Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 11
Stefán alveg um pólitíkina;
konur „höfðu sko ekkert vit á
slíku“ á þeim árum og hafa
varla enn. Samt ræddum við
allt milli himins og jarðar, líka
um pólitfk."
Tókstu þá virkan þátt í
starfinu með honum?
„Kannski má segja það.
Mér fannst hann stundum of
varkár og vildi að hann og
kratarnir stæðu í meiri fram-
kvæmdum á vegum bæjar-
ins. En pólitíkin var hörð. Og
þá var líka allt svo þersónu-
legt. Það var meira að segja
skrifað um það í blöð hvaða
fólk kom í heimsókn til okkar,
sérstaklega í Hamri, flokks-
blaði sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði. Þá voru launin
heldur ekki til að hrópa húrra
fyrir; þegar Stefán hætti sem
bæjarstjóri 1962 var hann
með um það bil 10.000 krónur
á mánuði en sá, sem tók við
af honum, sjálfstæðismaður-
inn, fékk um helmingi meira.
En ég fylgdist vel með þá,
ekki síður en nú og hún er
ennþá hatrömm og persónu-
leg pólitíkin hér í bænum og
ennþá er Hamar að!“
Tveimur áratugum eftir að
Stefán lét af starfi bæjar-
stjóra fluttust þau hjónin til
Englands. Stefán var skip-
aður viðskiptafulltrúi við ís-
lenska sendiráðið í London
árið 1982 en þau bjuggu þó
ekki þar heldur í Epsom sem
liggur rétt utan við höfuð-
borgina. Þar bjuggu þau
fram til ársins 1987. Margrét
kunni mjög vel við sig í Eng-
landi, hún segir Breta státa
af svo góðri kímnigáfu. En
samkvæmislífið tók sinn toll.
„Við hefðum getað verið í
samkvæmum upp á hvern
einasta dag. Þessi ár voru
vissulega skemmtileg þó að
þau hafi verið erfið á sinn
hátt. Ég var mikið ein á dag-
inn og oft kom það fyrir að
Stefán var seinn heim, hafði
verið á fundi eða í „coctail
boði“ og ég ekki nennt að
mæta með honum. Þá voru
dagarnir stundum langir!"
segir hún.
Margrét sat þó ekki með
hendur í skauti heldur sótti
ýmiss konar námskeið, m.a.
f ensku, greiningu silfur-
muna og fornmuna, sauma-
skap, hún lærði að elda mat
á tælenska vísu og margt
fleira. „Við leigðum okkur
líka listfræðing, nokkrar eig-
inkonur starfsmanna sendi-
ráðsins, og fengum hann til
þess að fara með okkur á
listasöfnin. Og við fórum í
nokkrar kynnisferðir um ýmis
hverfi í London með leið-
sögumanni. Ég hefði ekki
viljað missa af þessari dvöl
okkar þarna úti.“
Síðan var það á laugar-
degi að síminn hringdi á
heimili Margrétar og Stefáns
í Epsom. Þetta var 16. febrú-
ar 1985. Það hafði komið
upp eldur í húsi þeirra hjóna
í Hafnarfirði og tveir ungir
sonarsynir þeirra höfðu látið
lífið.
„Ég var búin að bjóða fólki
til hádegisverðar, var búin að
undirbúa matseldina og á
leiðinni í hárgreiðslu þegar
síminn hringdi klukkan níu
um morguninn. Ég svaraði
og Snjólaug reyndi að segja
mér hvað hafði gerst. Hún
gat það ekki svo Guðmund-
ur Árni kom í símann. Hann
sagði mér að drengirnir hans
hefði dáið í brunanum og að
Gunnlaugur væri hætt kom-
inn. Ég sagði að við kæmum
strax heim. Stefán trúði mér
ekki þegar ég sagði honum
hvað hafði gerst. Hann
hringdi sjálfur heim og fékk
fréttirnar staðfestar. Ég
hringdi síðan í sendiráðs-
prestinn í London og hann
sá um að við kæmumst með
flugi til íslands klukkan hálf
ellefu um morguninn. Þá fór
ég strax að undirbúa þessa
skyndilegu brottför, gaf mat-
inn í næsta hús og hringdi í
garðyrkjumanninn okkar,
sem hafði stundum gegnt
starfi bílstjóra fyrir okkur, og
bað hann að aka okkur út á
flugvöll. Ferðin heim var síð-
an geysilega erfið,“ segir
Margrét. Tárin og klökkur
málrómur hennar segir mér
betur en öll hennar orð um
það feykilega andlega álag
sem hvíldi á henni þennan
dag og áfallið sem hún varð
fyrir. „Þú sérð að ég græt
enn,“ segir hún síðan, „en
þetta er eitthvað sem maður
hefur orðið að læra að lifa
með. Það gleymist aldrei."
Eftir að Stefán hafði áttað
sig á atburðinum reyndist
hann kjölfestan í undirbún-
ingi og framkvæmd jarðar-
fararinnar. Stoðir og styttur
reyndust margar fleiri en
Margréti hafði órað fyrir.
Meðal annars báðu margir
bænir fjölskyldunum til
styrktar sem hún segir að
hafi verið ómetanlegur
stuðningur.
„Ég varð alls staðar vör
við mjög mikla samúð og
það hjálpaði okkur geysilega
mikið. Mér leið þó mjög illa
og hélt að svona ætti mér
eftir að líða það sem eftir
væri ævinnar.“
Þið hafið notað þessa
reynslu til þess að hjálpa
öðru fólki að bregðast við
mikilli sorg.
„Já, aðallega Guðmundur
Árni og Jóna Dóra en hún
vann m.a. að stofnun sam-
taka fólks um viðbrögð við
sorg. Ég gerði lítið af því að
miðla þessari reynslu til ann-
arra en hef þó unnið dálítið
með samtökunum."
Hefur þessi reynsla breytt
miklu?
„Eftir slysið er ég bæði
umburðarlyndari og mér
þykir miklu vænna um fólk
almennt enda reyndust allir
okkur svo góðir. Og ég má
vart sjá börn orðið að það
komi ekki við hjartað í mér.“
Fyrst í stað gat Margrét
ekki hugsað sér að búa í
húsinu, fannst það óhugnan-
legt. En smám saman gerð-
ist eitthvað sem breytti því
hugarfari hennar. „Hvers
vegna ætti mér ekki að þykja
vænt um húsið mitt þrátt fyrir
það sem hefur gerst?“ sþyr
hún og bætir síðan við: „Ætti
mér ekki einmitt að þykja
vænt um það vegna þess að
það geymir minningar um
drengina okkar? Ég vil að
minnsta kosti líta þannig á
það og þess vegna líður mér
vel hérna núna.“
FJÓRIR ÞINGMENN
OG HJARTAÁFALL
Margrét hefur „átt hlut í
fjórum þingmönnum" ef svo
má segja. Eiginmaður henn-
ar, Stefán, sat um skeið á
þingi, Finnur Torfi var einnig
kosinn á þing og á tímabili
voru þeir saman þar hann og
Gunnlaugur. Þetta var f
kringum 1978 og nokkuð
enn í það að Guðmundir
Árni sækti vinnu í alþingis-
húsið.
Hvað um pólitíkina núna,
til dæmis að Guðmundur
Árni hafi sest í ráðherrastól?
„Ég var upphaflega alveg
á móti þvi að hann gerði
það. Auk þess, sem ég vildi
auðvitað hafa Guðmund
Árna áfram við stjórnvölinn
hér í Hafnarfirði, fannst eins
og þetta gæti verið klókinda-
bragð hjá Jóni Baldvin. Jón
er eflaust mjög klár en
stundum er eins og hann
hugsi alltaf tíu ár fram í tím-
ann frekar en að gefa samtíð
sinni meiri gaum. Annars
fannst mér eins og hann
væri að reyna að þagga nið-
ur í Guðmundi Árna svo
hann færi ekki fram á móti
honum í formannsslagnum.
Við ræddum þetta fram og til
baka, við Guðmundur Árni,
þar sem hann sagðist varla
geta hlaupist undan ábyrgð
á orðum sínum eftir að hafa
gagnrýnt stefnu stjórnarinnar
á vissum sviðum. En að
byrja á því að taka við erfið-
asta ráðuneytinu er að mínu
mati nánast óðs manns æði
þótt hann hafi komið þar
fram með margar góðar
hugmyndir. Mér fannst til
dæmis margt skynsamlegt
við tekjutengd heilsukort; að
láta þá, sem eiga peninga,
borga meira til heilbrigðis-
þjónustunnar í stað þess að
skera niður innan hennar.
Og af sama toga er það að
fólk, með yfir milljón á mán-
uði, fái bamabætur. Mér
finnst ekki nokkurt vit í svona
löguðu. Enn eitt er skattleys-
ismörkin. í stað þess að
hækka þau finnst mér að
heldur ætti að hækka bætur
til barnafólks sem hefur tekj-
ur í lægri kantinum.“
Margrét hlær heil ósköp
þegar það ber á góma, sem
sumir sögðu, að hún hafi haft
heilmikið með stjórnun Hafn-
arfjarðar að gera meðan Guð-
mundur Árni var bæjarstjóri.
„Ég hef alltaf viljað fylgjast vel
með og geta rætt málin. Og
ég hef oft komið óþægilega
við Guðmund Árna þegar ég
spyr hann óþægilegra spurn-
inga en við ræðum mjög
gjarnan saman um það sem
er efst á baugi hverju sinni,“
segir hún síðan. Hláturinn
segir þó allt, sem segja þarf,
um það hver stjórnaði bænum
í raun og veru.
Heldurðu að þú myndir
haga málum öðruvfsi sjálf ef
þú værir núna rétt rúmlega
tvítug að koma til Hafnar-
fjarðar? Færðirðu til dæmis
út í þólitík?
„Það hugsa ég. Annars
hef ég aldrei haldið ræður
opinberlega. Það hefur að-
eins einu sinni gerst. Það
var þegar stjórnarsamstarf
þeirrar stjórnar, sem nú situr,
var til umræðu. Þá álpaðist
ég inn á Hótel Borg þar sem
haldinn var fundur með
FRH. Á BLS. 51
9.TBL.W94 VIKAN ll
KVENSKORUNGUR