Vikan


Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 66

Vikan - 15.07.1993, Blaðsíða 66
TEXTLGUÐNY Þ. MAGNUSDOTTIR = LESBLINDA? VIÐTAL VIÐ GYÐU STEFÁNSDÓTTUR SÉRKENNARA upplýsingar um starf hans. Þær leiddu síöan til þess aö eftir aö hafa ráöfært mig viö lækna fór ég aö ráðleggja nemendum mínum, sem áttu við lestrarörðugleika aö stríöa, aö taka inn ákveðið magn sinks. Auk þess lásu þeir texta í gegnum litaðar glærur frá Helen Irlen sem er mjög þekkt fyrir kennsluaö- ferðir sínar. Síðast en ekki síst fengu foreldrar fyrirmæli um hvernig kennslu skyldi hagaö heima." Gyöa Stefánsdóttir sér- kennari hefur aö und- anförnu vakið mikla athygli fyrir aðferðir sínar viö kennslu barna og unglinga með lestrar- og stafsetn- ingaröröugleika og lesblindu. Hér er um byltingarkenndar aðferðir að ræða sem forvitni- legt er að kynnast nánar. Vik- an leitaði því til Gyðu og bað hana að segja okkur í stuttu máli frá umræddum aðferðum og hvað að baki þeim liggur. ÚRRÆÐAUEYSI „Mér hefur virst sérkennsla miða fremur að því að greina erfiðleika nemendanna en að leita úrræða við vanda þeirra. Þannig fannst mér meðal annars tilfinnanlega vanta úr- ræði í meðferð lésblindu. Ég hef ætíð lesið læknisfræðileg tímarit eins og Lancet, mér til gagns og gamans. í einu slíku rakst ég á grein um að sam- band gæti verið á milli matar- æöis og námsárangurs. Nið- urstöður leiddu f Ijós að eftir níu mánaða töku af ráðlögð- um dagskömmtum af bætiefn- um sýndu nemendur mun á „nonverbal" prófum en þau próf eru talin mæla líkamlega getu heilans en „kristalisering" kemur fram þegar umhverfi og menning hafa áhrif á hugs- unina. Þessi grein hafði mikil áhrif á mig og vakti mig til um- hugsunar um þessi mál. Síðar kom grein í British Medical Journal sem vakti athygli mína. Þar voru kynntar niður- stöður breskrar rannsóknar sem sýndi að bresk börn með lestrarörðugleika voru þriðj- ungi lægri í sinki en félagar þeirra." UPPLÝSINGAR FRÁ FINNLANDI „Nokkru síðar frótti ég af finnskum lækni og dósent, Tolonen að nafni, sem hafði yfirfært niðurstöður bresku rannsóknarinnar á lesblinda nemendur í Helsinki. Ég skrif- aði Tolonen til að fá nánari NÁÐU TÖKUM Á LESTRINUM „Hvort það var þetta þrennt eða eitthvað eitt sem hafði af- gerandi áhrif skal ósagt látið. Niðurstaðan varð sú að börn- in yfirunnu erfiðleika sína bet- ur en við venjulegar aðstæður og náðu tökum á lestrinum. Sjálf hef ég þá trú að foreldra- aðstoðin vegi afar þungt og tel mikilvægt að virkja foreldra í lestrarkennslunni eins snemma á skólagöngu barna og unnt er.“ SAKNA VÍSINDALEGRA RANNSÓKNA „Ég hef mikið reynt að fá lækna til samstarfs við mig en þeir hafa ekki tekið af skarið. Þeir læknar hafa þó fremur hvatt mig en latt varðandi kennsluaðfaröir mínar. Af- staða þeirra er vel skiljanleg þar sem þeir eins og ég sakna vísindalegra rannsókna á málinu. Æskilegast væri að slík rannsókn yrði framkvæmd hér á landi við fyrsta tækifæri því þannig mætti að öllum lik- indum koma í veg fyrir erfið- leika fjölda nemenda í ís- lensku skólakerfi.“ AÐ GANGA ÓTRODNAR SLÓÐIR „Ég hef nú reynt ofangreindar aðferðir um tíma og er mjög ánægð meö þann árangur sem þær skila. Það hefur að mörgu leyti verið erfitt að ganga fram fyrir skjöldu með aðferðir sem segja má að kollvarpi þeim sem fyrir eru. Ekki get ég sagt að í byrjun hafi ég alls staöar mætt vel- vilja en sem betur fer er það að breytast. Mestan stuðning, af þeim sem ég hef unnið með, hef ég fengið frá Krist- ínu Tryggvadóttur, skólastjóra Selásskóla, og Margréti Frið- riksdóttur í Menntaskólanum í Kópavogi, ásamt kennurum þessara skóla. Óhætt er að segja að sá stuðningur hafi skipt sköpum fyrir mig á sín- um tíma.“ □ 66 VIKAN 14. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.