Vikan - 04.11.1993, Síða 30
VIÐTAL
VIÐTAL: VALGERÐUR KATRÍN JÓNSDÓniR
UÓSM.: BRAGIÞ. JÓSEFSSON O.FL.
„MÉR
HEFUR
VERIÐ
BÆTT
ALLT
MÓT-
LÆTI í
LÍFINU"
r
\ 40 ár var Asrún
lífsförunautur
Arons í Kauphöllinni
Hann sagðist eiga bestu konu í heimi,
besta hús og besta garð í Reykjavík,
fallegasta bílinn í bænum og sumar-
bústað á fegursta stað á Suðurlandi. Hann
var öðrum þræði framsýnn fjármálamaður en
hins vegar Ijóðelskur blómaræktarmaður. Nú
er hann genginn á vit feðra sinna og konan
hans, besta kona í heimi, búin að gefa Skóg-
rækt ríkisins sumarbústaðinn á fegursta stað
á Suðurlandi. Þó hann hafi verið landsþekktur
maður þekktu færri konuna hans en hún var,
eins og margar konur af hennar kynslóð, kon-
an á bak við manninn. Ásrún Einarsdóttir
heitir hún og var í um fjörutíu ár lífsförunautur
Arons Guðbrandssonar.
Hún býr enn á sama stað, á Grenimelnum,
í besta húsi í heimi eins og Aron lýsti því. Hún
tekur vel í beiðni blaðamanns Vikunnar um að
fá að ræða við hana um lífshlaupið. í stofunni
er dúkað borð hlaðið góðgæti að gömlum sið,
dúkinn saumaði móðir hennar sem hún missti
aðeins fjögurra ára gömul.
„Ég er fædd og uppalin í Þingeyjarsýslu,
fæddist á Einarsstöðum í Reykjadal. Við Einar
á Einarsstöðum vorum systkinabörn. Mamma
hét Anna Haraldsdóttir og pabbi Einar Guð-
mundsson. Mamma lést af barnsförum þegar
ég var fjögurra ára og barnið dó líka. Mamma
var níu árum eldri en pabbi, hann var rúmlega
tvítugur þegar ég fæddist og hún tæplega
þritug. Hún átti erfitt með að eiga börn, að
minnsta kosti gekk henni ekki vel að fæða
mig því að ég var tekin með töngum. Móður-
30 VIKAN 22.TBL. 1993