Vikan - 21.03.1994, Qupperneq 26
UNGLINGAVANDAMAL
Að Torfastöðum í
Biskupstungum hafa
þau Drífa Kristjáns-
dóttir og Ólafur Einarsson
rekið meðferðarheimili fyrir
unglinga síðastliðin 11 ár.
Torfastaðir eru í eigu ríkisins
en áður en þau komu þang-
að höfðu þau leigt aðstöðu I
Fljótshlíðinni í 4 ár þar sem
þau ráku sams konar heimili
ásamt kunningjahjónum sín-
um.
Á Torfastöðum hefur íbúð-
arhúsið verið endurnýjað
töluvert auk þess sem (Dað
hefur verið stækkað til þess
að mæta þörfum starfsem-
innar. Þar hefur stórt og
myndarlegt fjárhús einnig
verið endurbætt og hesthús-
ið gert hið vistlegasta, bæði
fyrir hrossin, sem þar standa
yfir veturinn, og heimilisfólk,
sem stundar hestamennsk-
una af miklum áhuga og
dugnaði.
Þau Drífa og Ólafur hafa
náð miklum árangri og varla
kemur fyrir að þeir unglingar,
sem frá þeim útskrifast, fari
út af þeirri braut sem þau
hafa beint þeim inn á með
markvissu starfi sínu á
Torfastöðum.
Torfastaðaheimilið hefur
getið sér góðan orðstír af
þessum sökum og er ásókn í
dvöl þar mjög mikil. Nýlega
hlutu þau Drífa og Ólafur
viðurkenningu úr Carítas-
sjóðnum sem er á vegum
kaþólsku kirkjunnar á (sandi.
Blaðamaður Vikunnar brá
sér austur yfir fjall einn fagr-
an vetrardag þegar snjór lá
yfir og hvergi sást í dökkan
díl. Hann varð þess strax
áskynja, þegar að Torfastöð-
um var komið, hversu góður
andi ríkir þar. Það var nefni-
lega eins og að vera kominn
inn á mannmargt sveita-
heimili en ekki stofnun þar
sem fram fer krefjandi með-
ferð á þeim einstaklingum
sem þar hafa vist um stund-
ar sakir.
ENDASTÖD
- En hvers konar fólk er það
sem þarna fær að njóta til-
sagnar Drífu og Ólafs?
Drífa: „Þessir krakkar eru
gjarnan komnir á ákveðið
skrið og yrðu áfengi, fíkni-
efnum eða afbrotum að bráð
ef ekki væri gripið í taumana
nógu snemma. Þeir eru að
komast á beinu brautina nið-
ur á við.
Krakkarnir eru á aldrinum
12-18 ára en flestir á bilinu
14-15 dveljast hér í eitt ár að
minnsta kosti. Við höfum á
tilfinningunni að aldurinn sé
að færast neðar - hingað er
sótt um vist fyrir krakka allt
niður í 10-11 ára en slíku get-
um við ekki sinnt.“
Ólafur: „Hingað koma
unglingar sem hafa flosnað
upp úr námi og eru oft orðnir
þremur árum á eftir. Þeir
hafa ekki beinlínis hætt í
skóla heldur hætt að læra -
þeir sitja kannski aftast í
bekknum og sofa eða horfa
út í loftið allan veturinn, læra
ekki heima og eru alveg úti á
þekju. Smám saman eykst
vandinn og að endingu
hætta þessir krakkar að
mæta í skólann og fara að
hegða sér óeðlilega. Oftast
eru skjólstæðingar okkar illa
staddir að þessu leyti.
Við þurfum að sinna skól-
anum miklu betur en gengur
og gerist í hinu almenna
skólakerfi. Krakkarnir þurfa
að leggja meira á sig til að
ná árangari."
Drífa: „Við lítum á Torfa-
staði sem endastöð skjól-
stæðinga okkar í meðferðar-
kerfinu. Þegar þeir koma
hingað eru þeir kannski bún-
ir að flækjast á milli aðila
innan félagsmálastofnana
og barnageðdeilda til dæm-
is. Okkar hlutverk er að klára
dæmið og leiða þá í gegnum
þann vanda sem þeir eiga
við að etja. Að því búnu geta
unglingarnir farið heim til sín
aftur eða eitthvað annað.“
20 UM HVERT PLÁSS
- Er þörfin mikil?
„Við gætum hiklaust rekið
fimm sinnum stærra heimili
en þetta eða meira. Fyrir
hvert pláss sem losnar fáum
við upp í 20 umsóknir, það
sýnir þörfina.
Við erum með 15 ára
reynslu af þessu rekstrarfyr-
irkomulagi og njótum góðs
af því. Reyndar er ég komin
með 21 árs reynslu því að ég
vann á Unglingaheimili ríkis-
ins áður en við fórum út í
þetta.“
Ólafur: „Við höfum náð
mjög góðum árangri hér, við
getum ekki neitað því. Þó er
það svo að alltaf vill eitthvað
misfarast og við náum ekki
eins miklum árangri með
ákveðna einstaklinga og við
vildum sjálf. Oftar en ekki er
það þá vegna þess að for-
eldrarnir gefast upp.“
HEIMILI EN EKKI
STOFNUN
- Hvernig er starfsemin upp
byggð?
Drífa: „Við byggjum þetta
upp sem fjölskylduheimili
þar sem fram fer mjög mark-
viss meðferð. Við búum hér
ásamt 3 börnum okkar og
tökum inn á okkur 6 að-
komuunglinga. Síðan kemur
hingað fólk til þess að að-
stoða okkur við ýmislegt
sem að starfinu lýtur. Ég er
kennari að mennt og annað-
ist sjálf kennsluna þangað til
fyrir einu og hálfu ári síðan,
þetta var orðið of yfirgrips-
mikið. Nú höfum við hér
kennara í föstu starfi, konu
sem býr á næsta bæ. Við fá-
um handmenntakennara
tímabundið að auki og fáum
aðstoð búskapinn.
Það er mikill erill hérna og
mikill tími fer í stjórnun.
Hingað er mjög mikið hringt
á hverjum degi og spurst
meðal annars fyrir um vist-
anir, börn sem eru hér fyrir
og hvernig hlutirnir gætu litið
út í framtíðinni. Það gefur
auga leið að þetta er enda-
laus eftirgangur ef hlutirnir
eiga að vera í lagi. Við erum
markvísst að láta krakkana
takast á við hlutina."
SAMSTARF OG
FORELDRAMEDFERÐ
Ólafur: „Hingað kemur eng-
inn nema á þeim forsendum
að vilja gera eitthvað sjálfur í
málinu. Foreldrarnir verða
líka að vera tilbúnir til sam-
starfs og er gert að mæta
hingað til spjalls og ráða-
gerða í það minnsta einu
sinni í mánuði.
Foreldrasamstarfið er
meðal annars byggt á því að
við förum í gegnum feril
unglingsins með þeim, sam-
skipti þeirra við hann og
reynum að yfirfæra það,
sem við erum að gera hérna,
til þeirra - eins og reglur,
hvernig fólk talar saman,
traust, nauðsyn þess að
skafa af lyginni og svo fram-
vegis."
Drífa: „Gott samstarf við
foreldra er ákaflega mikil-
vægt vegna þess að við
leggjum mikið upp úr því að
okkur sé treyst. Þetta þarf að
vera þannig að foreldrarnir
komi hingað og sjái hvaða
starf eigi sér stað, um hvað
breytingarnar á börnum
þeirra snúist. Börnin vilja oft
væla svolítið og kvarta við
foreldra sína yfir harðræði
fyrstu vikurnar eða mánuð-
ina. Það getur verið erfitt og
átakamikið að breytast. Ef
foreldrar fara að vantreysta
okkur fá krakkarnir pata af
því og geta farið að spila inn
á það.“
- Flest fara heim til for-
eldra sinna - en hvað með
þá sem ekki eiga að vísu
heimili að hverfa vegna
bágra aðstæðna heimafyrir?
Drífa: „Stundum þurfum
við að koma hlutunum þann-
ig fyrir að krakkarnir fari eitt-
hvert annað en heim til sín,
til dæmis í sambýlið að Sól-
heimum 17 í Reykjavík elleg-
ar á heimavist menntaskól-
anna eða annarra skóla,
sem oft hefur reynst heppi-
leg lausn. Þá teljum við okk-
ur hafa náð góðum árangri
sem gæti eyðilagst undir
vissum kringumstæðum.
Sumir krakkanna hafa jafn-
vel ekki að neinu að hverfa,
þá er mikilvægt að við getum
stýrt því hvað verður um þá
þegar þeir eru reiðubúnir til
að fara héðan og takast á
við nýjar aðstæður. Foreldr-
ar þurfa að geta stutt við
börnin þegar þau koma
heim, verða að vera þess
megnugir og reiðubúnir til
þess. Stundum eru vanda-
mál foreldranna þess eðlis
að okkur hefur ekki reynst
unnt að fá neinu breytt - en
oft og tíðum þurfum við að
bjóða þeim upp á hjóna- og
fjölskyldumeðferð meðan
börnin þeirra eru hér.“
Ólafur: „Við hjálpum hjón-
um mjög oft að leysa vanda-
málin sín á milli - jafnvel að
skilja. Fólk verður að geta not-
ið þess að vera saman í stað
þess að slást og rífast. Oft sér
maður einkenni á börnunum
sem eiga rætur að rekja til
bágs sambands milli foreldr-
anna innbyrðis - og svo auð-
vitað foreldra og barna."
- Kynferðislegt ofbeldi er
hugtak sem mikið hefur ver-
ið í umræðunni að undan-
förnu. Verðið þið vör við að
slíkt hafi verið hlutskipti ein-
hverra skjólstæðinga ykkar?
Drífa: „í síauknum mæli
höfum við fengið hingað
stúlkur sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi af
hendi föður. Kannski er
ástæðan í og með sú að um-
ræðan í þjóðfélaginu er orð-
in svo mikil um þetta mál-
efni. Þess vegna kemur það
frekar upp á yfirborðið."
26 VIKAN 3. TBL. 1994