Vikan - 15.07.1993, Page 70
Hún er einstaklega miðsvæóis í Evrópu en íslendingar hafa ekki uppgötvað hana ennþá. Frankfurt viö ána Main.
meiri áherslu á nýsköpun í atvinnulífinu á ís-
landi enda er það mjög einhæft. í því sam-
bandi hefur verið bent á að ferðamannaþjón-
ustu þurfi að efla. Ég hef hins vegar ekki orðið
var við það, fremur hið gagnstæða.
Því miður er það svo að það eru engir fjár-
munir til á íslandi. Það má enginn græða og
verða ríkur. Svo þegar illa gengur eru engir í
stakk búnir til að leggja fé í áhættusaman
rekstur sem gæti skilað miklu. Oftast er það
þannig að samræmi er á milli áhættunnar og
Hin glæsilega landsbankabygging, Die
deutsche Bank, í Frankfurt. Turnarnir tveir
eru til gamans kallaöir Debet og Kredit.
Þess má geta aö bankastjórinn þar ku hafa
stækkaóa Ijósmynd frá íslandi á skrif-
stofunni hjá sér.
mögulegs afraksturs. Það eru allt of fáir sem
vilja fara út í slíka hluti - en tækifærin eru fjöl-
mörg. Þetta er stór galli á íslensku athafnalífi.
Það leiðir líka af sjálfu sér að fólk er ekki hvatt
til þess að reyna nýja hluti og taka áhættu ef
enginn getur staðið við bakið á því. Fjárfest-
ingar okkar í gegnum árin, sem farið er út í
þegar vel gengur, eru því miður margar hverj-
ar afar óskynsamlegar, dæmi um slíkt höfum
við alls staðar í kringum okkur. Mín skoðun er
sú að við séum ekki fullþróuð þjóð, við erum
vanþróuð á evrópskan mælikvarða. í því sam-
bandi má nefna mannasiði, fjármagnsmark-
aði, fjárfestingar og viðskipti.
Það er þó ýmislegt að gerast sem betur fer,
það er mikil þróun í gangi. Á síðustu árum
hafa gjaldeyrisviðskipti verið gefin frjáls, ríkis-
skuldabréf tekin í notkun og verðbréfamörk-
uðum komið á laggirnar, þó að þeir séu að
ýmsu leyti vanþróaðir ennþá.“
RÖNG VERÐLAGNING
OG LÍTIL KYNNING
Þjóðverjar tala mikið um að það só allt of dýrt
að fara til íslands, verðlagið þar sé með ólík-
indum og miða þá oft við reynslu sína frá til
dæmis Noregi og Svíþjóð.
„Fyrir okkur sem erum að selja ferðir til ís-
lands er verðlagið heima stærsta vandamálið
sem við þurfum að glíma við. Við höfum ný-
lega gert samanburð á því hvað aðrar þjóðir
verja miklum peningum til kynningarmála mið-
að við okkur. Staðreyndin er sú að miðað við
hvað ferðirnar til íslands kosta og uppihald
þar er dýrt eyðum við mjög litlu fé til kynningar
á landi og þjóð. Núna hafa til dæmis Svíar
lækkað verðið hjá sér um allt að 25 prósent
frá því í fyrra. Þeir nota síðan fleiri milljón
þýskra marka til að kynna þetta. Við erum
dýrir og erum frekar að hækka á meðan aðrar
þjóðir eru að lækka verðið og auka kynning-
una. Við erum kannski með athyglisverðasta
pakkann en hættan er fólgin í rangri verðlagn-
ingu og lítilli kynningu. Ferðirnar sem slíkar
standafyrir sínu, það er engin spurning."
ÍSLAND I BULLANDI SAMKEPPNI
Steini Loga verður tíðrætt um að ekki sé varið
nægilega miklum fjármunum í landkynningu og
ekkert sé gert til að gera þeim sem vinna að
ferðamálum auðveldara um vik, síður en svo.
„Það er mikið rætt og ritað um það um
þessar mundir að í ferðamálum á íslandi ríki
nú stöðnun og við séum að dragast aftur úr.
Ég er ósammála þessu, þetta er bara bölsýni.
Aftur á móti held ég að áherslurnar séu ekki
réttar. Möguleikarnir, sem við höfum, eru mikl-
ir og varan - ferðirnar sem við bjóðum - er
mjög góð. ísland er mjög frambærilegt sem
ferðamannaland. Spurningin er hins vegar sú
að verja fjármunum til þess að kynna það, við
höfum alls ekki gert nóg að því. Við megum
heldur ekki verðleggja landið upp úr öllu valdi
- eins og laxveiðiárnar, þangað til enginn
kemur lengur.
Að mínu viti getur ferðamannaþjónusta
orðið atvinnugrein sem aflar þjóðarbúinu
þeirra tekna sem við missum jafnt og þétt í
tengslum við fiskveiðar og vinnslu. Og enn
er verið að auka skatta og skyldur á ferða-
menn og fyrirtæki á þessu sviði. Munurinn á
ferðamannaþjónustu og öllum öðrum at-
vinnugreinum, sem átt hafa að bjarga ís-
landi - á borð við loðdýrarækt og laxeldi, er
sá að ferðamannaþjónustan hefur ekki verið
miðstýrð. Hún hefur fengið að þróast hægt
og rólega á löngum tíma og þar starfa sam-
an margar smáeiningar þar sem mikil
reynsla og þekking hefur skapast í gegnum
árin. Það eina sem vantar er fjármagn og
skilningur.
Ég held að okkar bíði nú tækifærin ef við
höfum skynsemi til þess að notfæra okkur
þau. Við verðum bara að líta á ferðamanna-
þjónustu sem harðan „bisness" og gera okk-
ur grein fyrir því að við eigum í bullandi sam-
keppni við önnur lönd. Við þurfum að mark-
aðssetja okkur með tilliti til þessa, athuga
hver eru helstu samkeppnislöndin, bera
saman verðlag og þá þjónustu sem þar er í
boði. Hvað eru þeir að gera og hvernig þurf-
um við að bregðast við? Það skilja það allir
að þjóðartekjur minnka ef verðlag á fiskinum
okkar erlendis hefur lækkað. Það virðist vera
erfiðara fyrir fólk að skilja að þetta gerist líka
ef við hækkum endalaust verðið á ferðaþjón-
ustunni, þá koma færri gestir hingað.
Fiskunum fækkar stöðugt í sjónum - en
fólkið hér í Evrópu til dæmis, sem gæti hugs-
anlega fengið áhuga á að koma til íslands,
skiptir tugum milljóna og því fer fjölgandi. Við
þurfum bara að ná til þess. Við þurfum fjár-
magn til landkynningar, það skilar sér marg-
falt ef því er varið af skynsemi. Umfram allt
þarf líka verðlagið að vera í samræmi við það
sem við bjóðum og það sem viðgengst ann-
ars staðar.
Mér finnst að við ættum að hafa það sem
raunverulegt markmið að fá til íslands eina
milljón ferðamenn á ári fyrir 2020. Við þurfum
um leið að stjórna umferðinni betur og beina
fólki á fleiri staði um leið og við reynum að
dreifa því yfir lengri tima á árinu, ekki bara
þessa þrjá mánuði á sumrin. Jafnvel þarf betri
dreifingu yfir vikuna því að flestir koma og
fara um helgar." □
70 VIKAN 14. TBL. 1993