Vikan - 04.11.1993, Síða 60
FORÐUN
Hér má
sjá hand-
bragö Ásu
Sifjar. Hún
hefur
málað
líkama
tveggja
þannig að
úr verður
þessi
kunnug-
lega sjón:
kókflaska
og pylsa.
▼ Nem-
endur
skólans
láta hug-
mynda-
flugið
ráöa i
verkefna-
vali.
an fjögur. Við lærðum leikhús-
förðun, kvikmyndaförðun, Ijós-
myndaförðun og líkamsmáln-
ingu eða fantasíuförðun eins
og hún er oft kölluð."
- Hvaða förðun hefur þú
mest gaman af?
„Ljósmyndaförðun. Svo er
líka spennandi að mála heilu
kroppana."
- Kanntu líka að búa til sár
með farða?
„Já, já, skotsár og bruna-
sár. Það er mjög gott að hafa
lært það en mér finnst hitt
samt skemmtilegra.
- Erþetta heimavistarskóli?
„Nei. Eigandi skólans hjálp-
aði mér að finna herbergi sem
ég leigi. Hún er mjög hjálpleg
við nemendur sem koma
langt að, svo sem frá Noregi,
Svíþjóðog íslandi."
- Hvernig líkaði þér skól-
inn?
„Mjög vel. Hann er mjög
skemmtilegur og líka vel
kynntur þarna og mikið leitað
til nemendanna til að farða
fyrir alls kyns sýningar, bæði
leik- og tískusýningar."
- Fékkst þú líka að reyna
Þig?
„Já, já. Skemmtilegasta
verkefnið, sem ég fékk, var
samt eftir að skólanum lauk.
Þá langaði mig að reyna fyrir
mér með vinnu þarna frekar
en að koma strax heim og
bauðst að farða fyrir leikrit eft-
ir H.C. Andersen sem heitir
Snjódrottningin. Það var svo-
lítið sérstakt því það var leikið
á skautum, í skautahöll. Ég
hafði mjög gaman af því.“
- Er auðvelt að fá vinnu við
förðun í Óðinsvéum?
„Ja, kannski ekkert mjög,
ekkert frekar en hér heima. Á
íslandi er alltaf verið að út-
skrifa fleiri og fleiri en verkefn-
unum fjölgar ekki að sama
skapi. Nemendur skólans í
Óðinsvéum fara vfða að loknu
námi; sumir til Kaupmanna-
hafnar og vinna með Ijós-
myndurum og aðrir eitthvað
annað. Annars er alltaf eitt-
hvað um verkefni í Óðinsvé-
um, til dæmis farðaði ég
nokkrar brúðir og það var
mjög gaman.“
- Varþaðnóg?
„Ég fór reyndar á atvinnu-
leysisbætur um tíma en var
mikið uppi í skóla og æfði
mig. Við máluðum alls kyns
fantasíuförðun og líkamsförð-
un og fórum svo út á götu og
sýndum. Skólinn er við liflega
göngugötu og þetta var
skemmtileg vibót á mannlífið
þar. Svo vinnur Ijósmyndari í
tengslum við skólann. Hann
myndar verkin okkar og við
söfnum í möppu, sem hjálpar
okkur við að fá önnur verk-
efni.“
- Er keppt í förðun í Dan-
mörku eins og hérheima?
„Já. Nemendur úr skólan-
um unnu Danmerkurkeppnina
bæði árið 1990 og 1993.“
- Tókstþú þátt í kepþninni?
„Nei, ég var ekki búin með
skólann og maður verður líka
að eiga lögheimili í Danmörku
til að taka þátt í keppninni. Ég
tók aftur á móti þátt í sýningu í
tengslum við keppnina. Skólinn
var með eitt atriði og ég málaði
líkamsmálningu uppi á sviði.“
Þrautseigja Ásu Sifjar borg-
aði sig. Eins og áður sagði
hélt hún sig mikið í skólanum
og æfði sig. Æfingin skapar
líka meistarann, segir mál-
tækið, og nú má segja að hún
sé orðin meistari. Hún fékk
nefnilega gott tilboð sem hún
þáði með þökkum.
„Já, mér bauðst að gerast
kennari við skólann. Ég verð
einn af þremur kennurum og
kenni Ijósmyndaförðun. Svo
hjálpa ég eigandanum við eitt
og annað. Þar kemur sér
mjög vel að vera búin að læra
snyrtifræði. Námskeiðið í vet-
ur verður í fjóra rnánuði."
- Veröa einhverjir íslend-
ingar í skólanum í vetur?
„Ég veit það ekki. Það væri
skemmtilegt.“
Ása Sif er ekkert á leið
heim til íslands, en skyldi hún
aldrei fá heimþrá? „Auðvitað
fæ ég heimþrá annað slagið
en mér líkar mjög vel í Óðins-
véum. Það er mjög vinalegur
bær. Danir eru líka elskulegir
og hjálplegir og til dæmis voru
þeir mjög viljugir að bjóða mér
heim þegar ég var úti um síð-
ustu jól. Annars hefði verið
dapurlegt að eyða jólunum
svo langt frá fjölskyldunni."
- Hverjir eru framtíðar-
draumarnir?
„Ég hlakka til að vinna við
kennsluna í vetur og kannski
áfram en draumurinn er að fá
starf við Ijósmyndaförðun í
Kaupmannahöfn." □