Vikan - 21.03.1994, Síða 35
0A
§
700
TIS
CLAUDIA SCHIFFER BOKUÐ
AR FRAM I TIMAN
TEXTI: SOLVEIG
BALDURSDÓTTIR
LJÓSM.: ÞORSTEINN
ERLINGSSON
Astæöan fyrir því aö
Revlon fyrirtækið
geröi sjö hundruð
milljóna króna starfssamning
viö Claudiu Schiffer fyrir
skemmstu er einfaldlega sú
að hún er aö þeirra mati
best. Tískuhönnuöir og
blaðamenn segja aö hún sé
fegursta kona heims, aö hún
sé eins og gyöja og Ijómi
eins og sólin sjálf og einn
lýsti henni þannig að hún
nálgaðist fullkomnun af því
hún væri svo „venjuleg". Aö
margra mati hefur hún allt til
aö bera sem falleg kona þarf
aö hafa en aö sögn þeirra
sem til þekkja hefur ekkert af
þessu stigið henni til höfuös.
Þessi 23 ára gamla stúlka
hefur risið upp á stjörnuhim-
ininn á undanförnum sex ár-
um eöa frá því Dominique
Galas, annar eigandi Metr-
opolitan umboösskrifstofunn-
ar í Þýskalandi, uppgötvaði
hana á diskóteki í Dussel-
dorf. Claudiu hefur löngum
verið líkt við leikkonuna og
kynbombuna Birgittu Bardot
en báðar hafa þær útlit sem
karlmenn taka andköf yfir og
konur horfa á meö öfundara-
ugum og hafa sem fyrirmynd
um leið.
FJÖLSKYLDAN SKIPTIR
MESTU MÁLI
Claudia er elst fjögurra syst-
kina. Faðir hennar er lög-
fræðingur en móðir hennar
hefur alla tíö veriö heima-
vinnandi og hugsað um
heimili og börn. Hún er alin
upp við ástríki og umhyggju
foreldra sinna og er aö sögn
þeirra sem til þekkja mjög
heilsteypt manneskja. Ólíkt
öðrum frægum fyrirsætum
talar Claudia mikiö um
hversu mikils viröi fjölskyld-
an er henni. Hún skipulegg-
ur vinnu sína þannig að hún
geti verið meö þeim reglu-
lega og talar viö móöur sína
daglega í síma. Claudia seg-
ir sjálf aö hennar helstu kost-
ir séu sjálfsagi, skipulags-
hæfileikar og að hún hafi
báöa fætur á jörðunni þrátt
fyrir mikla peninga og frægð.
Hún segir í viðtali viö tíma-
ritiö Hello að foreldrar sínir
hafi kennt sér að vera sterk
og þaö sé eins gott í þessum
„bransa“ því fyrirsætum sé
refsaö fyrir minnstu veik-
leikamerki. Þær þurfi að vera
áreiðanlegar, stundvísar og
vita nákvæmlega til hvers er
ætlast af þeim. „Ég læt
pabba sjá um fjármálin mín
og skipulegg vinnu mína
þannig aö þegar ég tek aö
mér verkefni geri ég mitt
allra besta,“ segir hún.
Claudia er ólofuð og
blaöamenn um allan heim
fylgjast grannt með ferðum
hennar og væntanlegra ást-
manna. Ööru hvoru sjást af
henni myndir með karlmönn-
um og hefur hún veriö orðuð
viö menn eins og söngv-
arann Peter Gabriel, David
Copperfield og síðast en
ekki síst Albert prins af
Mónakó. Claudia flutti lög-
heimili sitt til Mónakó í fyrra
og það gaf sögunni um hana
og Albert byr undir báöa
vængi. Hún segir sjálf að
samband þeirra sé aöeins
vináttusamband. Sumir halda
því fram aö þegar Albert taki
við af föður sínum verði
hann að hafa konu sér við
hlið sem muni sóma sér vel í
hlutverki Grace Kelly, móður
hans, sem lést af slysförum
fyrir all nokkru. Claudia þykir
vera góður kostur en þótt
þau hafi sést opinberlega
saman neitar hún alfarið að
það sé nokkuð á milli þeirra
annað en vinátta.
TILBÚIN ÍMYND
Umboðsmaður Claudiu, Ali-
ne Souliers, segir að Clau-
dia sé allt annað og miklu
meira en bara snoppufríð
ung stúlka. „Hún er mjög
greind enda
kemst enginn
þangað sem
hún er kominn
nema hafa vit í
kollinum," seg-
ir hún. „Þar
fyrir utan er
hún mjög
hæfileikarík.
Hún spilar á
píanó og
málar vatns-
litamyndir og
stundum
olíumyndir
þegar hún á
frí á milli verk-
efna en hún vill
aldrei tala um
það. Hún segist
nota þetta
áhugamál sitt
sem aðferð til að
slaka á en ekki af
því hún ætli sér
að gera eitthvað
við verkin en ég
er sannfærð um
að hún á eftir að
fá viðurkenn-
ingu seinna
meir.“
Það sem við
sjáum af Clau-
diu Schiffer er
ímynd sem búið
er að búa til af
henni en Aline
segir að auðvit-
að sé sú mynd
ekki sönn. Hún
segir að Claudia
eigi sérlega
gott með að
stilla sér
upp fyrir
myndatöku
haft er eftir
Karli Lager-
feld, hönnuði
Chanel tísku-
hússins, að
það sé ekki
hægt að taka
vonda mynd
af Claudiu.
3. TBL. 1994
VIKAN 35
TISKA