Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 26
I SANNLEIKUR, GÆSKA OG FEGURÐ
Q
LU
Soffía er bóhem án
drykkjunnar og
drabbsins, úlfynja sem
annast tvö mennsk börn.
Hún hefur fágaðan smekk,
enda dóttir saumakonu sem
kallar hana fagra, djarfa og
heillandi. Gott veganesti en
Soffía bætti um betur og
ferðaðist inn í skóginn til
þess að finna sjálfa sig.
Sem lítii stelpa lét hún sig
dreyma að hún væri að
fljúga. Hún var í heimi
ímyndana en þangað fara
börn þegar þau eru ein.
Þetta var spennandi heimur;
leikhúsheimur, hægt að hafa
allt að eigin vild.
Soffía er átta ára og reiðist
illilega. Á heimilinu er ekkert
trúarvesen en amma henn-
ar, Lára Jóhannesdóttir, einn
af stofnendum Guðspekifé-
lagsins, er mikill spíritisti.
Hún sýnir stelpunni áruteikn-
ingu af voðalega reiðri
manneskju, dökkbrúnfjólu-
blárri, ógeðslega Ijótri á lit-
inn. Litla stelpan er miður sín
í marga daga yfir því að geta
orðið svona Ijót við að verða
reið. Upp frá því vaknar til-
finning fyrir einhverjum öðr-
um veruleika sem lætur
venjulegt líf virðast innan-
tómt og litlaust.
Soffía er tíu ára. Á skrif-
borðinu hjá pabba liggur
frönsk málfræði. Henni finnst
ofboðslega spennandi að
vita hvernig á að segja orðin.
Hún lærir því málfræði- og
framburðarreglur á frönsku.
Hana dreymir að hún sé í út-
löndum, í grænum dölum og
á skógi vöxnum hæðum.
Hún vaknar aftur og fer á
þriggja daga bömmer yfir því
að vera í vitlausu landi.
Soffía er tvítug og vinnur í
eldhúsinu á jazzklúbbnum
Montmartre í Kaupmanna-
höfn. Hún kokkar ofan í
stóra karla, Chick Corea og
fleiri. Þetta er skemmtilegur
tími og hún safnar helling af
peningum. Hún kaupir litla
bók sem heitir: Lidt om ma-
krobiotik. Þar stendur að
maður geti verið fljótur að
léttast með því að borða
ekkert annað en brún hrís-
grjón. Eftir allan ísinn og
pylsurnar á Kongens Nytorv
er það mjög spennandi til-
hugsun. Hún skellir sér á
hrísgrjónakúr í tíu daga.
Léttist heilmikið. Upplifir
rosalega vellíðan. Ótrúlegt
að vera svona opin fyrir öllu
og hvergi nein fyrirstaða.
Vellíðunartilfinningin grefst
inn í minnið.
1972 er haldið til Marokkó
með tyrkneskum dalli, fullum
af Ameríkönum og kakka-
lökkum. í Marokkó opnast
mikill og öðruvísi heimur.
Þessi útpóstur múhameðs-
trúar í vestur er heillandi. Á
morgnana er sungið til
bæna. Hún heyrir menn
ákalla Allah, sem hefur
hundrað nöfn, mörgum sinn-
um á dag. Trúræknin liggur í
loftinu. Þrátt fyrir það eru
konur notaðar eins og burð-
ardýr. Þær bera þung viðar-
knippi á bakinu meðan eig-
inmaðurinn situr á asnanum!
Soffía neytir ekki kjöts í Mar-
okkó og líður vel af fábrotn-
um matnum. Grjón, cous-
cous og grænmeti. Mjólkur-
vörur eru engar til. Þarna
kemst hún aftur í samband
við líkama sinn á þægilegan
hátt. Hún hefur trú á því að
hreinsa hann öðru hvoru. Ef
líkaminn er hreinn er hægt
að taka inn fæðu í formi súr-
efnis og strauma, nota hann
til annars en að melta fitu.
„Við erum alltaf að taka við
skilaboðum sem missa al-
gerlega marks þegar fólk er
full of shit. Við lærum að
troða okkur út af fitu og
drasli til þess að einangra
okkur frá óþægindum og því
áreiti sem borgarumhverfi
er,“ segir hún.
1973 flytur hún til Frakk-
lands, lærir frönsku og byrjar
á makróbíótík fyrir alvöru.
Minnið um þessa æðislegu
vellíðan var alltaf fyrir hendi.
HJARTAÐ ALVEG
SKILIÐ ÚTUNDAN
1980 liggur leiðin til Lond-
on. Soffía kynnist þar Shi-
atsu-meðhöndlun gegnum
japanskan kennara, einn
fárra sem kenndi Shiatsu á
Vesturlöndum. Shiatsu er
hluti af heilbrigðiskerfinu í
Japan og nýtur þar mikillar
virðingar. Shiatsunáminu er
haldið áfram við Kushi Insti-
tute í London. Sá skóli kenn-
ir makróbíótík, Shiatsu og
matreiðslu. Annars vegar er
námið mjög vitsmunalegt,
hin hlið þess snýr beint að
maganum. „Ég áttaði mig á
því að hjartað hefði alveg
verið skilið útundan í þeirri
leið sem ég hafði valið mér.
Skömmu síðar kynntist ég
mjög heillandi jógaleið sem
kallast Advaita Adyatma-
jóga,“ segir Soffía.
LEIÐIN AÐ SJÁLFINU
Á Sanskrít merkir atma
sjálf og ad leiðin að. Þetta
jóga heitir því leiðin að sjálf-
inu og byggist ekki á því að
hugleiða grimmt né stunda
meinlætalifnað, heldur að
vera meðvitaður á hverju
andartaki, sem er kannski
ekki minni vinna.
„Ég fann Frakka sem
hafði stundað þessa jóga-
leið með indverska kennar-
anum Swamiji (kæri kenn-
ari). Swamiji hafði vestræna
menntun og skildi vel hugs-
unarhátt Vesturlandabúa.
Hann var einn ráðgjafa
Nehrús og var í miklum met-
um á Indlandi."
Frakkinn Arnaud Desjard-
ins vann hjá franska sjón-
varpinu og hans undirstaða
var einn hinna frægu Gurdi-
effhópa í París. Arnaud
gerði heimildarmyndir um
fræga vísdómsmenn út um
alla Asíu og gat þannig sinnt
eigin leit og kynnt sér speki
Austurlanda; jóga, búdd-
isma og súfisma, sem er
mystíski hlutinn af múha-
meðstrú. Arnaud var í stöð-
ugu sambandi við Swamiji í
tíu ár. Swamiji varð tíðrætt
um vesöld Vesturlandabúa.
„Þeir eru svo aumkunar-
verðir, alltaf að betla um ást.
Svo aumkunarverðir. Eng-
inn faðir, engin móðir, eng-
inn til þess að sinna neinum
raunverulegum þörfum. Svo
aumkunarverðir. Allir að
betla um ást.“ Swamiji hjálp-
aði þó þessum aumu Vest-
urlandabúum og nokkrum
Indverjum líka en hafði mjög
fáa nemendur.
Arnaud kynnti síðan
Adyatmajóga á Vesturlönd-
um og leiðir þeirra Soffíu
lágu saman í Suður-Frakk-
landi árið 1983. Skömmu
áður hafði Soffía lesið bók
Arnauds um barnæskuna
og grátið í þrjá daga. Við
lestur bókarinnar hugsaði
hún með sér að fundur við
þennan mann væri aðeins
fyrir fáa útvalda. Skömmu
síðar varð Arnaud kennari
hennar. Soffía segir þó að
hún hafi aðeins verið „um-
sækjandi að lærisveins-
stöðu“.
HJARTAHELLIRINN
Grunnur Adyatmajóga er
fjórskiptur. Vitsmunalegi
þátturinn og sá tilfinningalegi
eru fyrstir, en næst það sem
kallast að hreinsa undirmeð-
vitundina. Þar á að fara í
hjartahellinn og leysa hnút-
ana, annars verða þeir alltaf
fyrirstaða. „Kona Arnauds
var sérstaklega góð í hjarta-
hnútaleysingum, alger snill-
ingur,“ segir Soffía. „Arnaud
vildi skilja við hana en
Swamiji harðbannaði honum
að skilja fyrr en börnin væru
orðin átján og sagði: „Maður
og kona geta skilið en faðir
og móðir skilja ekki.“
Fjórði þáttur námsins kall-
ast eyðing langana. Langan-
ir þarf að uppfylla og þar
með dregur smám saman úr
þeim, líkt og þegar vindur
blæs upp barð. „Þetta er sá
þáttur sem þeir telja að taki
lengstan tíma. Þarna kynnt-
ist ég því frá indversk-freud-
ísku sjónarmiði hvernig und-
irmeðvitundin virkar og hvað
það er sem laðar hana upp á
yfirborðið og leyfir þá tján-
ingu sem er til staðar innra
með manni.“
Soffía er vitanlega jafnfær
um mannlegar langanir - á
við logandi metnað, sterkar
ástriður, ágirnd og græðgi -
og hver annar, en engin
þeirra hefur mikið vald yfir
henni vegna þess að innst
inni tekur hún þær ekki sér-
lega alvarlega. Þær eru þrátt
fyrir allt ekki annað en maya
eins og sagt er í austri - að-
eins tálsýnir.
Hún segist heldur ekki
vera sérlega öguð, þótt ferill
hennar gæti bent til annars.
„Það er kannski vegna aga-
leysis sem áráttan í sjálfs-
betrun hefur verið svona yfir-
gnæfandi í lífi mínu, því
óreiðan var ólýsanleg." Hún
segist vera mikil Iffsnautna-
manneskja, vínsmakkari,
listunnandi og sælkeri. „Ég
er mjög lífsglöð og veit ekki
hvað það er að vera alvar-
lega þunglynd. Hins vegar
var ég haldin starfrænu
þunglyndi, eins og ég held
að 60% þjóðarinnar séu, en
leysti það nú upp með Ava-
tar-tækninni. Eftir að ég fór
að nýta mér hana upplifi ég
sjaldnar eitthvað sem mér er
illa við og oftar það sem ég
hef ánægju af. Ég hef þó
enn ekki náð endamörkum
þroskans."
JAPANSKA
ÁSKORUNIN
Fyrir sex árum hóf Soffía
nám í japanskri bogfimi,
Kyudo, undir handleiðslu
Tryggva Sigurðssonar. Hún
\N 9. TBL.