Vikan


Vikan - 04.11.1993, Síða 11

Vikan - 04.11.1993, Síða 11
TEXTI: BERGÞÓR BJARNASON ERU KEPPNISÍÞRÓfTIR LYKILL AÐ JAFNRETTI VIÐTAL VIÐ KRISTRÚNU HEIMISDÓTTUR í KR Kristrún Heimisdóttir lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hún stundar nám í lögfræði og hefur starfað að félagsmálum jafnt í menntaskóla sem í Há- skólanum og var á fyrsta sig- urlista Röskvu í Stúdenta- ráðskosningum vorið 1991. Nú nýverið fagnaði hún fs- landsmeistaratitli ásamt stöll- um sínum í 1. deildar liði KR í fótbolta. íslandsmeistaratitill- inn var fyrsti bikarinn í vestur- bænum síðan 1968 svo hann var langþráður. „Við höfum aldrei æft jafn- mikið eða lagt jafnmikið á okk- ur eins og núna,“ segir Kristrún. „Það var lögð mikil á- hersla á móralinn, við lögðum upp úr því sem snýr að liðs- anda. Ég held að það verði aldrei of mikið gert úr því. Það sem raunverulega skilur á milli íþróttamanns sem er nokkuð góður og þess sem nær ár- angri er hugarfarið, það sem gerist milli eyrnanna. íþróttir snúast ekki síst um það að maður sé andlega tilbúinn ekki síður en líkamlega." Kristrún segir liðið hafa sest niður áður en keppnistímabilið hófst og farið ítarlega yfir hvað þyrfti til að vinna titilinn, halda haus og taka einn leik í einu. Út frá þeim punkti hafi verið unnið og það hafi geng- ið upp. Hún segir að stundum sé erfitt að muna hvers vegna sé verið að æfa úti frá því í janúar og fram á vor í kulda, bleytu og trekki. „Siðan kemur þetta andartak þegar allt smellur saman, liðið skorar fallegt mark, svo ekki sé nú minnst á að standa uppi sem íslandsmeistari. Að standa undir freyðivínssturtu í öllum KR-herklæðum er ógleyman- leg tilfinning." SJÖ ÁRA MEÐ STRÁKUNUM í GRÓTTU í FÓTBOLTA Kristrún byrjaði að spila fót- bolta sjö ára hjá Gróttu á Sel- tjarnarnesi þar sem hún æfði með strákunum. Á ellefta ári lá leiðin í KR og sama sumar lék hún sína fyrstu leiki með meistaraflokki kvenna, þá yngsti leikmaður sem hafði leikið í meistaraflokki en sú elsta var þrítug. En hvers vegna KR? „Nálægðin gerði það að verkum, margir Nesbúar eru í KR. Hjá KR var líka kvenna- knattspyrna sem hafði farið af stað árið áður en ég byrjaði hjá KR svo ég hef verið með nærri því frá upphafi. Þaö voru geysileg viðbrigði fyrir mig því ég hafði spilað með strákum og fáir þeirra voru betri en ég. Ég hafði líka meiri tækni en stelpurnar. Ég held reyndar að ég beri þess alltaf merki að hafa verið jafngóð eða betri en strákarnir í fót- bolta. Seinna á lífsleiðinni uppgötvaði ég þá kenningu að strákar geti gert ýmislegt betur en stelpur. Sumar stelp- ur eru aldar upp við þá hug- mynd frá upphafi að „strákar geti allt betur" en ég uppgötv- aði hana ekki fyrr en á ung- lingsárum og ég held að ég búi að því að hafa verið laus við þessa vitleysu." SÓTT Í HÖFUÐVÍGI KARLMENNSKUNNAR Kristrún var meðal stofnenda og í fyrstu stjórn Hagsmuna- samtaka knattspyrnukvenna sem voru stofnuð í nóvember 1990 „til að stuðla að fram- gangi kvennaknattspyrnu" en hún hefur átt mjög erfitt upp- dráttar. „Knattspyrna er að mörgu leyti höfuðvígi karl- mennskunnar. Á fótboltavellin- um sanna ungu mennirnir karl- mennsku sína og þeir miö- aldra „baða sig“ í hetjuljóma fyrir framan sjónvarpið. Mörg- um finnst óskiljanleg hugmynd að konur geti spilað fótbolta." Hún segir hafa verið erfitt að fá peninga í kvennaknatt- spyrnu og KSÍ og knatt- spyrnufélögin hafi verið treg til að sinna þeim. Öðru hverju segir hún að hafi risið upp kveinandi raddir meðal knatt- spyrnukvenna um að allt væri í óefni og á þeim troðið. „Kveikjan að stofnun hags- munasamtakanna var að í stað þess að kvarta og kveina og bíða eftir því að áhuga- lausir karlmenn færu að gera eitthvað fyrir okkur þá skyld- um við sjálfar taka til hend- inni. Sjötíu konur og karlar stofnuðu félagið og herfræðin var sú að vera jákvæðar en ákveðnar og bjóða samvinnu við uppbyggingu kvennaknatt- spyrnunnar.“ Jafnrétti segir Kristrún að hafi ekki verið til sem hugtak í fótboltanum og líkir stöðu knattspyrnukvenna við póli- tíska stöðu kvenna um síð- ustu aldamót, þegar konur fengu ekki að kjósa. „Margt hefur breyst til batnaðar síðan þessi samtök voru stofnuð. Nú er kona í stjórn KSÍ, Elísa- bet Tómasdóttir, og við beitt- um þrýstingi með ýmsum hætti. Við fengum fjölmiðlana í lið með okkur og þá þurftu menn skyndilega að svara op- inberlega fyrir misréttið. Þá kom líka í Ijós að fólki úti í bæ fannst ekki sjálfsagt að kon- um og körlum væri mismunað (fótbolta." ÓLYMPÍULID Á NÆSTU GRÖSUM? Frá 1987 starfaði ekkert kvennalandslið hjá KSÍ en árið 1990 var landsliðið end- urreist og nú eru þau orðin þrjú, ekki síst fyrir áhrif hags- munasamtakanna og um leið vegna aukinnar velvildar og dugnaðar hjá KSÍ. Kristrún telur landslið vera nauðsyn- lega hvatningu fyrir þá sem iðka fótbolta og sér mikla mögluleika í framtíðinni. Áður segir hún að landsliðið hafi verið að tapa fyrir helstu þjóð- um heims með fjögurra til fimm marka mun. Þetta var síðan jafnvel notað sem af- sökun fyrir því að það tæki því ekki að vera að halda úti landsliði. „Engum hefði nokkurn tíma dottið í hug að leggja niður karlaliðið í knattspyrnu þegar ísland tapaði fyrir Albaníu sem þó er lægst skrifaða knatt- spyrnuþjóð í Evrópu. Eftir end- urreisn landsliðsins hefur náðst prýðilegur árangur og í Evrópukeppninni, sem hófst í haust, vannst fyrsti leikurinn gegn Hollendingum 2-1. Ég hef sagt við Loga Ólafsson landsliðsþjálfara - og sumir halda að það sé tómt grín - að það eigi að stefna að því að koma kvennalandsliðinu á ólympíuleika. Staðreyndin er hins vegar sú að það er miklu raunhæfara að koma kvenna- landsiiðinu á ólympíuleika en karlaliðinu. Ef menn eru að hugsa á „bisnessnótum" eiga þeir að fjárfesta í kvennalands- iiði. Við eigum bæði efnivið og möguleika á því. Góður árang- ur á ólympíuleikum yrði bæði góð auglýsing og landkynning og það er einmitt það sem þessir menn sækjast eftir.“ Kristrún bendir á að fyrir nokkru hafi hafist markviss uppbygging í kvennaíþróttum í Noregi og kvennalandsliðið í handbolta sé í fremstu röð. Þær eru „stelpurnar okkar“ [ Noregi og fleiri horfa á kvenna- en karlahandbolta í sjónvarpi. Kvennaliðið [ fót- bolta hefur líka verið meðal þeirra bestu í heimi um langt skeið og fyrst núna er að nást árangur hjá karlaliðinu sem er farið að beita sömu aðferðum við uppbygginguna og kvenna- liðið í Noregi. „Ég er að vona að karlaliðið í KR læri af okkur, láti mótlæt- ið bara þjappa sér betur sam- an, bæti keppnisandann og rétti úr kútnum eftir tuttugu og fimm ár. Sömuleiðis verða menn að hugsa þetta hjá KSÍ, hvort ekki sé hægt að ná súperárangri í kvennaliðinu. Það er ekki lengur hægt að afgreiða þetta sem eitthvert hallæri, síst af öllu hefur smá- þjóö eins og íslendingar efni á því. Það er ekki eins og við eigum heimsafreksfólk við hverja götu,“ segir Kristrún. KONUR GÆTU LÆRT AF KEPPNISÍÞRÓTTUM Konur hafa verið hvattar til að auka þátttöku sína í íþróttum. í því samhengi hefur stundum 22. TBL. 1993 VIKAN 1 1 VIÐTAL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.