Vikan - 01.10.1994, Qupperneq 61
TEXTI: SVAVA
JÓNSDÓTTIR
UÓSM:
KRISTJÁN E.
EINARSSON
Ráðsmaður Árbæj-
arsafns, Örn Er-
lendsson, var að
bogra ■ grænmef-
isbeði í bakgarði
íbúðarhússins sem
hann hefur til um-
ráða einn góðviðr-
isdag í sumar. Um-
ferðargnýrinn frá
Höfðabakkanum
barst ámátlega til
eyrna og afslapp-
aðir gestir safnsins
liðu á milli bygg-
inga. Nser sveit-
inni og þjóðarar-
finum er varla
heegt að búa í
sjálfri höfuðborg-
inni.
Einn fagran vetrardag
fyrir fjórum árum ók ég
frá Breiðholtinu yfir
Höfðabakkann,“ segir Orn
„en sama dag hafði verið
auglýst laus staða ráðs-
manns safnsins. Það var af-
skaplega fallegt veður, sól-
skin og snjór yfir öllu. Yfir
stórum hluta Reykjavíkur var
mengunarský en I kringum
Árbæjarsafnið var allt svo
bjart og fallegt. Ég hugsaði
með mér að það væri gott
að fá starfið og eiga hér
heima. Það var til þess að
ég skilaði inn umsókn sem
ég hefði kannski ekki annars
gert og ég var ráðinn stuttu
seinna."
Örn, sem er trésmiður að
mennt, segir að það að búa
á safnlóðinni hafi bæði kosti
og galla. „Kostirnir eru þessi
nánu tengsl við söguna og
liðna tíma og auk þess er
hér afskaplega friðsælt og
fagurt fuglalíf. En gallarnir
eru þeir að maður er alltaf í
vinnunni. Starfið er mjög
bindandi og í rauninni er ætl-
ast til þess að maður sé allt-
af til staðar. Þetta er eins og
annað; það er ekkert algott
en mór finnst það góða vega
þyngra heldur en gallarnir."
ALDREI DAUDUR TÍMI
„Lífið á safninu er fjöl-
breytilegt og er misjafnt eftir
árstíðum,“ segir Örn. „Hér er
geysilega mikið umleikis á
sumrin og þá þarf í rauninni
að gera mest af því sem
sýnilegt er út á við. Það þarf
að halda við öllum húsunum
sem þarfnast mikils viðhalds
og auk þess þarf að halda
við safnlóðinni og betrum-
bæta hana ár frá ári. Við er-
um með hænsni, kindur,
hross og kú sem þarf að
mjólka kvölds og morgna og
fæ ég stundum aðstoð ungl-
inga í Vinnuskóla Reykjavík-
ur við mjaltirnar. Skepnurnar
eru allar sumargestir nema
hænsnin; þau hafa búsetu
hérna allt árið eins og ég. Yf-
ir sumartímann eru starfs-
menn safnsins um áttatíu.
Yfir veturinn hægist alltaf um
þótt sinna þurfi viðhaldi húsa
og húsmuna og svo sér
fræðafólkið um fræðimennsk-
una. Yfir vetrarmánuðina er
því allt starfið með öðrum
brag og þá eru fastráðnir
starfsmenn um tuttugu."
„Minn dagur hefst á því
sem fyrir liggur," segir Örn.
„Fyrst og fremst er um að
ræða endursmíði og viðhald
á húsum. Það er vanur mað-
ur í hverju rúmi og allir vita
að hverju þeir eiga að ganga
en hér eru fjórir fastráðnir
smiðir auk mín. Þetta er
fyrsta árið sem hér er fast-
ráðinn garðyrkjumaður og
það er geysilega mikil fram-
för. Auk þess erum við búin
að hafa sama manninn í
mörg ár sem leiðbeinanda í
vinnuskólanum þannig að
hérna kunna allir sín störf."
FÆR SJALDAN FRÍ
„Það er í rauninni ætlast til
þess að ég sé alltaf við en I
sumar var tekin upp sú ný-
breytni að ég fæ frí aðra
hverja helgi og er það geysi-
lega mikil framför. Á haustin
fæ ég svo mitt „sumarfrí“. Á
veturna er að mörgu að
hyggja hvað varðar öryggis-
málin. Það þarf til dæmis að
fylgjast með því að vatn
frjósi ekki, að hiti sé í lagi f
húsunum, fylgjast með nið-
urföllum á svæðinu og einn-
ig þarf að gæta þess að
brunamál og öryggismál séu
alltaf í lagi. Það þarf því sí-
fellt að vera á verði og sann-
leikurinn er sá að á stað eins
og þessum eru öryggismálin
geysilega mikilvægur þáttur
því hér eru geymdir hlutir
sem eru ómetanlegir til pen-
inga þannig að okkur finnst
að mikill vandi sé á höndum
við að gæta þess að þeir
glatist ekki og fyrirfarist.”
Safnverðir sjá um og
skipuleggja sýningar og hef-
ur hver sitt sérsvið. „Það er
einn safnvörður sem hefur
yfirumsjón með sýningum,"
segir Örn. „Síðan ræðir fólk
saman um það á hvað eigi
að leggja áherslu, hvernig
eigi að koma sýningunni á
framfæri og hvernig eigi að
setja hana upp. Núna eru
tvær meginsýningar í gangi
og verða þær að mestu leyti
óbreyttar næsta sumar. Um
er að ræða lýðveldissýningu
í hinu svokallaða Kornhúsi
og sýning í gamla prófess-
orsbústaðnum sem fjallar
um hippatískuna."
OPNUNARTÍMI
Árbæjarsafn er opnað
fyrsta júní ár hvert og er lok-
að þremur mánuðum síðar.
Þetta er hinn eiginlegi opn-
unartími en utan hans er tek-
ið á móti hópum og yfir vetr-
artímann er sýningarstarf-
semin fyrst og fremst tengd
skólunum. [ kringum jólin er
sýning á vinnubrögðum sem
tengjast jólahaldinu eins og
það var í gamla daga. Kerti
eru steypt, sýnt er hvernig
laufabrauð voru skorin út og
hvernig jólatrén voru skreytt
með sortulyngi og berjum.
Örn segir að þar sem
ferðamannatíminn hér á
landi sé stuttur bjóði kring-
umstæðurnar ekki upp á að
hafa safnið opið almenningi f
lengri tíma á sumrin. Vegna
þess hve húsin eru mörg og
dreifð er nauðsynlegt að
hafa marga starfsmenn og
yrði það fjárhagslegt dæmi
sem gengi ekki upp.
Örn er trésmiöur og í Árbæjarsafni er ætíð nóg að gera fyrir
mann með þá fagkunnáttu. Starf hans felst fyrst og fremst í
endursmíöi og viöhaldi á húsum safnsins.
9. TBL. 1994 VIKAN 61
SOFN