? Við vitum sem sagt hvers vegna Toblerone-súkkulaðið er með hvítum hnetunúgga- ögnum en því miður veit eng- inn hvers vegna það er svona undarlegt í laginu, þríhyrnt og eins og endalaus röð fjallatinda. Sumir segja að Tobler hafi viljað láta súkkulaðið minna menn á Matterhorn, fjallið fræga. Aðrir halda því fram að hann hafi Fyrir utan Toble- rone-verk- smiöjuna í Bern: Elisabeth Misteli blaöafull- trúi Suchard - Tobler, og Sonja Remy sem sagöi okk- ur hvernig framleiösl- an gengur fyrir sig. Toble- rone- stykkin renna hratt á færibönd- unum enda eru framleidd 135 tonn á degi hverjum. 52 VIKAN 14. TBL. 1993

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.