Vikan


Vikan - 15.07.1993, Side 59

Vikan - 15.07.1993, Side 59
Pétur var vinnumaður í sveit. Hann fékk símskeyti frá kærust- unni, sem var í bænum, um að hún kæmi í heimsókn um helg- ina. Hann fékk lánaðan hest- vagn, spennti fyrir hann ungan fola og ók af stað til að sækja kærustuna á biöstöðina. Þetta var eins til tveggja tíma ferðalag og allt gekk eins og í sögu þar til á bakaleiðinni að þau óku fram- hjá heilmikilli merasýningu. Við að sjá þennan glæsilega mera- hóp reis folinn upp á afturfæturna og fékkst síðan ekki úr sporun- um, hvernig sem að honum var farið. Loks missti Pétur þolin- mæðina, gekk að folanum og hrópaði: - Heyrðu, góði, varst það þú eða ég sem fékk sím- skeytið? Tveir menn sátu saman í klefa í járnbrautarlest. Allt í einu tek- ur annar þeirra upp tvær gul- rætur og stingur þeim í sitt hvort eyra. Innan skamms gat hinn ekki stillt sig um að spyrja: - Fyrirgeföu, en hvers vegna hefurðu stungið gulrót- unum í eyrun? - Ha, hvað seg- irðu? - Ég spurði hvers vegna þú ert með gulrætur í eyrun- um? - Fyrirgeföu, ég heyri svo illa vegna þess aö ég er meö gulrætur í eyrunum. Per Jakobsen yfirlögregluþjónn kom heim til sín af næturvaktinni þrem tímum fyrr en venjulega. Til þess að vekja ekki konuna lædd- ist hann hljóðlega inn í svefnher- bergið og háttaði í myrkrinu. Eftir stutta stund heyrði hann konu sína stynja: - Góði Per, ég hef alveg hræðilegan höfuöverk. Nei, kveiktu ekki, Ijósið sker svo í augun. Viltu ekki vera svo vænn að skreppa fyrir mig í apótekið og kaupa nokkrar verkjatöflur. Jakobsen var góður eiginmað- ur, hann klæddi sig í skyndi í myrkrinu og fór í apótekið. Apó- tekarinn þekkti Jakobsen, var greiðviknin sjálf og afgreiddi hann strax. - Er þetta ekki Jak- obsen yfirlögregluþjónn? spurði hann. - Jú, ég hélt að þú þekktir mig, svaraði Jakobsen undrandi. - Jú, það geri ég líka, sagði apó- tekarinn, en mig rak í rogastans að sjá þig í einkennisfötum slökkviliðsmanns! FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda i jeiueA qji ‘ge^uujuj jnjep jeuunuo>| e>(se) ‘uue>(>iej) espli e jbuujo>| rue jn|0) ')sAejq jnjeq |66n|6 'jeqeu je suueujnios puoq ‘ejjæis je Q|)||>is STJORNUSPA HRÚTURINN 21. mars - 20. apríl Það hefur flögrað að þér að undanförnu að taka þér tak og breyta ákveðnum þáttum í lífi þínu. Notaöu næstu vikurnar til þess því að hika er sama og að tapa. Kapp- kostaðu að hafa málin á hreinu. Þú átt góða helgi í vændum. »?,a: W bý é NAUTID apríl - 21. maí Þú ert orðinn þreyttur á því hvað nákomin persóna er ósjálf- stæð í ýmsu því sem máli skiptir í lífinu. Ekki láta það fara í taugarnar á þér, reyndu fremur að koma til móts við hana. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Láttu ekki ósamlyndi við vinnufélaga koma þér úr jafnvægi. Málstaður þinn er góður en þú veröur aö fara milliveginn. Hafðu augun opin fyrir nýjungum um leið og þú treystir gömul vináttubönd. KRABBINN 22. júní - 23. júlí Einhver mun á næstunni leita aðstoðar þinnar við að leysa ákveðinn vanda. Þú skalt bregðast vel við þó að tími þinn kunni að vera naumur. Þú stendur vel að vígi en gætir bætt úr ástarmálunum með því að nota frítímann betur en hingað til. UÓNIÐ 24. júlí-24. ágúst Þú hefur skemmtilegar fyr- irætlanir á prjónunum en hefur beð- ið með að láta þær verða að veru- leika. Nú er tími Ijónsins að renna upp og því er betra að láta til skar- ar skríða. Vertu varkár í peninga- málum en láttu einskis ófreistað við að hressa sál og líkama. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú átt tvær rólegar vikur framundan. Notaðu tímann til að hugsa málin og leggja á ráðin um framtíðina. Tækifærið hefur þú nú fengið upp í hendurnar til að sinna þínum nánustu betur - í staö þess að gleyma þér yfir sjálfsskoðuninni. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú hefur oft veriö í betra jafnvægi andlega og ekki er laust við svolítinn taugaóstyrk hjá þér þessa dagana. Foröastu að taka að þér of mikla vinnu meðan á þessu stendur en láttu samt ekki hugfallast. Góöir hlutir láta stund- um bíða eftir sér SPORÐDREKINN 24. október - 23. nóv. Ýmislegt gæti bent til þess aö flutningar séu í nánd en kvíddu engu í því sambandi. Þú hefur ekki fylgst nógu vel meö aö undanförnu og nú er kominn tími til að þú hristir af þér slenið og áttir þig á stöðunni. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú verður fyrir vonbrigðum með einhvern sem þú hafðir gert þér háar hugmyndir um. Gefðu þeim hinum sama samt tækifæri til að sanna sig betur áður en þú ferð að huga að öðru skipi og öðru föru- neyti. Njóttu þess þegar þú átt frí, þér mun jafnvel hlotnast óvænt hnoss. STEINGEITIN 22. des - 20. janúar Þú átt annríki framundan og margt er í bígerð. Þér bjóðast ýmis tækifæri og gætir jafnvel dott- ið í lukkupottinn ef þú ferð út I á- kveðna verslun sem getur gefiö talsvert í aðra hönd - og ennþá meira ef fjárhagurinn væri skárri. Spilltu ekki ánægjunni með ein- hverri glópsku. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar Eitthvað verður til þess að koma þér úr jafnvægi - ef til vill draugur úr fortíðinni. Láttu ekki hugfallast og haföu í huga að öll él birtir upp um síðir. Ef þú kappkost- ar að hugsa ekki um ol margt í einu ættirðu að komast klakklaust út úr þessu. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Gleymska þín gæti valdið því að sitthvaö óvænt komi upp á - eins og til dæmis gjalddagi á láni sem þú hélst að væri að fuliu greitt. Farðu vandlega í gegnum bókhald- ið áður en þú tekur stórar eða smá- ar ákvarðanir í fjármálum. Gerðu þér samt dagamun við tækifæri en hafðu þetta hugfast. 14. TBL. 1993 VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.