Vikan


Vikan - 04.11.1993, Qupperneq 36

Vikan - 04.11.1993, Qupperneq 36
SMASAGA MARÍA JENSEN ÞÝDDI. FÖLSKUM FORSENDU Mig langar til aö njóta ásta meö þér,“ muldraði Philip um leiö og hann strauk hendinni eftir lærinu á mér og kyssti mig mjúklega á hálsinn. „Mig langar líka til aö vera meö þér,“ hvfsl- aöi ég og þaö tór dálítill hrollur um mig. „En ég get það ekki - ekki strax.“ Phil hallaði sér aftur ( sófanum og strauk hárlokk frá enninu á mér. „Má ég spyrja þig að svolitlu?" „Auövitaö," sagöi ég og vonaði að hann spyrði mig ekki spurningarinnar sem ég haföi alltaf kviðið fyrir - spurningarinnar sem ég haföi veriö að forðast árum saman og gæti lagt framtíð mína f rúst og komið í veg fyrir að ég nyti þeirrar hamingju sem ég hafði ætlað að njóta með manninum sem ég elskaði. „Ég meina - þú þarft ekki að svara. Mér kemur þetta raunar ekkert við. Það breytir engu um tilfinningar mínar til þín. Ég var bara að velta þessu fyrir mér. Er ég - verð ég sá fyrsti?" Ég náfölnaði og fékk ógurlegan hjartslátt. Mig langaði til að horfast í augu við Philip og segja honum sannleikann - en ég gat það ekki. Ég leit niður í kjöltu mér og fitlaði viö sauminn á gallabuxunum mínum. „Já, Philip. Ég er hrein mey,“ skrökvaði ég. Það var beiskt bragð af orðunum. Mig lang- aði til að taka þau til baka. Afmá þau. En þau voru komin út og héngu í loftinu eins og fúl ilmvatnslykt. „Ó, Lexie,“ sagði Phil og vafði mig örmum. „Þú þarft ekki að fara hjá þér. Horfðu á mig. Mér finnst það dásamlegt. Þú átt ekki að skammast þín fyrir að vera hrein mey. Ég vona bara að ég geti gert fyrsta skiptið þitt dá- samlegt. Á brúðkaupsnóttina auðvitað," flýtti hann sér að bæta við. „Ég fer ekki að spilla þér svona stutt frá markinu." „Það væri hræðilegt,1' sagði ég og reyndi að hlæja með en hláturinn varð eins og hálfkæft kjökur. Phil virtist til allrar hamingju ekki taka eftir því. „Ég ætlaði að bíða með að gefa þér þetta þangað til á afmælisdaginn þinn en núna er rétta tækifærið,11 sagði hann um leið og hann stakk hendinni í vasann og tók upp litla öskju. Hann lyfti lokinu, tók upp fallegan demants- hring og renndi honum á fingur mér. „Alexa, viltu verða konan mín?“ spurði hann blíðlega. „Ó, Phil," hvíslaði ég. Hringurinn var stór- kostlegur - með einum stórum demanti sem glampaði f skini lampans. Undir öðrum kring- umstæðum hefði þetta verið mesta hamingju- stund ævi minnar; ég hefði verið himinlifandi. Beiskt bragð lyginnar var bara enn á tungunni á mér. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,11 sagði ég. „Þú þarft ekki annað en segja já,“sagði hann. Þegar ég leit niður á hringinn fann ég að ég vildi verða konan hans Philips. Ég var eins viss um það og ég hafði verið um nokkurn hlut. Ég vissi aiveg frá byrjun að hann var sér- stakur, að hann var maðurinn fyrir mig. Ég leit upp á laglega andlitið hans og þá rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá hann fyrst. Hádegistörnin á veitingastaðnum var nýbú- in og ég var uppgefin. Það var eins og hver einasti bæjarbúi hefði ákveðið að nýta sér til- boð dagsins. Mig verkjaði í bakið og mér var illt í fótunum. Ég hlakkaði til að komast heim í heita sturtu og slappa af fyrir framan sjónvarp- ið. í sama bili og ég stakk lyklinum í skrána heima var ég ávörpuð. „Afsakið, ungfrú?11 Ó, nei, hugsaði ég. Einn sölumaðurinn enn. Ég var ekki í skapi til að kljást við ágengan sölumann. „Já,“ sagði ég kuldalega og hélt áfram að snúa lyklinum. „Fyrirgefðu að ég trufla þig en ég var að flytja í íbúöina við hliðina,11 hélt röddin áfram. Eg leit um öxl og sá þá myndarlegan og laglegan mann með geislandi augu. Hann var hár og vel vaxinn. „Ég þarf að komast í síma. Þú getur víst ekki sagt mér hvar næsti símaklefi er?“ „Bíðum nú við,“ sagði ég á meðan ég reyndi að muna hvar símaklefinn í blokkinni var. „Viltu ekki bara nota minn?11 „Ef það er ekki of mikil fyrirhöfn.11 Lykillinn small loksins og við gengum inn til mín. Ég benti honum á símann og setti veskið mitt á eldhúsborðið. Það var sþennandi að fá svona laglegan mann í næstu íbúð. Ég vildi að ég hefði gefið mér tíma til að fara úr ein- kennisbúningnum áður en ég lagði af stað heim. Hann á örugglega kærustu hvort sem er. Ætli hann sé ekki einmitt að hringja til hennar, sagði ég við sjálfa mig. Eins og til að staðfesta hugsanir mínar heyrði ég manninn segja: „Jæja, ég verð að flýta mér. Ég elska þig. Bless.11 Hann lagði tólið niöur. „Þakka þér fyrir. Mamma hefur áhyggjur af öllu. Hún þarf alltaf að vita að ég sé óhultur. Hún þolir það ekki þegar ég er að flytja og hún nær ekki í mig f sírna.11 „Mömmur eru allar eins,“ sagði ég og brosti. „Fyrst minnst er á mömmur - þá kenndi mín mér mannasiði, hvort sem þú trúir því eða ekki. Leyfðu mér að kynna mig. Ég heiti Philip Renwick.11 „Það gleður mig að kynnast þér, Philip. Ég heiti Alexa Irving, kölluð Lexie.11 Við Philip spjölluðum saman í nokkrar mín- útur í viðbót. Það var gott að tala viö hann. Áður en ég vissi af var ég búin að samþykkja að fara með honum út að borða og á bíó. Eg skellti mér í sturtu, klæddi mig í fín föt og bankaði svo hjá honum. Áður en kvöldið var búið var ég orðin ástfangin... Phil var dásamlegur - hann hafði allt það til aö bera sem prýða mátti einn mann. Hann hafði alist upp í smábæ og var mjög hreinn og beinn og jarðbundinn. Hann gladdist af litlu til- efni - vorrigningarskúr, börnum að leik, gönguferð (fjörunni, bréfi frá vini. Hann unni starfi sínu hjá slökkviliðinu og f hjáverkum kenndi hann fötluðum börnum á rúlluskauta. Hann var virkur í kirkjunni og stundaði íþróttir. Það besta af öllu var að Phil reyndi ekki að komast í rúmið hjá mér. Ég hafði eiginlega aldrei verið á föstu með strák af því ég var svo lokuð. Reyndar gat ég ekki hugsað mér að láta snerta mig. Phil var ólfkur öðrum. Hann kyssti mig ekki einu sinni fyrr en við vorum búin að vera sam- an í mánuð en þegar hann gerði það var það fullkomið. Við höfðum farið (Tivolí um kvöldið. Ég hafði ekki farið þangað síðan ég var Iftil stelpa og mér fannst ógurlega gaman. Við sátum efst í parísarhjólinu og horfðum á Ijósin fyrir neðan þegar Phii þrýsti vörum sín- um blíðlecja að mínum. Það fór heitur hrollur um mig. Eg endurgalt kossinn og hjúfraði mig að honum. Hann fór að kyssa mig af meiri á- kefð þangað til ég stóð á öndinni. Þá hreyfðist hjólið og við vorum komin aftur niður á jörðina - í líkamlegum skilningi að minnsta kosti. Það var svo eðlilegt að vera með Phil. Ég var aldrei vandræðaleg í návist hans. Ég vissi að hann var maðurinn sem ég vildi eyða æv- inni með. Þess vegna sagði ég honum að ég væri hrein mey. Það var ekki vegna þess að ég vildi ekki að hann vissi að ég hefði kynnst kynlífi - ég vissi að hann sætti sig alveg við það. Vandinn var sá aö ef ég segöi honum það vildi hann kannski vita hver elskhugi minn hefði verið - og það var leyndarmál sem ég gat ekki sagt neinum - sérstaklega ekki Phil. Ég ólst upp í stóru, gamaldags húsi með hvitri girðingu, tvöföldum bílskúr og litlum grænmetisgarði með blómabeðum í kring. Álmtré stóðu meðfram allri heimkeyrslunni og litill lækur rann gegnum bakgarðinn. Stór róla hékk á veröndinni fyrir framan húsið. Á sumrin sat ég i rólunni og horfði á eldflugurnar lýsa í myrkrinu. Pabbi var prófessor í sögu og kenndi í há- skólanum; mamma hugsaði um húsið og garðinn og okkur Toby, bróður minn. Við Toby vorum í skátunum, alls konar íþróttum og lærðum á píanó. Við fórum í sunnudagaskól- ann í hverri viku, söfnuðum dósamat fyrir fá- tæka og tókum meira að segja að okkur gamla konu á elliheimilinu. Við vorum fulikom- in fjölskylda - fyrir utan eitt. Toby misnotaði mig kynferðislega frá þvf ég var fimm ára og þangað til ég varð tólf ára. Ég gleymi aldrei fyrsta skiptinu sem hann kom inn í herbergið mitt. Ég hnipraði mig sam- an undir sænginni með bangsann minn og eft- irlætis dúkkuna. Ég heyrði fótatak í ganginum og svo marraði í hurðinni hjá mér. Dyrnar opn- uðust hægt og ég sá móta fyrir Toby í dyra- gættinni. Síðan skreið bróðir minn upp í rúm til mín og fór að strjúka mig. Ég varð hrædd og sagði ekki orð. Ég klemmdi aftur augun og þóttist 36 VIKAN 22.TBL. 1993
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.