Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 38
MAKAVAL
FORELDRAR
GETA HAFT
MEIRI ÁHRIF Á
VAL MAKA EN
OKKUR
GRUNAR
TEXTI:
HALLA
SVERRIS
DÓTTIR
Allt frá því aö Katrín
var smástelpa höfðu
foreldrar hennar ver-
ið með það á hreinu hvers
konar eiginmann hún ætti að
ná sér í. Og þau létu hana
líka heyra það. Hann átti að
vera fjallmyndarlegur og sér-
lega gáfaður og auðvitað í
réttu starfsgreininni - tann-
læknir eða verðbréfasali
væri ágætt, takk fyrir! Hann
átti að vera traustur og
áreiðanlegur. Og hann átti
að vilja eignast stóra fjöl-
skyldu og geta séð fyrir
einkadótturinni og börnum
sínum með myndarbrag.
Á menntaskólaárunum var
Katrín því á sífelldu róli milli
stráka af því tagi sem foreldr-
ar hennar samþykktu og
stráka sem á einhvern hátt
voru „öðruvísi" - draum-
lyndra, listhneigðra náunga
með sítt hár og tóma vasa.
Eftir að hún útskrifaðist fór
hún að afgreiða á vinsælu
kaffihúsi og hitti þar mikið af
listamönnum og það var þá
sem hún hitti Egil en hann
vann fyrir sé sem píanóleikari
á bar og dreymdi um að
verða tónskáld. Það var með
talsverðum kvíða að hún lét
ioksins til skarar skríða og
kynnti hann fyrir foreldrum
sínum. Hvað myndu þau
segja? Hann var tíu árum
eidri, átti skilnað að baki og
auk þess síblankur. . . Þegar
þau mættu í sunnudagslærið
í Garðabænum tók mamma
hennar á móti þeim með
heldur ósannfærandi brosi
sem varð ekki hlýlegra þegar
hún rak augun í hringinn í
eyra tengdasonarins tilvon-
andi. Og þegar þau gengu út
í garðinn, þar sem pabbi
hennar var að klippa rósirnar,
ætlaði sá gamli að fá hjarta-
slag - maðurinn var tattóver-
aður! En þegar Egill greip
garðskærin og fór að hjálpa
til leið ekki á löngu þar tií þeir
voru farnir að spjalla saman.
Kvöldið leið þannig átaka-
laust og Egill ræddi af skyn-
semi við foreldrana um þá
framtíð sem hann vonaðist til
að geta átt með Katrínu.
Meira að segja móðirin
bráðnaði alveg þe9ar hann
fékk sér í þriðja skipti af
steikinni. Hún hafði nefnilega
haldið að svona menn borð-
uðu bara baunaspírur.
Eftir því sem á leið fór
Katrin að fyllast örvinlan. Var
foreldrum hennar þá eftir allt
saman alveg sama um hana,
úr því að þau vörpuðu öllum
stóru draumunum fyrir róða í
einni svipan? Smám saman
varð henni þó Ijóst að hún
hafði ómeðvitað reitt sig á
foreldra sína til að gera upp
hug sinn fyrir hana, því að
innst inni hafði hún ekki verið
viss um að hún elskaði Egil
nógu mikið. Viðbrögð þeirra
neyddu hana því til að skoða
hug sinn vandlega. Nú varð
hún að taka ákvörðun um Iff
sitt sem fullorðin manneskja.
Þegar kemur að því að
velja sér lífsförunaut er víst
engin leið að komast undan
þeim áhrifum sem uppeldið
og viðhorf foreldrana hafa á
okkur. Foreldrarnir eru nú
einu sinni fyrstu og sterkustu
fyrirmyndirnar og við drekk-
um í okkur hugmyndir þeirra
og skoðanir, hvort sem við
erum meðvituð um það eða
ekki. Auk þess verður sá,
sem fyrir valinu verður, hluti
af fjölskyldunni upp á gott
eða vont og það getur verið
mjög erfitt og sásaukafull ef
að foreldrarnir geta alls ekki
þolað viðkomandi. Ef þú ert
þar að auki óörugg um sjálfa
þig og eigin óskir í lífinu
verða áhrif foreldranna enn
meira afgerandi. Þá geturðu
ómeðvitað beitt foreldrum
þínum eins og mælistiku á
rannsóknarefnið sem situr í
sófanum á móti þeim og látið
þau ráða framtíð sambands-
ins. Ef þeim gömlu líst vel á
gripinn, nú þá hlýtur hann að
vera efnilegur, en ef ekki -
gæti verið að þú værir að
gera einhver voðaleg mis-
tök? Því að mamma og
pabbi vita jú alltaf betur, ekki
satt? En þú mátt ekki
gleyma því að það ert þú en
ekki foreldrar þínir sem átt
eftir að búa með, tala við, og
ég tala nú ekki um, sofa hjá
manninum!
Foreldrar vonast eðlilega
eftir því að börn þeirra finni
sér maka sem fellur að þeim
hugmyndum og lífsviðhorfum
sem þau hafa sjálf lifað eftir
og með ágætis árangri í sex-
tíu ár, góða mín! Oftast er til-
gangurinn bæði óeigingjarn
og eigingjarn; þau vilja að
maki þinn geri þig hamingju-
sama en þau hafa ekkert á
móti því að hann geri þau
hamingjusöm svona í leið-
inni. Og oft eru mörkin þarna
á milli dálítið óskýr. Þetta get-
ur oft leitt til hatrammra
deilna sem gera ekkert nema
að særa alla viðkomandi.
38 VIKAN 9. TBL. 1994