Vikan - 21.03.1994, Síða 36
Revlon getur meö stolti kynnt
þessar tvær fyrirsætur, sem eru
tákn snyrtivörutegundarinnar í
dag. Claudia Schiffer og Cindy
Crawford eru tvímælalaust eft-
irsóttustu fyrirsætur heims.
ustarfinu lýkur segist hún
vilja reyna fyrir sér í leiklist.
„Ég sæki leiklistartíma í París
og New York en ég veit ekki
enn hvort ég hef hæfileika í
það. Ég er sannarlega ekki
með fyrirfram mótaða hug-
mynd um að ég vilji verða
leikkona og ekkert annað. Ef
það gengur ekki þá verður
bara að hafa það.“ Aline segir
að Claudia sé mjög jarðbund-
in varðandi leiklistina og muni
ekki taka að sér hlutverk fyrr
en hún viti fyrir víst að hún
valdi því. „Claudia er haldin
fullkomnunaráráttu að vissu
leyti og sem dæmi afþakkaði
hún boð um að leika í kvik-
mynd sem leikstjórinn og leik-
arinn Sam Shepard bauð
henni og hafði skrifað sér-
staklega fyrir hana,“ segir Ali-
ne. „Henni fannst hún ekki
vera tilbúin." Það verður þess
vegna mjög spennandi að
fylgjast með því hvað verður
um þessa ungu hæfileikaríku
manneskju sem malar gull
aðeins 23 ára gömul en er
samt með báða fætur fast á
jörðunni.
BÓKUÐ ÁR FRAM í
TÍMANN
Claudia Schiffer er bókuð ár
fram í tímann en að sögn
Aline sér hún sjálf um að
halda frá tíma sem hún notar
til að slaka á með fjölskyldu
sinni eða bara ein í yndis-
legri íbúð sinni í Mónakó.
Þegar Claudia er spurð að
því hvað það sé sem heilli
hana mest við fyrirsætu-
heiminn segir hún: „Það er
alveg frábært að fá tækifæri
til að vinna með fólki eins og
Karli Lagerfeld og Ijós-
myndara eins og Steven
Meisel og að fá tækifæri
til að vinna fyrir fyrirtæki
eins og Revlon. Svo fæ
ég tækifæri til að kynn-
ast óvenjulegu og vina-
legu fólki eins Placido
Domingo, Peter Ga-
briel og Sting. Það
gefur mér mjög mikið
að kynnast svo
mörgu og ólfku fólki.“
Stjarna Claudiu
Schiffer skín skært
núna og virðist ekki
vera á neinni niðurleið.
Starfsaldur fyrirsæta er ekki
hár miðað við aðrar starfs
greinar en ef til vill fáum við
að sjá Claudiu á hvíta tjald-
inu eftir nokkur ár ef hún
ákveður sjálf að hún sé nógu
góð. □
Þessa mynd
tók Þor-
steinn Erl-
ingsson af
Claudiu
Schiffer er
hann rakst á
fyrirsætuna
á gönguferö
um Cannes.
Myndirnar
sem hann
tók af henni
og prýóa
síóuna hér á
undan sýna
hana mæta
til frumsýn-
ingar stór-
myndar á
hátíöinni.
„Claudia er í sérstöku ástar-
sambandi við myndavélina,"
segir hann. „Það er sama
hvernig hún stillir sér upp,
myndin verður alltaf góð.“
Aline segir að galdurinn
við þetta allt saman sé að
Claudia hafi svo gaman af
fyrirsætustarfinu. „Það geisl-
ar af henni ánægjan þegar
hún gengur eftir tískusýn-
ingapöllunum eða situr fyrir í
stúdíói," segir hún. „Hún er
fullkomlega örugg en þekkir
samt sín eigin takmörk."
LANGAR AÐ VERÐA
LEIKKONA
Þegar Claudia er spurð að
því hvað hún ætli að gera
þegar fyrirsæt-
MAGNUS
KJARTANSSON
FRH. AF BLS. 15
flytjendum, framleiðendum
og upptökustjórum. Þetta er
töfratæki fyrir alla sem hafa
gaman af tónlist og eru svo-
litlir grúskarar í sér. Ég er að
vona að við getum unnið ís-
lenska „katalóginn" upp á
tölvutækt form og mér sýnist
á viðræðum mínum við
þessa aðila að það sé ekki
mjög langt í að þetta komi
hingað, einmitt þannig að
það verði hægt að fletta ís-
lensku tónlistinni upp alveg
sérstaklega. Þá sé ég fyrir
mér hljómplötuverslun við
hliðina á tölvukössunum [
flughöfnum, umferðarmið-
stöðvum og jafnvel spilasöl-
um.
JAKKAFATABÁTLAR
ÚR FRYSTIHÚSAGEIR-
ANUM
VIKAN: Heldurðu að íslend-
ingar treysti sér til að taka
þátt I þessu tölvusamstarfi?
MAGNÚS: Ég held að við
séum allir hlynntir þessu,
bæði flytjendur og höfundar,
að þessi „menningarverð-
mæti“ okkar (innan gæsa-
lappa) komist nær markaðn-
um. Þessi verðmæti okkar
hafa verið óþarflega ein-
angruð frá honum í langan
tíma. Meðan stríð ríkir á milli
hljómplötudreifenda og -selj-
enda þá er það jafnvel happ-
drætti fyrir útgefendur hvor-
um megin þeir lenda við
strikið í þessu litla landi. Það
er til skammar að sú staða
skuli vera uppi. Við þurfum
líka að læra að markaðs-
setja okkur erlendis. Ástralir
eru mjög framarlega í mark-
aðssetningu á sinni rokk-
músík og bíómyndum. Þá
þekkingu verðum við að ná
okur í. Það þýðir ekkert að
reyna fálmkennt að eyða
peningum, vinnu og afli í að
afla okkur einhverra mark-
aða, fyrir eitthvað sem við
höldum að við getum fram-
leitt hér á landi í sama
gæðastandard og aðrir. Það
skipti miklu máli fyrir Ástral-
íubúa að Johnny Hogan
gerði bíómyndina Crocodile
Dundee.
Hann teiknaði meira að
segja auglýsingaplakatið og
þeir gerðu alla þá mynd
sjálfir, nokkrir félagar -
styrkjalaust og allt, og urðu
múltímilljónamæringar í
staðinn. Svo gerðu þeir
Crocodile Dundee II. Þá var
alveg greinilegt hvaðan pen-
ingarnir komu því að þá voru
myndin og söguþráðurinn
stundum stoppaðir í fimm
mínútur því að þeir urðu að
troða inn einhverjum mynda-
skotum af ástralskri náttúru,
greinilega frá ástralska
ferðamálaráðinu sem hafði
fundið fyrir svo ofboðslega
miklu stökki í túrisma í kjölfar
fyrri myndarinnar. Um leið
og ástralska hljómsveitin
Men At Work skaust upp á
toppinn í Ameríku og ástr-
alskar bíómyndir komust á
markað þar, þá merktu þeir
auknar gjaldeyristekjur fyrir
Ástralíu. Það varð tískustað-
urinn að fara á. Fólk frá vest-
urströnd Bandaríkjanna fór í
sumarleyfi þangað og ástr-
ölsk vara skaust upp í vin-
sældum á vesturströndinni
líka, samanber ullarvara og
ýmislegt annað. Það er
sorglegt hvernig staðið er að
markaðsátaki íslendinga,
hvort sem það er í kvik-
myndum, tónlist, saltfiski,
gellum eða refafóðri. Það
verður aldrei gert sitt í hvoru
lagi því að það fyrsta, sem
þarf að gera, er að selja er
landið. Síðan kemur varan.
Eða eins og einhver sagði
í gamla daga: „Það veit eng-
inn hvað Mozart er búinn að
selja mikið af súkkulaði." Og
hvað ætli hann sé búinn að
selja mikið af annarri austur-
rískri framleiðslu? Fólk setur
samasemmerki á milli þess
að snillingur fæðist í ein-
hverju landi og framleiðsl-
unnar í landinu. Frakkar tóku
eftir þessu fyrstir af öllum og
fóru að markaðssetja ilm-
vötn alveg á fullu. Og þegar
þeir voru búnir að ná forystu
í ilmvötnum þá kom ýmislegt
annað á eftir. Það veit eng-
inn hvað þeir hafa selt mikið
af matvöru út um allan heim
36 VIKAN 3. TBL. 1994