Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 28
o
o
<
<
V)
tók fyrsta prófið í ágúst í ár.
„Upphaflega heillaðist ég
upp úr skónum af þessari
listrænu, japönsku leið en
mér gekk svo illa fyrstu þrjú
árin að það var skelfilegt.
Hver tími var alger pína. „Á
ég að fara eða ekki? Nei, ég
ætla að vera veik. Nei, ég
verð að hundskast." Ég hafði
enga hugmynd um hvar lík-
aminn var staðsettur í ver-
öldinni og í þokkabót á að
anda í takt. Ég fékk ítrekað
strenginn í eyrað og var farin
að pæla í því hvort Japanir
ættu ekki að hanna handa
mér sérstaka eyrnahlíf. Eyr-
að var eldrautt vikum sam-
an, eftir því hvað ég skróþ-
aði mikið. Svo kom ég aftur
full af sektarkennd yfir því að
hafa ekki mætt. Ég hugsaði
með mér 150 sinnum: „Nei.
Þetta er sjálfspíningarhvöt,
þetta gengur ekki svona
lengur, ég verð að hætta, ég
get ekki verið þekkt fyrir að
láta mig hafa þvílíka niður-
lægingu í hverjum einasta
tíma.“ Svona liðu þrjú ár. Ég
hef aldrei lent í öðrum eins
hremmingum. Mitt eigið aga-
leysi stuðlaði að því að ég
hélt áfram. Þetta var auðvit-
að alger áskorun og ég ætl-
aði ekki að láta þetta brjóta
mig niður. Eftir að Avatar-að-
ferðin kom til skjalanna tók
ég ákvörðun um að nota
hana á bogfimina og láta
það skera úr um framhaldið.
í Jaþan þykir þó ekkert óeðli-
legt að taka 2 - 4 ár í að
finna hvort leiðin henti. Þú
ferð ekkert í tvo tíma og
prófar. Þeir segja: „Komdu
eftir svona fimm ár og þá
sjáum við til.“ Þeir sem
kenna Kyudo eru yfirleitt
mjög vel efnaðir og þurfa
ekki að vinna. Þeir geta
stundað bogfimi alla daga
vikunnar en hún er ákveðin
leið til að upplifa sannleika,
gæsku og fegurð. Þeir velja
því þá nemendur sem þeir
treysta til að viðhalda hefð-
inni. Formið er afar strangt
og engin frávik leyfð. Innan
þessa stífleika eru þó ótrú-
legir fagurfræðilegir mögu-
leikarog efling á kieða innra
krafti. Hvað það taki langan
tíma að ná sæmilegri leikni?
Svona tíu ár til að verða
slarkfær, tuttugu ár til að ná
grunntækninni."
AVATARÆVINTÝRIÐ
Fyrir þremur árum flaug
Soffía á vit enn eins ævin-
týris. Það nefnist Avatar en
á Sanskrít merkir Avatar:
Einstaklingur sem hefur náð
ákveðnu stigi upphafningar
og getur skapað vitund án
hindrana. Sjálf kemur Soffía
af svæði sem á sér engin
landamæri og hefur enga
mælanlega dýpt. „Allt líf
sprettur úr vatninu," segir
Kóraninn. Sem Fiskur fiskar
Soffía eftir leyndardómnum
um uppsprettu sjálfs lífsins.
Það á því vel við að hún sé
eini Avatarkenninn á ís-
landi, því Avatar leggur
áherslu á uþpsprettu hlut-
anna. Námskeið og kynn-
ingar eru haldin mánaðar-
lega. Hvað er Avatar?
„Avatar er stjórnun við-
horfa á skapandi hátt, að-
ferð til að öðlast samkennd
með öllu og öllum. Avatar er
mjög beinskeytt aðferð. Það
er ekki tekið gilt að einhver
annar beri ábyrgðina. Við
erum öll samábyrg.
í Avatar lærir fólk að
skapa áður en það lærír að
afmá. Við sköpum mögu-
leika með því að trúa okkur
inn í þá og leysum upp
hindranir með því að upþlifa
okkur út úr þeim.
í íslensku þjóðarsálinni
virðist vera mikill ótti við að
skorta. Fyrir helgar fer fólk í
stórmarkaði og fyllir þrjár
körfur til þess að hafa nóg
fram á mánudagsmorgun,
þótt matvöruverslanir séu
opnar alla daga vikunnar!
Móðuharðindahugsunin er
ennþá á sveimi. Avatar gæti
hjálpað heilmikið til að leysa
upp slík viðhorf og þau við-
horf sem skaþa efnahags-
legan samdrátt. Við teljum
okkur vanhæf til þess að
leysa okkar mál sjálf. Við
treystum ekki á eigin
menntun og færni. Alvarleg-
ast er þó það viðhorf að
efnahagslægðin sé óumflýj-
anlegt lögmál. Við trúum því
að við verðum að hafa það
alveg djöfull skítt. Þá getum
við upþlifað okkur samkvæmt
þessum móðuharðindavið-
horfum. Avatar bendir okkur
á að ótti sé ekkert annað en
sú trú að maður sé vanhæfur
til þess að takast á við hlut-
ina.
Hér í Reykjavík erum við
að þykjast vera voðalega
menningarleg en höfum í
rauninni ekki alla burði til
þess að lifa í borgarsamfé-
lagi. Hér vantar tengingu og
samstillingu og hugsun fyrir
heildina. Avatar gæti stuðlað
að meiri samkennd og eðli-
legri og meira gefandi sam-
skiptum því Avatar er sam-
úðarfull leið til að upplifa
heiminn og annað fólk,“ seg-
ir Soffía.
Avatar fæst líka við að
læra að fleygja hlutverka-
grímunum sem fólk felur sig
á bak við. „Það er allt í lagi
að leika hlutverk, svo fram-
arlega sem maður er meðvit-
aður um það,“ segir hún.
„Galdurinn er að vera ekki
samsamaður hlutverkinu og
telja það ekki vera mann
sjálfan. Hvert hlutverk sem
þú leikur er einungis hluti af
þeim möguleikum sem þú
hefur. Það er hægt að leika
sér í umheiminum og skapa
veröld sem þú og aðrir hafa
ánægju af. Þín ánægja lyftir
þá upp þeim sem eru í kring-
um þig en er ekki á kostnað
þeirra. Hugmyndin um tíund-
ina var að láta hlutina flæða
til hagsbóta fyrir samfélagið.
Það er eðlilegt. Það er ekki
eðlilegt að safna og safna
þar til þú deyrð af ofáti. Það
held ég að sé aðalmeinið í
þjóðfélaginu. Það fer svo
mikið inn en lítið út.“
ER AVATAR NÝALDAR-
AFSPRENGI?
„Ég kýs ekki að skilgreina
mig innan nýaldarinnar.
Nýöldin snýst um dulið
ósjálfstæði en Avatar um
sjálfstæði - að vera sjálfur
uþþsgretta eigin lífs. í Ava-
tar skaparðu sjálf markmið
og skilgreinir þig samkvæmt
þeim en ekki samkvæmt
gömlum viðhorfum um
sjálfa þig og hvað þú getir
eða getir ekki. Um leið
hættirðu að vera fortíðarfík-
ill. Fortíðin hefur ekki lengur
tök á þér vegna þess að þú
hættir að skapa hana hér
og nú. Fortíðin getur bara
verið til ef þú kýst að halda
henni við sem áhrifavaldi.
Allir eiga „fortíð" en þú getur
valið hvort hún er áhrifa-
valdur eða ekki. Sá er mun-
urinn.“
Hvernig virkar Avatar?
„Maður notar aðferðina til
þess að skaþa sjálfur eigin
aðstæður og sakast ekki
lengur við einn eða neinn.
Maður hættir að eyða orku í
hatur, óvild, pirring, allt sem
truflar okkur í fari annarra
og við sjáum ekki í eigin
fari. Ef um er að ræða að-
stæður sem þú vilt ekki
upplifa eða viðhorf sem
skapar ekki góða tilfinningu
innra með þér, þá eyðirðu
því.
Tökum einhvern sem hef-
ur gert þér grikk. Þú sérð
hann í gegnum þennan
grikk. Þú nærir óvildina til
hans og grikkurinn verður að
stóru fjalli sem er stærra en
þú og verður alltaf á milli. Þú
getur því ekki séð manneskj-
una eins og hún er núna
heldur bara eins og hún var.
Eðlilega leiðir það af sér að
hinn svarar þessum vænt-
ingum þínum af mikilli
skyldurækni. Svörunin er al-
gerlega í samræmi við það
viðhorf sem þú hefur til við-
komandi manneskju. Það er
þá okkar að leysa upp eigin
sköpun - í samvinnu við
hinn aðilann - þannig að
hvor um sig sé 100% ábyrg-
ur. Ef viðkomandi er ekki
þess umkominn að taka
ábyrgð er leiðin til samskipta
opnuð á mjög mjúkan hátt
án þess að skapa meiri átök.
Það er stórkostlegt að finna
að það er algerlega undir
manni sjálfum komið hvernig
maður upplifir fólk í kringum
sig. Þetta verður auðveldara
eftir því sem maður er þolin-
móðari gagnvart sjálfum sér
og ber meiri elsku til sín.
Það er engin skylda að elska
alla en þá hefurðu möguleik-
ann á að vera hlutlaus."
Soffía er á því að flest sé-
um við þurfalingar á andlega
og kærleikssviðinu. „Þegar
kærleikurinn er ekki til staðar
verður gap sem aldrei er
hægt að fylla nema maður
fylli það sjálfur innra með
sér. Aðeins þú getur skapað
þér þann veruleika að vera
þér bæði móðir og faðir."
Geta allir tileinkað sér
Avatar?
„Fólk þarf ekki að setja sig
í neinar stellingar til að iðka
Avatar og velur sér sjálft sín
forgangsverkefni til að vinna
að. Þú tekur fyrir þau svið í
þínu lífi sem angra þig mest.
Fólk getur notað þessa
aðferð við hvaðeina sem það
kýs að beina kröftum sínum
að. Aðferðin kemur á móts
við þarfir þeirra sem eru til-
búnir að vaxa. Allar breyting-
ar skapa ótta. Að vera tilbú-
inn til að takast á við þann
ótta eins og hvert annað við-
horf breytir upplifuninni ger-
samlega. Þú breytir viðhorf-
inu og upplifunin breytist og
aðstæður þá um leið.“ □
28 VIKAN 9. TBL. 1994