Vikan


Vikan - 21.03.1994, Síða 11

Vikan - 21.03.1994, Síða 11
FERÐIN TIL INDLANDS Indland er byggt af mörgum ólíkum þjóðum, með átján megintungumál, eg þúsundir mállýskna. Enska er þó ann- að oþinbera málið og hindi hitt en vegna flokkadrátta tala þjóðirnar ensku innbyrð- is. Indverjar reka sterka ein- angrunarpólitík og flytja ekk- ert inn. Þeir framleiða þann- ig alla sína bíla sjálfir; keyptu gamla bílaverksmiðju frá Englandi og þær tvær eða þrjár tegundir af bílum sem til eru, eru eins og bílar voru 1950. Japanskar græjur og evrópskur neysluvarningur fást hvergi, heldur er allt framleitt af heimamönnum. Plastpokar sjást ekki, heldur nota Indverjar taupoka og eru snillingar að binda pinkla. „Það fyrsta sem ég tók eft- ir þegar óg kom til Indlands, var að fólk brosti ekki,“ segir Magnús. „Indverjar eru enn- þá sárir yfir meðferð Breta á þeim og ég varð var við að vera ekki afgreiddur á lestar- stöðvum þótt röðin væri komin að mér og að vera lát- inn finna fyrir því á ýmsan hátt að maður hefði nú engin forréttindi. Þar er þó mikil reisn yfir mörgu. Indverjar eru listrænir í sér og þar er glæsileg byggingarlist og gott handverk. Hins vegar eru þeir mjög kuldalegir og því ekki alltaf þægilegt að vera ferðamaður þar. Á móti kemur að þar er ódýrt að vera, þokkalegt hótel kostar um 200 krónur nóttin og nánast ekkert kostar að borða.“ Magnús segist hafa haft sérlega gaman af því að koma í virkið Dansborg á Suður-lndlandi, sem Danir reistu á miðöldum og er nú safn. Fyrsti íslendingurinn sem kom til Indlands svo vit- að sé, Jón Ólafsson Indía- fari, dvaldi þar langdvölum á sautjándu öld og fyrsta sendibréf sem sent er frá Indlandi til íslands, sendi Jón bróður sínum frá þessu virki. TAJ MAHAL OG SÖGULEGAR MENJAR „Eitt minnisstæðasta atvikið úr Indlandsferðinni var að skoða Taj Mahal sem er grafhýsi yfir Mahal drottn- ingu og stendur í borginni Agra. Þangað fórum við fyrsta kvöldið okkar í borg- inni, tungl var fullt og sýnin eins og út úr ævintýri. Bygg- ingin var eins og hún væri úr loftkenndu efni og svifi í fögr- um garðinum umhverfis. Þar inni voru nokkrir ferðamenn og öll hljóð endurómuðu í marmarahvelfingunni," segir Magnús. Þrátt fyrir alla rómantík og sögulegar menjar, segir Magnús afar erfitt að ferðast um Indland. Samgöngur eru erfiðar, lestarnar eru frá síð- ustu öld, hæggengar og hristast illa svo ekki er um neina hvíld að ræða á löng- um leiðum. Fólk fer helst ekki í rútu nema brýna nauð- syn beri til, það er hreinlega stórhættulegt, því farartækin eru léleg, vegirnir slæmir og bílstjórarnir kolbrjálaðir. Mannfjöldinn er slíkur að hver einasta lest er troðin. „Það er ógerningur að vera einn, nema loka sig hrein- lega af en um leið og komið er út ertu í mannþröng með tilheyrandi hávaða og ólykt," segir Magnús. „Við ferðuðumst yfirleitt á fyrsta farrými, því annað var eiginlega ekki hægt. Á einu lestarferðalagi hitti ég að- stoðarritstjóra dagblaðs í Madras, sem bauð okkur heim. Maður hefði haldið að aðstoðarritstjóri hjá stóru, virtu dagblaði í milljónaborg byggi vel og hann bjó í 120 fm íbúð í þokkalegu úthverfi - en í henni bjuggu tólf manns! Amman og afinn, börnin og systkinin og kon- an. Þarna var bókaskápur og ein ritvél en svo var eldað á opnum eldi. Það var eng- inn ísskápur en sjónvarp og sími og það var allt og sumt. Það var borðað og sofið á gólfinu eins og Indverjar gera. Eini lúxusinn var sjón- varpið og bíllinn, sem var svo mikil drusla að sendillinn á Morgunblaðinu myndi ekki láta sjá sig á honum!" Magnús hafði reiknað með að Indverjar væru mjög andlega sinnaðir og segir baráttu þeirra fyrir efnisleg- um gæðum hafa komið sér á óvart. „Þeir eru alveg jafn gírugir í bíla, dót og græjur og við en það sem þeim er heilagt er ólíkt. Dýr eru heil- ög, nema hundar, það var sparkað í þá. Apar og kýr eru ekki snert og leggist kýr fyrir framan rútuna sem maður er í, þá stansar bíl- stjórinn og bíður þangað til hún fer - sem er kannski eft- ir klukkutíma. Þetta er hlægi- legt í okkar augum en þar er það álíka mikil vanhelgun að sparka í kýr og að míga inni í kirkju. Hátterni þeirra er vit- anlega allt öðru vísi en okkar og lítið eitt sem ég lærði af þeirra siðum var að þú bend- ir aldrei á mann, sýnir ekki á þér lappirnar og hendir aldrei neinu í eld; það er tal- inn mikill dónaskapur." Hvað þægindum viðvíkur, eru jakkaföt og stífur vest- rænn fatnaður, á við galla- buxur, uþpskrift að vanlíðan. Magnús keypti sér því lér- eftsstranga og sveipaði hon- um utan um sig eins og pilsi og var svo í bol og á töflum. SIÐFRÆÐI MISKUNNSAMA SAMVERJANS Indverjar eru grænmetisætur að mestu og Magnús segist skilja það vel eftir að ganga framhjá slátrara; slíkt sé flugnagerið og viðbjóðurinn. við reist en þegar maður er alinn upp við siðfræði misk- unnsama Samverjans er erf- itt að horfa upp á deyjandi barn í rennusteininum. Fólk gengur framhjá eins og ekk- ert sé og segir bara „bad karrna". Viðhorf innfæddra er að þetta hafi átt að gerast og sé óumflýjanlegt. Það er kannski hverjum manni hollt að sjá þetta einu sinni á ævinni vegna þess að maður endurmetur ósjálf- rátt sínar aðstæður. Þetta sló mig sérstaklega eftir að ég kom heim og lenti einmitt í verkfalli opinberra starfs- manna 1984. Eftir að sjá aðstæður á Indlandi, hló maður hrein- lega við að heyra verkalýðs- foringjana segja: „Við erum komin á vonarvöl, á barmi gjaldþrots og örvæntingar!“ HIMNARÍKI Á JÖRÐU Næst lá leið Magnúsar og Cathy úr frumskógloftslagi á Suður- Indlandi upþ í fjöllin í norðri, og þaðan út í eyði- ■ Krydd var afar verðmætt á miðöldum og kryddleit ýtti undir könnunarferðir Evrópumanna um Austurlönd nær á sex- tándu öld. Evrópumenn kunnu ekki að varðveita mat, en pipruðu hann til að varðveita hann. Eitt kíló af pipar var verðmætara en kíló af gulli og því sigldu Vesturlandabúar alla leið til Indlands og Malasíu til að sækja pipar, negulnagla og karrí. „Eftir það borðar maður ekk- ert nema grjón," segir hann. „Verst af þessu öllu er þó örbirgðin sem er ofboðsleg. í fyrstu gefur maður börnum sem eru að betla smápen- inga og sælgæti en hættir því svo, alveg sama hvað betlarinn litli er tötralegur, veikur eða illa á sig kominn. Það þýðir ekkert að gefa einu þeirra þvf eins er ástatt um milljónir barna. Vanda- málin sem Indverjar glíma við eru svo rosaleg og svo átakanleg, að einn maður fær engu breytt. Það búa einfaldlega of margir í land- inu til að hagkerfið beri það og þarna er viðvarandi hungursneyð. Indland eða Asía verður aldrei nema að litlu leyti skemmtiferð því þar er heill milljarður manna á barmi hungurdauðans. Einn sveitastrákur fær ekki rönd mörk sem liggur að landa- mærum Pakistan. Þar er borg, byggð á kletti úti í miðri eyðimörkinni. Þessi borg var mjög auðug fyrr á öldum því að hún einokaði kryddleiðina frá Indlandi yfir til Evróþu. Þaðan lá leiðin til Nepal, þar sem Magnús og Cathy voru í þrjá mánuði. „Nepal minnti á himnaríki á jörðu, eftir veruna á Indlandi," segir Magnús. „Katmandu er stór, sóðaleg borg, með stórum basar, og ótrúlega miklum vestrænum áhrifum. Ferða- menn hafa streymt þangað alla síðustu öld, svo þar er að finna fín hótel og góða matsölustaði. Rússnesk áhrif eru mikil og fátæktin ekkert í líkingu við það sem er á Indlandi." Næsta ævintýri var tveggja vikna gönguferð eftir FRH. Á gamalli kryddleið sem liggur BLS. 58 3. TBL. 1994 VIKAN 1 1 FERÐALOG

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.