Vikan - 01.10.1994, Qupperneq 51
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR
FRH. AF
BLS. 11
vinstri flokkunum. Guðmund-
ur Árni og Gunnlaugur voru
báðir staddir erlendis. Og
heldurðu að ég hafi ekki
beðið um orðið þarna í full-
um sal af fólki, mörgu hverju
sem ég hafði aldrei áður
séð! Ég veit ekki hvað kom
yfir mig og skil það ekki enn.
Þarna kynnti ég mig, sagði
hverjir að mér stæðu og
sagði síðan hvaða álit ég
hefði á þessum málum. Ég
sagðist ennfremur vera viss
um að fjölskylda mín stæði á
bak við mig hvað þetta varð-
aði, án þess að hafa nokkuð
rætt það sérstaklega við
strákana! Ég vissi bara að
þeir voru hlynntari vinstri en
hægri stjórn. Þegar ég hafði
lokið máli mínu kvað við
dúndrandi lófatak. Og ég get
svarið það að ég mundi ekki
orð af því sem ég sagði á
fundinum, var alveg miður
mín. Þannig að óg hringdi
upp á Stöð 2, af því að ég
vissi að menn frá stöðinni
höfðu myndað á fundinum,
og bað Eddu Andrésar um
að forða mér í öllum bænum
frá því að ræðan mín kæmi
nokkurs staðar fram! Mér
hefur oft verið strítt á þessu
síðan. Kannski fer ég ein-
hvern tímann upþ á Stöð 2
og fæ að kanna hvað ég
hafði eiginlega verið að
segja.“
Ekkert skal um það sagt
hvort hjartað í henni Mar-
gréti Guðmundsdóttur stór-
krata hafi tekið út einhver
starfsár aukalega á þessum
fundi. Hitt er víst að það
ákvað að taka sér tímabund-
ið starfsleyfí á árshátíð hjá
Alþýðuflokknum sem var
haldin 20. nóvember sl. Mar-
grét fékk hjartaáfall, hallaði
sér máttvana utan í öxlina á
Snjólaugu, dóttur sinni og dó
drottni sínum um stundar-
sakir. Við rannsókn kom
fram að hjartað var orðið slit-
ið og þreytt. Sumum kann að
þykja þetta hæðnislegur frá-
sagnarmáti en Margrét notar
sjálf kátlegan frásagnarhátt
þegar hún segir söguna.
„Við vorum í okkar fínasta
þússi, búnar að borða for-
réttinn, þegar ég sagði við
Snjólaugu að mér fyndist ég
vera að verða lasin. Hún
sagði að við skyldum þá
koma fram. Ég sagðist ekki
geta það. Síðan man ég ekki
meira. Snjólaug sagði mér
síðar að það hefði korrað í
mér, ég hóstað og korrað til
skiptis. Það vildi mér til lífs
að Bárður Sigurgeirsson,
læknir og vinur okkar, sat
rétt hjá okkur og sá hvað var
að gerast. Ég vaknaði síðan
upp við það að Bárður var
að „kyssa mig kossi lífsins".
Og það er auðvitað fátt ynd-
islegra en það að vera vakin
með kossi frá svona mynd-
arlegum, ungum manni,"
segir Margrét og skríkir. „Ég
vissi ekkert hvað hefði gerst
en hjartað hafði algerlega
stöðvast. Þó hafði ekki dreg-
ið svo mikið úr blóðstreymi
að ég hlyti af því varanlegan
skaða.
Eftir að hjartaveilan kom í
Ijós var ákveðið að setja í
mig gangráð. Ég fókk bækl-
ing með mér heim þar sem
kom fram að gangráðurinn
væri allra meina bót; ég ætti
að geta gengið á fjöll, stund-
að kynlíf, keyrt bfl og allt
hvað eina,“ segir Margrét en
það var víst hent mikið gam-
an að sumum kostum gang-
ráðarins þegar þeir voru
kynntir innan fjölskyldunnar.
„Þann 28. nóvember var
settur í mig gangráður og ég
byrjaði í alls konar þjálfun;
gekk og synti. Samt sem áð-
ur var ég að veikjast allan
tímann og var lögð inn á
spítala aftur. Þar fékk ég pill-
ur til þess að jafna hjartslátt-
inn og var send heim. Pill-
urnar breyttu engu. Ég var
að missa allan mátt og kvart-
aði við læknana yfir því að
ég væri að bólgna upp á
hálsinum. Þegar ég mætti
eitt skiptið í endurhæfingu
sagði einn hjúkrunarfræðing-
urinn að svo virtist sem ég
væri að gefa upp öndina og
kallaði á lækni. Það vildi svo
einkennilega til að Guð-
mundur Árni, sem þá var
heilbrigðisráðherra, var í
heimsókn á sþítalanum og
læknirinn minn var að sýna
honum spítalann þannig að
hann mátti ekkert vera að
því að sinna mér. i staðinn
var sendur annar læknir nið-
ur, og þegar hann sá mig lá
við að hann kallaði á sjúkra-
bíl þarna inni á spítalanum!
„Þú hreyfir þig ekki,“ sagði
hann og bætti við að hann
þyrfti ef til vill að gera á mér
bráðaaðgerð því ég var með
öll einkenni blóðtaþpa; sem
síðar kom í Ijós. Blóðtappinn
uppgötvaðist 20. janúar á
þessu ári.
Þegar gangráðurinn var
settur í mig höfðu vírar lent
utan í bláæð og sært hana.
Við það myndaðist blóð-
kökkur sem stíflaði æðina.
Ég var strax sett á blóðþynn-
ingarlyf og er á þeim enn,“
segir Margrét.
Hennar tími var sem sagt
ekki kominn og ef til vill má
segja að þarna hafi hún öðru
sinni verið heimt úr helju.
Þann 1. mars var hún farin
að vinna aftur en Margrét
starfar sem dómritari í Hér-
aðsdómi Reykjaness. Sjúkra-
sagan er þó ekki öll sögð.
Margrét hélt mikla veislu fyrir
Ásgeir, yngsta son sinn,
þegar hann útskrifaðist úr
Tölvuháskóla Verzlunarskól-
ans í júní sl. í kringum
veisluhaldið var heilmikið til-
stand. Veislan var um helgi
en á mánudeginum gerðist
það þegar hún var að fara
fram úr rúminu.
„Ég fór á fætur en missti
þá jafnvægið og féll hægt og
rólega aftur á bak í rúmið
aftur. Ég var að missa með-
vitund og hugsaði þá með
mér: Jæja, ég er að deyja
núna, mikið er það yndislegt!
Bara svona jákvæð gagnvart
þessu. Hugsaði með mér:
Nú hitti ég mömmu og
þabba og drengina. Var al-
veg sátt við að deyja. En
heldurðu að ég vakni ekki
aftur. Var eiginlega hálffúl yf-
ir því! Þetta gerðist tvisvar
svo ég fór eina ferðina enn
upþ á spítala. Þetta reyndist
bólga í miðeyranu sem rekja
mátti til blóðtappans og
brenglaði jafnvægisskynið.
Læknirinn sagði að ég gæti
unnið á þessu sjálf með því
að kalla fram yfirlið. Og það
gerði ég. Með ákveðinni
hreyfingu lét ég líða yfir mig í
rúminu nokkrum sinnum á
dag! Óþægilegt var það en
nú er ég fyrir löngu orðin
góð. Það er alveg sama
hvað ég reyni, nú get ég ekki
með nokkru móti látið líða yf-
ir mig!“ segir Margrét hlæj-
andi.
Hún er mjög hress að sjá
og engin veikindamerki á
henni að finna. Hún er líka
nýkomin úr sumarfríi. „Já, ég
fór í Ingólfsfjörð og átti þar
yndislegar stundir, svaf
meira að segja í rúmi ömmu
minnar í herberginu hennar í
gamla bænum. Þar er allt
með sömu ummerkjum og
voru meðan hún lifði en hún
dó árið 1968 þá á 98. aldurs-
ári. Mér finnst svo gott að
koma á ættarslóðirnar mínar
og sækja mér þangað kraft
og hlýju," segir Margrét og
eftir erfiðan síðastliðinn vet-
ur mun henni víst ekki hafa
veitt af hressingunni.
„Jú, að mörgu leyti var
síðasti vetur erfiður en nú er
ég að ná mér að fullu; er á
beinu brautinni og finn mig
vel. Komandi vetur leggst
bara vel í mig núna, ég syndi
næstum daglega, fer í
gönguferðir og sæki mikið
tónleika og sýningar. Enda
er Hafnarfjörður orðinn mikill
menningarbær og hér er allt-
af mikið um að vera. Senni-
lega mun ég einnig sækja
námskeið í trúfræði, sál-
gæslu og siðfræði í Háskól-
anum í vetur en það hef ég
gert undanfarna vetur og
hefur fundist það eiga mjög
vel við mig.
Ég er líka í ágætu starfi
hjá Héraðsdómi Reykjaness
og á þar gott samstarfsfólk
og vini. Og ekki síst er það
fjölskyldan, börnin mín og
barnabörn. Systkini mín búa
öll hér í Hafnarfirði og fjöl-
skyldur þeirra og við höfum
ævinlega haldið vel saman.
Ég er umvafinn góðu fólki og
tek virkan þátt í Kfinu og
samfélaginu. Mig vantar
bara nokkra klukkutíma í
sólarhringinn til að geta
framkvæmt allt sem mig
langar að gera,“ segir Mar-
grét.
Nú er bankað á útidyrnar
og Margrét fer til dyra. Það
eru strákarnir. Þeir eru búnir
að slá. „Eftirvinna?" heyri ég
að Margrét spyr undrandi.
„Það var ekkert talað um
það,“ segir hún síðan en nær
í tékkheftið og skrifar út ávís-
un. Það hýrnar yfir sláttu-
piltunum þegar hún býður
uþþ á kók og snúða. Þegar
ég er að fara eru strákarnir
að fara úr skónum. - Einn
kemur þá annar fer, hugsa
ég með mér og verður hugs-
að til þeirra ára þegar bæjar-
stjórafrúin var önnum kafin
við að baka ofan f opinbera
gesti Hafnarfjarðar. Hörku-
kona þessi Margrét Guð-
mundsdóttir, hugsa ég með
mér þegar ég horfi á ný-
slegna flötina og þögul hljóð-
færi piltanna. Og ég veit að
það er töggur í gestgjafa
þeirra; töggur sem þeir hafa
gott af að kynnast. □
9. TBL. 1994 VIKAN 51
KVENSKORUNGUR