Vikan - 04.11.1993, Síða 33
- Hefur líf þitt ekki breyst mikiö eftir aö
hann lést?
„Jú, viö vorum svo mikið saman og svo
samrýmd. Við áttum engin börn saman. Aron
dó í nóvemberlok 1981 og var jarðaður 1.
desember. Hann fékk hvítblæði og var búinn
að liggja í um þrjá mánuði á sjúkrahúsi áður
en hann lést á Landspítalanum, þá sjötíu og
sex ára gamall. Aron var mór allt. Mér fannst
hræðilega erfitt að missa mömmu á sínum
tíma, ég man ég grét mikið I lengri tíma á eft-
ir. Aron var mín fjölskylda og ég man hann
sagði eitt sinn: Ég veit ekki hvað hefði orðið
um mig ef ég hefði misst móður mína. Sam-
bandið milli hans og móður hans var alla tíð
mjög náið og gott. En maður á ekki heimtingu
á öllu í lífinu, þegar Aron dó var ég orðin
þroskuð kona. Eg var alveg hissa á því hvað
ég var sterk þegar ég var að koma að heim-
sækja hann upp á spítala því ég hef ekkert
verið þannig. Sjáðu, ég skal sýna þér mynd af
honum sem var tekin skömmu áður en hann
dó." Og hún bendir á mynd á veggnum, tekur
svo fram fjölskyldualbúmið og við rennum í
gegnum það.
Þarna má sjá myndir af Ásrúnu í túnfætin-
um á Stórulaugum, myndir af þeim Aroni og
gestum þeirra í sumarbústaðnum. „Þar var oft
glatt á hjalla, við lifðum góðu lífi og þangað
komu vinir okkar að heimsækja okkur. Aron
hló oft svo hátt að það bergmálaði í öllu ná-
grenninu. Sjáðu blómin hérna við gluggann,
þetta ræktaði Aron allt sjálfur. Hann var mikill
áhugamaður um blómarækt." Á næstu mynd
má sjá Aron vera að klippa Jóhannes í Borg.
„Jóhannes var eitthvað að kvarta yfir því að
hann þyrfti að fara að klippa sig og Aron svar-
aöi að bragði að hann skyldi sjá um það! Það
voru ekki margir sem vissu að hann var lærð-
ur rakari og vann við það um tíma."
Nei, þeir eru færri sem þekktu til fortíðar
fjármálamannsins sem Aronskan er kennd
við. í bókinni Menn sem ég mætti eftir Vil-
hjálm S. Vilhjálmsson segir frá barnæsku
Arons en hann ólst upp við þröngan kost í
húsi sem kallað var Merkigarður á Eyrar-
bakka. Hann fór til Reykjavíkur að læra
rakaraiðn, gætti vel launa sinna og keypti svo
heilt hús handa foreldrum sínum og systkin-
um. En þá gripu örlögin ( taumana og hann
fékk berkla og fór utan, á Sölleröd Sanatorium
og dvaldi þar í tvö löng og erfið ár. Þar kynnt-
ist hann gyðingi sem setti hann inn í fjármála-
lífið sem átti svo hug hans upp frá því.
HEIMILISSTÖRF
„Það voru margir sem héldu að Aron væri
ráðríkur og aðhaldssamur í fjármálum heima
fyrir en það var öðru nær. Hann var höfðingi
við sitt fólk og ég réð öllu sem ég vildi ráða.
Hann var alltaf mjög fágaöur og kurteis við
mig og ef ég bar eitthvað upp varðandi heimil-
ið sagði hann bara að ég skyldi hafa það eins
og ég vildi. Hann var alltaf að hrósa mér fyrir
heimilið, ég veit svo sem ekki hvort ég hefði
lagt svo mikla vinnu í þetta ef hann hefði ekki
verið svona jákvæður. Hann var alltaf ánægð-
ur með allt sem ég gerði."
íbúðin, sem þau Aron fluttu í fyrir tæpum
fimmtíu árum, er stór og rúmgóð, um 160 fer-
metrar og þar eru öll þægindi, án íburðar. í
eldhúsinu eru heimilistæki sem hafa verið
sjaldséð á fimmta áratugnum, stór amerísk
eldavél og uppþvottavél. Við hliðina á svefn-
herberginu er lítið herbergi sem Ásrún notar
Asrún og Aron á Spáni.
núna sem vinnuherbergi. Þar má sjá útsaum-
aða púða og fleira í þeim dúr, húsmóðirin á
heimilinu kann greinilega vel til verka I þeim
efnum.
„í þessu herbergi bjó móðursystir Arons,
hún Elín Aronsdóttir, í tólf ár. Hún var fædd
1870 og lést 1955. Þegar við giftum okkur
sagði Aron að hann myndi aldrei láta Elínu frá
sér, hún hefði reynst fjölskyldunni vel og fórn-
að sér fyrir hana. Elín var sérkennileg kona
að mörgu leyti, Ijómandi greind og það var
verulega ánægjulegt að hafa hana hér á
heimilinu. Einhvern tíma vorum við að ræða
um það að ef hún færi á undan mér þá myndi
hún heimsækja mig og láta vita af sér. Ég hef
alltaf verið berdreymin og bjóst við að hún léti
til sín heyra í draumi eftir að hún lést. En ekk-
ert gerðist. Um það bil ári eftir andlát hennar
er ég að segja við Aron að ég skilji ekkert I
því að hún Elín skuli ekki gera vart við sig.
Skömmu síðar dreymir mig Elínu. Ég spyr
hana hvort hún sé komin til að sjá herbergið
sitt. Nei, segir hún, ég er komin til að gefa þér
gjöf. Hvað er það? spyr ég. Hún svarar og
segir að ég verði að finna út úr því sjálf.
Skömmu síðar hringir í mig kona utan af
landi og biður mig um að fara með bréf til
Ragnhildar miðils í Tjarnargötunni. Ég hafði
heyrt um Ragnhildi en aldrei farið þangað
áður. Þegar ég kom þangað var fólk hjá henni
á biðstofunni. Þegar Ragnhildur sér mig segir
hún: Mikið er þessari gömlu konu hlýtt til þín -
og lýsir Elínu gömlu, biður mig svo um að
bíða þar til fólkið sé farið því hún þurfi að tala
við mig. Þegar ég kem inn til hennar spyr ég:
Fyrst þessari gömlu konu er svona hlýtt til
mín, viltu þá spyrja hana hvað hún hafi ætlað
að gefa mér - og segi frá draumnum. Ragn-
hildur svarar að gömlu konunni þyki vænt um
að ég hafi orðið hennar vör og hún ætli að
gefa mér styrk. Ég hafði alla tíð kvalist af
myrkfælni, gat aldrei verið ein og þurfti alltaf
að sofa við Ijós. En eftir þetta hvarf myrkfæln-
in algjörlega og ég hef ekki fundið fyrir henni
síðan. Þetta hefur verið tekið algjörlega frá
mér. Svo það er óhætt að segja að gamla
konan hafi launað fyrir sig.
Mig hefur dreymt Elínu oftar, eitt sinn
dreymdi mig hana og var hún þá mjög þurr á
manninn. Þegar ég vaknaði mundi ég eftir að
hún hefði átt afmæli og því hafði ég gleymt!"
- Hefur þig dreymt Aron eftir aö hann dó?
„Nei, mig hefur aldrei dreymt hann en mig
dreymdi fyrir veikindum hans."
Hún er ánægð með líf sitt. „Ég er ekkert
einmana því það er svo gott fólk sem býr hér í
húsinu hjá mér. En mér finnst margt hafa
breyst til verri vegar eftir stríð enda man ég
eftir að Aron hafði orð á því að það færi ef-
laust allt úr böndunum þegar peningar færu
að streyma til landsins. Hann var framsýnn
maður og setti meðal annars fram þá hug-
mynd fyrir um fjörutíu árum að það yrði komið
á fót sameiginlegri mynt hjá Evrópuþjóðum og
hann var einnig með hugmyndir um víðtækt
verslunarfrelsi án tollmúra.
Ég vorkenni mörgu fólki núna og börnin eru
oft bandvitlaus hjá sumu fólki en það held ég
að sé uppeldinu að kenna. Það fara margir
mjög iila með peninga. Á Stórulaugum, sem
var efnað heimili, var farið vel með peninga.
Hallfríður lét þó eitt og annað eftir okkur, það
var til dæmis keyþt orgel til að við lærðum að
spila og einu sinni fékk hún mann til að keyra
okkur í bifreið um sveitina fyrir tvær krónur.
Það var há upphæð í þá daga og fólk hafði
orð á því að hún gerði okkur vitlausar af
eftirlæti."
Ásrún er nú komin á áttræðisaldur en hún
er ung og kvik í hreyfingum og það er bjart yfir
henni. Hún fór í aðgerð vegna gallsteina fyrir
skömmu og lagði við það af um nokkur kíló og
er því farin að nota aftur gömlu kjólana sína
sem hún saumaði sjálf fyrir nokkrum áratug-
um. Aron var duglegur aö tjá henni ást sína
með Ijóðum og gjöfum, á borðinu er silfurskál
sem hann gaf henni í silfurbrúðkauþsgjöf og
var hún þá full af ferskum ávöxtum. Þegar
þau höfðu verið gift í þrjátíu ár var þessi vísa
kveðin:
Þú hefur meira en 30 ár
þraukaö meö mér svona.
Bæöi gegnum bros og tár
biíö og indæl kona.
Og svo þessi vísa:
Forsjónin á fjörur mínar
foröum sendi þig.
Hjartað bæöi og hendur þínar
hugsa best um mig.
Það er kominn tími til að kveðja og þakka
fyrir sig. Margrét systir hennar Einarsdóttir er
komin í heimsókn. Þegar hún fréttir af viðtal-
inu vill hún bæta við að hún hafi ekki vitað
nokkurn mann sem bar jafnmikla virðingu fyrir
konu sinni og Aron. „Enda bjó hún honum
mjög gott heimili, hefur alltaf verið annáluö
fyrir myndarskap og var honum mikill stuðn-
ingur því hún er svo sterkur karakter."
Ásrún gerir lítið úr þessu, segir fólk gera allt
of mikið að því nú til dags að hæla sjálfu sér.
Það hafi þau ekki gert, fólkið á Stórulaugum
sem hún hefur mótast af. Hún segir að sig
langi til að enda þetta spjall með Ijóðlínum eft-
ir Aron en þær hljóða svona: „Nú bið ég þig,
drottinn, að blessa þann stað sem bernsku-
sporin mín geymir." Og við kveðjum þessa á-
gætu konu. □
22. TBL. 1993 VIKAN 33