Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 15
það fram að ég er ekki farinn
að hugsa neitt um aðra land-
vinninga. Hafnarfjarðarbær
er ærið nóg verkefni meðan
staðan þar er eins og hún er.
Þetta verður því gífurlega
mikil vinna og mikið sjálf-
boðastarf sem þarf að inna
af hendi ef okkur á að takast
að rétta úr kútnum. Það
verður flókið mál. Þetta er
bær sem virðist allt í einu
ekki geta annað en safnað
skuldum. Það er eins og það
sé ekki hægt að snúa dæm-
inu við nema með einhverju
ógnarátaki sem ég held að
enginn venjulegur maður sé
tilbúinn að taka þátt í en
verður þó á endanum að
gera.
VIKAN: Nú hafa Hafnfirð-
ingar verið með sína eigin
listahátíð og rekið eigin
menningarstefnu. Hvernig
hefur það komið út?
MAGNÚS: Það er nú einu
sinni svo með allt menning-
arstarf að það kemur aldrei
fram nema öðrum megin í
bókhaldinu. Verðmætin, sem
myndast í kringum slíkt skila
sér sjaldnast sem beinharðir
peningar kredidmeginn í
bókhaldinu þannig að það
verður seint metið. Ég hef
aftur á móti verið hlynntur
þessu frumkvæði Hafnar-
fjarðar að sinna listum og
menningarstarfi á þennan
hátt. Sþurningin er svo hvað
hægt sé að leyfa sér að
ganga langt og taka mikla
áhættu. Það er nú fólkið í
bænum sem á þá peninga
sem þetta er gert fyrir. Það
verður þá að vilja þetta - og
mæta á það. Það verður að
bjóða því eitthvað sem það
vill sjá. Við sjálfstæðismenn
höfum nú ýmsar hugmyndir
sem kannski er of snemmt
að tala um núna en ég held
að það hljóti að koma tölu-
vert í minn hlut að passa
það að sjálfstæðismenn
gleymi ekki að sinna menn-
ingunni.
FOSS AF
ÓSKILJANLEGUM
ORÐUM
VIKAN: Er eitthvað til í því
að þú sért sjálfur að útbúa
einhvers konar kennsluefni í
tónmenntum?
MAGNÚS: Ég er að taka
þátt í að búa til kennsluefni
fyrir skóla, ásamt Ellert
Borgari Þorvaldsyni, sjálf-
stæðismanni og skólastjóra
Ártúnsskóla. Við erum að
reyna að breyta aðeins
ásjónu Ijóðanámsins og ís-
lenskunámsins og gerum
það með því að vinna með
tónlist eftir samtímatónskáld,
textahöfunda og Ijóðskáld.
Við færum þetta í þann bún-
ing að krakkarnir vinna verk-
efni upp úr textum, læra að
syngja lög og vinna síðan
verkefni í kringum þetta. Mitt
hlutverk í þessu er að útbúa
lögin þannig á kassettur fyrir
krakkana að það sé hægt að
spila þau í tímunum og þau
geti sungið með; einnig að
sjá til þess að undirspilið sé
jafnframt spennandi og
hvetjandi til söngs. Og það
hefur nú komið í Ijós að ef
krakkar fá að syngja eitt-
hvað, sem þeim finnst svona
sæmilega töff og vekur
áhuga þeirra, þá hafa þeir
rosalega gaman af því. Þá
verður þetta allt f einu ekki
þetta leiðindamál sem það
var áður þegar nemendur
þurftu að læra utanbókar
einhvern foss af orðum sem
þeir skildu hvorki haus né
sporð á. En þegar þau læra
að syngja lag, og textann í
leiðinni, þá verður það eig-
inlega ósjálfrátt nám - bæði
í fslensku og einhverskonar
nútíma átthagafræði.
Það er voða gaman að sjá
krakka á aldrinum tólf til
þrettán ára verða að einu
spurningarmerki þegar mað-
ur talar um tímana eins og
þeir voru þegar við vorum á
þessum aldri; þegar við töl-
um um rock’n’roll, Elvis og
Bítlana, eftirstríðsárin og allt
það. Það er þeim mjög fjar-
lægt í tíma. Við verðum að
gera okkur grein fyrir því að
það er svo örstutt í það að
krakkarnir fari að heyra, oft-
ar og oftar, um eitthvað sem
gerðist á seinni helmimgi
síðustu aldar. Það eru ekki
nema nokkur ár til aldamóta
og eftir það fer þetta að
hljóma í eyrum allra. Þá get-
ur maður talað um að maður
hafi fæðst á síðustu öld
(hlær).
ALLAR ÍSLENSKAR
HLJÓMPLÖTUR Á
HEIMSMARKAÐ
VIKAN: Og svo hefurðu ver-
ið að kanna ýmislegt fleira
varðandi músík.
MAGNÚS: Já. Ég álít að
hljómplötusala sé að breyt-
ast mjög í heiminum í dag.
Það eru að brotna veggir og
myndast brýr á milli landa og
þjóða á þeim vettvangi, m.a.
á þann hátt að fólk fer meira
að kaupa plötur gegnum
tölvukerfi en það hefur gert
áður. Ég held að ég sé ekki
að tala neina vitleysu þegar
ég segi að eftir fimm ár eða
svo getir þú laþbað inn í
hljómplötuverslun hér á ís-
landi og leitað að hljómplöt-
unum, sem þú vilt kauþa, í
tölvu. Og þú getur flett þeim
upp eftir löndum, tegund
tónlistar, tónskáldum, flytj-
endum og valið það sem þér
líst á. Og ef verslunin á ekki
á lager það eintak, sem þú
vilt fá, þá færðu það sent
heim til þín eftir nokkra
daga. Og þú semur bara við
tölvuna um greiðslu með
vísakorti eða á einhvern
annan máta. Þannig ertu
jafnvel búinn að kauþa þér
hljómplötu frá Indónesíu og
færð hana eftir tvo, þrjá
daga án þess að hafa talað
við nokkurn mann. Þetta er
að ryðja sér til rúms í Banda-
ríkjunum og er mjög vinsælt
í Japan.
Og þegar þessar stærri og
þróaðri þjóðir eru búnar að
taka þetta í notkun þá kemur
að því að við íslendingar
gerum það líka, kannski í
samvinnu við hin Norður-
löndin, en þá þýðir þetta það
að við þurfum að koma okk-
ar tónlist í gegnum þessi
tölvunet líka. Það er mest
spennandi í þessu að ís-
lensk tónlist verður skyndi-
lega til út um allan heim og
öll tónlist, sem til er á geisla-
diskum í heiminum, verðurtil
á þennan máta. Það er
geysilega þungt og flókið
ferli að koma t.d. íslenskri
tónlist á framfæri annars
staðar í heiminum þó að
mikið af henni eigi jafnvel er-
indi annars staðar. Þetta er
svo mikill bissness og mikill
iðnaður að ég tel að það sé
illmögulegt fyrir íslendinga
að koma tónlist sinni á fram-
færi án þess að gerast ein-
hverjar stórstjörnur í líkingu
við Björku Guðmundsdóttur
eða Kristján Jóhannsson.
Það er sorglegt að vita til
þess að ef áhugi útlendinga
vaknaði á íslenskri tónlist, út
af Björku til dæmis, þá geta
menn ekkert snúið sér nema
hugsanlega til sendiráðs og
það er sem ég sjái sendi-
herrana okkar svara ein-
hverju af viti um íslenska
rokkmúsík, nema kannski í
London þar sem Jakob
Magnússon er.
VIKAN: Hvernig virkar
þetta?
MAGNÚS: Þetta tölvu-
kerfi, sem ég þekki til og við
höfum fengið hingað til lands
til að skoða nánar, virkar
þannig að maður getur feng-
ið allar uþþlýsingar svo að
segja samstundis um alla
tónlist. Við flettum uþþ Beet-
hoven að gamni okkar og
tölvan sagði okkur á svip-
stundu að hann ætti rúmlega
fimm þúsund og þrjú hundr-
uð verk útgefin í Bandaríkj-
unum. Við flettum upp á Jóni
Leifs og þá kom í Ijós að
hann átti útgefið eitt stórt
verk, sem heitir Baldur, í
Bandaríkjunum. Við flettum
uþþ á Björku Guðmunds-
dóttur og sáum allar plötur
sem hún hefur sungið á og
vitnað í þær allar. Við kom-
umst f alla dóma um plöturn-
ar með Sugar Cubes þar
sem jafnframt var bent á að
söng hennar mætti finna á
þeim hljómplötum. Við fund-
um Ifka undir eins músík
með íslensku hljómsveitinni
Deep Jimi and the Zap
Creams.
Með öllum helstu hljóm-
plötunum færðu mynd á
skjáinn af plötuumslaginu og
ef þú snertir skjáinn þá snýst
það við. Þú getur lesið allar
uþþlýsingar um viðkomandi
hljómplötur og leitað að
þeim eftir lagi, höfundum,
■ Okkur var henl út af Aröbunum
sem voru þarna inni með hnífa á
lofti en þeir tóku ekki sjóðinn svo
að við gótum haldið upp ó daginn.
■ í Alþingishúsinu okkar er einn
maður eftir sem á hljóðfæri. Hann
var með lag ó vinsældalistanum fyrir
síðustu jól, sem hann hvorki samdi
textann við, kunni að leika á gítar né
gat sungið. Öðruvísi mér óður bró.
FRH. Á
BLS. 36
3.TBL.1994 VIKAN 15
ATORKUMAÐUR