Vikan


Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 18

Vikan - 04.11.1993, Blaðsíða 18
LEIKUST Felix gerði annað og meira á þessum árum en að leika með Veit mamma hvað ég vil? Á fyrsta ári sínu í Verzló fór hann með eitt aðal- hlutverkið í söngleiknum Rocky Horror Picture Show sem settur var upp á nemendamóti skólans. Felix fór með hlutverk klæðskiptings- ins Francky og sló þar rækilega í gegn. „Það var ótrúlegt ævintýri að taka þátt i Rocky Horror. Sýningunni var rosalega vel tekið og hún vakti mikla athygli. Þar með var ég líka kominn inn í félagslífið alveg á milljón. Ég var formaður málfundafélagsins á öðru ári mínu í skólanum og það má segja að ég hafi verið með hundrað prósent mætingu í félags- lífinu fyrstu tvö árin. Ég eignaðist strax mjög góða vini í Verzló, þeir voru reyndar allir eldri en ég, svo sem Gunnar Guðbjörnsson óperu- söngvari, Þorsteinn Backmann leikari og Steingrímur Ólafsson útvarps- og sjónvarps- maður. Þessi tvö fyrri ár voru mjög góð en seinni tvö árin voru vægast sagt hræðileg. Vinir mín- ir voru allir hættir í skólanum og eftir sat fólk ■ Ég hef yfirleitt verið látinn leika þess litlu, brosmildu stráka með stórt hjarta en þarna er komin svipljót kerling með ekkert hjarta. sem ég náði engu sambandi við. Ég hef sjálf- sagt verið orðinn of góður með mig á ein- hvern hátt eftir alla velgengnina og þetta fór allt í einhver andskotans leiðindi. Eg var orð- inn mjög áberandi i skólanum og var einhvern veginn sleginn til baka. Mér hafa aldrei likað slíkar aðferðir. Það fór líka mjög mikið í taug- arnar á mörgum verzlingum að ég væri söngvari í Greifunum og væri búinn að meika það á innlendan mælikvarða. Ég gafst líka bara upp fyrir þessu fólki og dró mig i hlé. Þetta er fólk sem er núna í ýmsum framboð- um fyrir Samband ungra sjálfstæðismanna og annað slíkt. Ég byrjaði í Greifunum vorið sem ég var í fimmta bekk, það er að segja á þriðja ári. Þeir höfðu frétt af því að ég kynni að syngja og báðu mig um að koma á æfingu. Ég gerði það og okkar samstarf gekk mjög vel, alveg frá upphafi. Ég man að ég var að taka stúdents- próf í efnafræði daginn eftir að við sigruðum í Músíktilraunum og urðum frægir á einni nóttu. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Það varð allt vitlaust. Fyrir keppnina létum við greiða okkur og mála og fórum i falleg og samstæð föt. Það vakti mikla athygli því á þessum tíma þótti ekki fínt að vera töff. Pönkfílingurinn var enn við lýði og það var ekkert að gerast í ís- lensku tónlistarlífi. Við fylltum upp í eitthvert tómarúm og stört- uðum nýrri bylgju sem gekk í þrjú ár á eftir og hljómsveitir núna eru enn að græða á. Sálin hans Jóns míns kom til að mynda í beinu framhaldi af Greifunum, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Greifarnir þykja ekki fínir. Menn hafa verið að reyna að skrifa okkur út úr poppsögunni og láta eins og Greifarnir hafi aldrei verið til. Það er hálfhlægilegt því að í tvö, jafnvel þrjú ár vorum við langvinsælasta hljómsveitin á íslandi. Greifarnir voru dreifbýlisband. Þeir komu allir nema ég frá Húsavík og voru búnir að upplifa sveitaböllin og þessa unglingamenn- ingu úti á landi sem við Reykvíkingarnir þekkj- „Blóöbræöur var sýning sem haföi allt til aö bera til aö slá í gegn en af einhverjum ó- skiljanlegum ástæðum geröi hún þaö ekki.“ um oft á tíðum ekki. Ungt fólk úti á landi er allt öðruvísi en ungt fólk í Reykjavík. Það lifir ó- líku lífi og Iftur framtíðina allt öðrum augum. Reykvíkingar eru gjarnir á að líta á Reykja- vík sem nafla alheimsins og miðstöð alls hér á íslandi. Það er svo margt að gerast úti á landi sem gleymist í umræðunni. Hvar eru Pláhnetan og SSSól búnar að vera í sumar? Þessar hljómsveitir eru sko ekki búnar að vera á Sólon og Rósenberg. Þær eru búnar að vera á Hvoli og Flúðum og þessum stöð- um að spila fyrir hinn helminginn af þjóðinni. Við vorum fyrst og fremst að spila tónlist sem var ætlað að höfða til krakka úti á landi en svo vildi til að krakkar í Reykjavík fóru líka að fíla tónlistina okkar. Greifarnir voru dreif- býlisband og sungu um íslenskan veruleika úti á landi. Ungiingarnir hlustuðu á okkur. Lögin okkar voru einföld og textarnir líka. Fólk gat dansað við tónlistina og sungið með. Það var það sem fólk vildi. Það var alls enginn boðskapur í okkar tón- list og ég held að fólk hafi verið mjög fegið því. Við sungum bara um stelpur og ást og svona en vorum alltaf gagnrýndir mjög mikið fyrir textana. Þeir þóttu afskaplega lélegir og þeir eru það sjálfsagt. Ef ég hefði staðið fyrir utan hljómsveitina hefði ég líklegast sjálfur sett upp einhvern vandlætingarsvip og sagt að þetta væri ofboðslega léleg tónlist, sumar- popp, en eftir að hafa lifað og hrærst í þessu og upplifað það sem átti sér stað er ég á því að þessi tónlist hafi verið nauðsynlegt innlegg á þeim tíma.“ Felix þvertekur fyrir að Greifarnir hafi átt sér ■ Síðan gerist það að ég stend í erfiðum skilnaði og þá var það Þórir sem ég leitaði til. Þá var hann til fyrir mig og til að vera vinur minn. Öll okkar samskipti urðu einhvern veginn eölileg. Við hættum að keppa hvor viö annan. einhverjar fyrirmyndir. „Kannski var klæðnað- urinn sóttur dálítið í Duran Duran en alls ekki tónlistin." Felix viðurkennir þó að hafa verið mikill Duran-aðdáandi. „Þar á undan var ég ofsalegur Bubba-aðdáandi. Ég elti allt ís- lenskt. Þegar ég var þrettán, fjórtán ára var ég að svindla mér inn á alls kyns tónleika með Purrk Pillnik, Tappa tíkarrassi og þess- um pönkhljómsveitum. Ég grét þegar Purrkur- inn hætti opinberiega á Melarokki ‘83.“ Felix brosir við minninguna. Ég þakka fyrir að hann skuli ekki fara að gráta. Hann er greinilega búinn að sætta sig við örlög Purrksins. „Núna hlusta ég mikið á Björk. Hún er nú- tímakona, listamaður framtíðarinnar. Platan hennar, Debut, er besta íslenska platan sem gerð hefur verið. Hún er geggjuð, algjörlega geggjuð. Hún sýnir okkur að við getum gert góöa hluti ef við bara trúum á okkur sjálf og ætlum okkur. Björk er öðruvisi og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Þannig eru stærstu listamennirnir, þeir fylgja sinni sannfæringu. Þannig er Björk og þannig er Bono, söngvari U2. Það þykir ekki fínt að hlusta á U2 en U2 er mín uppáhaldshljómveit. Þeir eru svo gegnheilir í því sem þeir eru að gera og miklir listamenn." Við tölum áfram um tónlist, sveitaböllin og stórtónleika 17. júní. Greifarnir urðu svo sann- arlega frægir en frægðin tekur líka sinn toll, er oft skemmtileg í fyrstu en fer síðan að verða of krefjandi. „Mér fannst athyglin, sem ég fékk, mjög erfið. Ég er ekki mikið fyrir það að opinbera mína persónu fyrir almenningi. Þeg- ar ég var söngvari i Greifunum kom ég alltaf fram sem ég sjálfur en sem leikari get ég frek- ar skýlt mér á bak við persónurnar sem ég er að leika. í sumar, þegar ég var með þættina Slett úr klaufunum í Sjónvarpinu, snerist at- hyglin aftur að mér sem persónu. Mér þótti það mjög óþægilegt." ■ Það fór mjög mikið í taugarn- ar á mörgum verzlingum að ég væri söngvari Greifanna og væri búinn að meika það á inn- lendan mælikvaröa. Ég gafst líka bara upp fyrir þessu fólki og dró mig í hlé. Haustið 1988 hætti Felix í Greifunum og fór til Edinborgar ásamt þáverandi kærustu sinni, Ásdísi Ingþórsdóttur. „Á þeim tíma langaði mig ekkert í Leiklistarskólann hérna heima. Mig langaði að komast eitthvað út. Ég fór til Edinborgar og tók inntökupróf í skóla sem heitir Queen Margareth College. Komst þar inn og var þar í leiklistarnámi í þrjú ár. Ásdís fékk skólavist í Edinborg College of Art sem er mjög virtur skóli og þar lagði hún stund á arkitektúr. Hún er reyndar enn þá úti og á eftir eitt ár í skólanum. Edinborg varö líklega fyrir valinu vegna þess að þar gátum við Ásdís bæði stundað það nám sem við höfðum á- huga á. Skólinn, sem ég fór í, var lítill og er ekki mjög þekktur. Þar af leiðandi hafði fólk voða lítinn áhuga á því sem ég var að gera. Það hljómaði svo óspennandi. Mér fannst það mjög fínt. Ég hafði gleymt mér dálitið í öllum ególeiknum í kringum hljómsveitina. Þegar ég kom út, þar sem enginn þekkti mig, gat ég byrjað algjörlega upp á nýtt.“ Þú hefur veriö alveg nógu góður í ensku til að stunda leiklistarnám í Skotlandi? „Það var rosalega erfitt til að byrja með. Ég þurfti að þola miklar háðsglósur. Skotarnir eru miklir háðfuglar og notuðu hvert tækifæri til að gera grín að mér. Þegar við byrjuðum að leika á öðru ári gat ég svo gefið þeim langt nef því ég fékk öll bestu hlutverkin. Ég náði framburðin- um aldrei alveg enda lagði ég mig aldrei neitt sérstaklega eftir því. Ég vissi að mín sérstaða var að ég var útlendingur og ég ætlaði ekki að fara að þykjast vera einhver Breti. Ef ég kem til með að vinna einhvern tímann í Bretlandi 18VIKAN 22. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.