Vikan


Vikan - 04.11.1993, Page 52

Vikan - 04.11.1993, Page 52
MATUR DEIG: 100 g jurtasmjörlíki 125 g hveiti 1 matskeið kalt vatn FYLLING: 1 kg græn epli 1 dl sykur 1 teskeið kanill PENSLUN: Hrærð eggjahvíta Hitið ofninn í 225 gráður á Celsíus. Myljið smjörlíkið saman við hveitið. Setjið vatn- ið út í og hnoðið rösklega saman. Kælið í klukkustund. Afhýðið eplin, skerið þau í litla báta og stráið á þá kanil og sykri. Skiptið því næst deiginu í tvennt. Fletjið deigið á hveitistráðum borðfleti þannig að báðir hlutarnir verði aðeins stærri að ummáli en kökufatið. Leggið síðan annan hlutann í smurt, elfdfast tertu- form. Setjið þvf næst eplin ofan á og breiðið loks hinn helminginn yfir. Þrýstið með fingri ofan á brúnina þannig að hún verði bárulaga. Klippið nokkur loftgöt í yfirborðið með skærum. Penslið deigið með hrærðri eggjahvítu og stráið kanil yfir. Bakið á grind í miðjum ofni í 30-40 mínútur. Berið eplakökuna fram ný- bakaða með ís eða þeyttum rjóma. □ 52 VIKAN 22. TBL.1993

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.