Vikan - 04.11.1993, Side 51
jgjgHg sá þessi efni fyrst þegar ég flutti til
Danmerkur og féli samstundis fyrir þeim,
Btasegir Elsa María Ólafsdóttir sem var að
opna vefnaðarvöruverslunina GOTT [ EFNI í
húsi Guðlaugs A. Magnússonar á Laugavegi
22 A. Elsa María er nýflutt heim ásamt fjöl-
skyldu sinni eftir sjö ára búsetu í Kaupmanna-
höfn þar sem hún útskrifaðist sem handa-
vinnukennari fyrir fullorðna frá Hándarbejdets
Fremmes Seminarium. Hún lærði þar fata-
saum, tauþrykk og vélprjón. Efnin, sem hún
talar um, kallast „Skipper stoffer", þau eru
fyrst og fremst unnin úr bómull og njóta mikilla
vinsælda í Danmörku.
„Ég saumaði mikið úr þeim á krakkana
mína og sjálfa mig meðan ég var f námi,“
heldur Elsa María áfram. „Hugmyndin að þvf
að fara að versla með þau kviknaði þó ekki
fyrr en fjölskyldan fór að hugsa til heimferðar.
Þá byrjaði ég nefnilega strax að sakna þeirra
fyrirfram því Skipper-efnin hafa ekki fengist á
íslandi fyrr en núna. Fyrirtækið, sem framleiðir
efnin, er að mörgu leyti mjög sérstakt. Það er
í eigu hjónanna Gert og Ingu Midttun og þau
reka aðeins eina verslun í Kaupmannahöfn
því þrátt fyrir alla möguleika á að breiða sig út
um allt leggja þau mikla áherslu á að halda
starfseminni innan fjölskyldunnar. Þau vilja að
stemmningin í kringum fyrirtækiö sé heimilis-
leg og hugguleg og einblína á gæði fremur en
aö fara út í ópersónulega fjöldaframleiðslu.
Ég vissi af þessu þegar ég arkaði á fund
Gerts og spurði hvort væri nokkur möguleiki á
að fá umboð til að selja efnin þeirra á íslandi.
Eftir að hafa síðan fullvissað þau um að ég
hefði hug á að starfa i svipuðum anda fékk ég
sem sagt þetta umboð. Þetta var fyrir tæpum
þremur árum.
Ég útskrifaðist svo úr handavinnukennara-
skólanum í febrúar í fyrra. Það var nánast
vonlaust fyrir mig að fá eitthvað að gera í fag-
inu f Danmörku, atvinnuleysið er svo mikið
þar, en ég kenndi þó eitt misseri á kvöldnám-
skeiði á vegum verkalýðshreyfingarinnar i
Herlev, einu af úthverfum Kaupmannahafnar.
Hins vega gera Danir mikið fyrir þá sem vilja
hafa eitthvað fyrir stafni á meðan þeir eru at-
vinnulausir og ég fór því á ýmis námskeið
sem tengjast rekstri fyrirtækja til að búa mig
undir aö opna þessa verslun. Þannig gat ég
meira að segja farið í eins konar starfsnám í
Skipper-búðinni til að kynna mér nákvæmlega
þann rekstur sem ég haföi áhuga á.“
Ætla mætti að það væri mikil bjartsýni að
stofna svona verslun á þessum síðustu og
verstu krepputímum. „Ég hef alltaf verið bjart-
sýn en hvort bjartsýnin er of mikil varðandi
verslunina verður bara að koma í Ijós. Ég fer
út þetta vegna þess að ég trúi því að fleiri en
ég muni hrífast af þessum efnum. Sauma-
skapur til eigin nota hefur alltaf verið tölu-
verður hér á landi og ég held hann eigi eftir
aö fara vaxandi fremur en hitt. Það er hag-
kvæmt til lengri tíma litið að sauma á sig
sjálfur og það er skemmtilegt, fyrir nú utan að
maður getur verið nokkuð viss um að mæta
ekki einhverjum í nákvæmlega eins fötum
hvar sem maöur kemur. Gott í efni verður
heldur ekki einungis vefnaðarvöruverslun,
hér verður líka boðið upp á saumanámskeið
og ýmislegt fleira er á prjónunum," segir Elsa
María og lætur allt krepputal sem vind um
eyru þjóta. □
Lausnarorö sföustu krossgátu: SÓLARLAG
22.TBL. 1993 VIKAN 51
VERSLUN