Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 32
ÞAR LIFIR FÓLK SULTAR LÍFI
Matarbirgóir bíöa dreifingar. „Maöur heyröi stundum aö
matarbirgöum hefói veriö stoliö af heilu fjölskyldunum og
þá uröu þær kannski á vonarvöl í heilan mánuö,“ segir
Björn.
Hann er ókvæntur og
barnlaus og segir að
sendifulltrúastarf geti
verið erfitt fyrir fjölskyldufólk.
„Þetta gengur upp hjá sum-
um en öðrum ekki,“ segir
hann. „Ég hef séð hjóna-
bönd „splitta" eftir að annar
aðilinn hefur kannski verið
úti í hálft ár.“ Björn stundaði
nám í Álaborg í Danmörku
og hér á landi hefur hann
aðallega unnið á verkfræði-
stofu sem sérhæfir sig í
landmælingum. Fyrir fimm-
tán árum vaknaði hjá honum
áhugi á að vinna í þriðja
heiminum en ekkert varð úr
því. Áður en hann fór til Iraks
var hann orðinn þreyttur á
að vinna á verkfræðistofunni
og var það móðir hans sem
sá auglýsingu í dagblaði um
sendifulltrúanámskeið á veg-
um Rauða kross íslands og
benti honum á að sækja um.
„Námskeiðið tekur viku og
byggist á því að kynna
hvernig sendifulltrúar eiga
að hegða sér þegar út er
komið og áhersla er lögð á
að þeir þekki uppbyggingu
Rauða krossins sem er sér-
stök að mörgu leyti," segir
Björn. „Það er reiknað með
því að þeir hafi reynslu eða
menntun sem hægt sé að
nýta. Til að mynda er mikið
um að læknar, hjúkrunar-
fræðingar, verkfræðingar,
vélvirkjar og pípulagninga-
menn séu sendir út. Sendi-
fulltrúar eiga að vera hlut-
lausir aðilar og mega ekki
láta neinar pólitískar skoð-
anir í Ijós. Hjúkrunarfræðing-
ur á til dæmis að sjá um
særðan mann úr hvaða fylk-
ingu sem er.“
FÓR TVISVAR ÚT
„Tímabilið í írak var mjög
jákvæð reynsla fyrir mig
persónulega og þess vegna
ákvað ég að fara til Eþíópíu,"
segir Björn. „í írak var
ánægjulegt að sjá hvernig
hlutirnir bötnuðu smám sam-
an en ég vann til dæmis við
að dreifa vatni á svæði þar
sem fólk hafði einungis get-
að drukkið mengað vatn.“
Á því eina og hálfa ári
sem Björn dvaldi í Eþíópíu á
vegum Rauða krossins kom
hann tvisvar heim til ís-
lands. í maí árið 1993 kom
hann heim í frí, sem var að
vísu ekki mikið frí vegna
þess að hann lá fárveikur
með bronkítis, sem fólk hélt
fyrst að væru berklar, og í
október sama ár kom hann
til að vera viðstaddur gull-
brúðkaupsafmæli foreldra
sinna.
NÝIR
LIFNAÐARHÆTTIR
Eþíópía er um fimmtán
sinnum stærri en ísland og
íbúar þar eru 40-50 milljónir
og segir Björn að ekki sé vit-
að nákvæmlega hver íbúa-
fjöldinn sé. Eþíópía er mjög
fátækt land og er reyndar eitt
fátækasta landið í heimin-
um. „Ríkt fólk í Eþíópíu væri
ekki kallað rikt á okkar mæli-
kvarða. Ég var einhvern tím-
ann í veislu hjá efnaðasta
manni borgar nokkurrar og
ég komst að því að það sem
maðurinn átti samanlagt hef-
ur verið eins og gott einbýlis-
hús hér á landi. Peningarnir
hans voru bundnir í hinu og
þessu og þetta var mikill
auður. Ef Eþíópíumaður á
sem samsvarar 10 milljónum
íslenskra króna er hann tal-
inn mjög efnaður en á hans
vegum er kannski 100-150
manna fjölskylda.“
Björn dvaldi aðallega á
tveimur stöðum í Eþíópíu; í
suðurhluta landsins í rúmt ár
og á miðhálendinu. Á tíma-
bili var næsti Evrópumaður í
60 kílómetra fjarlægð. „Þá
borðaði ég með fingrunum
sem var náttúrlega viss lífs-
reynsla. Ég fékk kjötstykki,
reif það í sundur með fingr-
unum og stakk því svo upp í
mig. Áður en fólk borðar
þarna þvær það sér vand-
lega um hendurnar með
vatni og sápu. Þegar búið er
að borða þvær það hendurn-
ar aftur. Svo „spekúlerar"
maður í því hvort þetta sé
nokkuð verra en að borða
með hníf og gaffli sem er
kannski ekki betur þrifinn en
guðsgafflarnir."
Húsakynni Björns á þessu
eina og hálfa ári í Eþíópíu
voru allt frá fjögurra fermetra
moldarkofa upp í lítið einbýl-
ishús í fallegum garði með
rósum og bananapálmum.
„Það fyndna var að litli mold-
arkofinn var dýrari en einbýl-
ishúsið og kostaði hann um
4.000 íslenskar krónur á
mánuði en einbýlishúsið
3.000 krónur.“
Meöal Eþíópíumanna. Á tímabili var næsti Evrópumaöur í
60 kílómetra fjarlægö.
VANNÆRÐ BÖRN
í byrjun starfaði Björn í
neyðarhjálp við matvæla-
dreifingu en sjá þurfti um
ýmsa hópa sem illa urðu úti í
styrjöldum. „Margir höfðu
tapað öllum sínum eignum,"
segir Björn. „Þeir höfðu verið
rændir og voru í vondum
málum. Okkur taldist til að
helmingur, eða jafnvel upp-
undir 75%, íbúa í bænum
sem ég vann í hefðu misst
vinnuna eftir stríðið. Þegar
ég kom höfðu þeir ekki verið
í vinnu í 8 - 9 mánuði og þá
var farið að bera á hungurs-
neyð hjá fólkinu. Þótt sumir
fengju borgað um 600-700
íslenskar krónur á mánuði
þá er hægt að segja að þeir
hafi getað keypt fyrir þetta
einungis um eina og hálfa
kind og þeir höfðu kannski
fyrir 10 manna fjölskyldu að
sjá.
Þeir sem urðu verst úti
voru þeir sem höfðu tapað
öllum sínum húsdýrum í ætt-
bálkastríðum og það var
ægilegt að sjá aðbúnað
þeirra. Þó hafði Rauði kross-
inn gert mikið þegar ég kom.
Við urðum að gefa börnun-
um og þeim, sem voru illa
haldnir af hungri, próteinríka
fæðu nokkrum sinnum á
dag. Þetta bjargaði án efa
mörgum. En þetta var
vandamál sem erfitt var að
leysa vegna þess að maður
heyrði stundum að matar-
birgðum hefði verið stolið af
heilu fjölskyldunum og þá
voru þær kannski á vonarvöl
í heilan mánuð. Það var
grátlegt að sjá börn sem
voru með einkenni vannnær-
ingar; stóran maga og mjóa
handleggi.“
Á MIÐHÁLENDINU
„Þegar fyrirrennarar mínir
frá Rauða krossinum komu
á miðhálendið voru bruna-
rústir út um allt en þar hafði
verið ættbálkastríð," segir
Björn. „Kveikt hafði verið í
húsunum og fólk flúið. Frið-
ur komst á að nýju og
stjórnvöld tóku aftur völdin á
þessu svæði þar sem upp-
reisnarmenn höfðu verið að
berjast. Fólk flutti aftur á
sinn stað og fór að byggja
og við dreifðum matvælum
á meðan það var að koma
sér fyrir. Á þeim tíma sem
ég kom var farið að dreifa
fræjum og einföldum áhöld-
um, eins og haka, skóflu og
plógi, þannig að fólk gat
32 VIKAN 9.TBL.1994