Vikan


Vikan - 15.07.1993, Síða 63

Vikan - 15.07.1993, Síða 63
EVRÓPSKAR KVIKMYNDIR Þær ætluöu upphaflega í brúökaup en ákváöu þess í staö aö fara út á lífiö. ENGIN ÞORF Á AÐ SOFA Nie wieder Schlafen tekur til umfjöllunar samband þriggja vinkvenna, Ritu, Robertu og Lilian. Þær eru á leið I brúð- kaupsveislu, ferðast með fljótapramma en verður öllum svo flökurt að þær fara fljót- lega í land, þá staddar í fyrr- um Austur-Berlín. Allar þrjár ákveða síðan að sleppa brúð- kaupinu en fara þess í stað út á lífið. Konur þessar eru á misjöfnum aldri og hafa mis- munandi skoðanir á lífinu og tilverunni en það gerir vináttu þeirra einmitt litríkari. Þær sleppa síðan fram af sér beislinu og lenda í villtum ástarævintýrum. Ritu leikur Lisa Kreuzer sem lék I mörg- um af myndum Rainers Wern- er Fassbinder. Meö hlutverk hinna fara Gaby Herz og Christiane Carstens. ÞRJÁR SAKAKONUR í Au pays des Juliets eiga Raissa, Thérese og Henriette tvennt sameiginlegt. Þær eru sakakonur og fá sólarhringsfrí frá fangelsinu. Ætlun þeirra er að fara til fjölskyldna sinna en þær komast ekki á áfanga- stað þar sem starfsmenn al- Þessar fá sólarhringsfri frá fangelsisvistinni. menningsvagna eru í verkfalli. Þess í stað ákveða konurnar að kynnast hver annarri betur. Tvær þeirra eru smáþjófar en sú þriðja hefur myrt eigin- mann sinn. Maria Schneider leikur morðingjann en hún varö fræg á einni nóttu þegar hún lék á móti stórleikaranum Luna Park. Þar segir frá Andrei sem er þjóöernissinni og öfgamaður á hægri kantin- um. Fyrirmynd hans er aust- urrísk-ameríska vöðvafjalliö Arnold Schwarzenegger. And- rei fyrirlítur kynvillinga og gyð- inga og hann stjórnar hópi öfgasinnaðra náunga sem leggja stund á kraftlyftingar. Andrei kemst síðan að því að hann er hálfur gyðingur og þá er úr vöndu að ráöa. Hann vissi nefnilega ekki að faðir hans, sem hann hefur aldrei hitt, er gyðingur. Þegar hann ræðst svo með valdi inn á heimili gyðings nokkurs ásamt félögum sínum stendur hann augliti til auglitis við föður sinn. Ristir gyðingahatrið svo djúpt að hann geti gert sínum eigin föður mein? Luna Park verður að öllum líkindum sýnd á kvikmyndahátíð í Regnbog- anum í september. ÞRJÁR VINKONUR ítalska leikarann Michele Placido sáu íslenskir sjón- Rússneskur fasisti í Luna Park. Marlon Brando í Síðasta tangó í París árið 1972 undir leikstjórn Bernardo Bertolucci (Sheltering Sky, The Last Emperor). Áhorfandinn fær svo að kynnast konunum þremur, sárindum þeirra, von- brigðum og draumum um betra líf og breytt hlutskipti. Mynd þessi hlaut mikið lof á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. LUNA PARK FRÁ RÚSSLANDI Pavel Lungin er ungur rúss- neskur leikstjóri sem gerði myndina Taxi Blues sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Regnboganum 1991. Nú hef- ur hann gert aðra og heitir sú varpsáhorfendur í þáttaröðinni um Kolkrabbann. Þar lék hann lögreglumann sem átti í hatrömmu stríði við mafíuna á Sikiley. Síðustu ár hefur Placido getið sér gott orð sem leikstjóri, meðal annars fyrir Pummaro, heimildarmynd um ólöglega innflytjendur frá Afríku. Michele Placido leggur ríka áherslu á að hann vilji eingöngu gera raunsæjar kvikmyndir, engar draumóra- myndir á ameríska vísu. Nýjasta mynd hans heitir Vinkonurnar þrjár og er um Morenu, Claudiu og Salinu sem eru á táningsaldri, tví- stígandi og ráðvilltar gagnvart lífinu. Morenu langar að verða hjúkrunarkona og gera sam félaginu gagn. Móðir hennar hafði átt við eiturlyfjafíkn að etja og Morena reynir að gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa henni. Claudia á skilningslausa foreldra sem hún hefur nánast engin sam- skipti við. Hana langar að verða sýningarstúlka og hefur fengist lítillega við að koma fram í sjónvarpi og sitja fyrir. Salina er innhverf og hlédræg stúlka sem á ástríkan föður en móðir hennar en dáin og n cc 70 cn Ö það er fyrst og fremst söknuð- urinn eftir hana sem veldur því að hún á erfitt með að opna sig. Vinkonurnar þrjár eiga þó eftir að standa sig og veita hver annarri styrk til aö lifa lífinu áfram. Á EFTIR ÁSTINNI Apéres l’amour fjallar um rit- höfundinn Lolu Winter sem er þrjátíu og fimm ára gömul og komin með ritstíflu, á sem sagt erfitt með að finna nýjar hugmyndir að skáldsöguefni. Þetta er þó aðeins brot af vandamálum hennar. Hún þarf að fást við karlmenn sem hringja í tíma og ótíma og gera henni lifið leitt, er fráskil- in og þarf auk þess að einbeita sér að barna- uppeldi. Mitt í allri óreið- unni er mað- ur sem ætlar sér að eign- ast hlutdeild í lífi Lolu. Hann elskar hana af lífi og sál og tekur hana eins og hún er. Isabelle Huppert (Madame Bovary), Bernard Giraudeau, Hippolyte Girardot og Ingrid Held eru meðal þeirra sem fara með helstu hlutverk í myndinni. □ Þrjár æskuvin- konur sem standa saman. Tekist á um ástina í Aprés l’amour. 14. TBL. 1993 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.