Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 47

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 47
SKOP Hávaxinn svertingi var ákærður fyrir nauðgun. Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu, eftir að skýrsla um líkamlegt atgervi mannsins hafði verið lögð fram, að maðurinn hefði ekki getað verið sjálfráður gerða sinna. Nefnilega vegna þess að þegar allt gæti verið klárt til nauðgunar þá væri ekkert blóð eftir til þess að halda heilastarfseminni í lagi! íslenska þjóðin þarf að gera verulegar varúðarráð- stafanir vegna mikilla óeirða sem munu brjótast út eftir fimmtán ár vegna þess að þá munu Hafnfirð- ingar byrja að fatta fyrstu Hafnarfjarðarbrandarana! FINNDU 6 VILLUR STJÖRNUSPA Litli drengurinn var að gera þarfir sínar þegar hann kall- aði fram af klósettinu til mömmu sinnar þar sem hún var í eldhúsinu að baka köku: „Mamma, má óg síðan sleikja skálina?" „Nei, vinur, sturtaðu bara niður eins og við hin!“ Dvergur, sem var nýkom- inn úr frægðarför til nektarnýlendu, var spurð- ur hvernig honum hefði líkað. „Ja,“ svaraði hann, „séð frá mínum sjónarhóli þá held ég að flestir skildu það ef ég líkti þessu við sólar- strönd þar sem allir líta út eins og Fidel Castro!" Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda 'Bjjæq JO piQupuEH '9 ujnuiuuBLU e Bu!iÁ0jqÐQ6ijqd!Ag g jbiuba uujunqjBQjnH > ej6u8| J0 Qlliog E JE -Iuba BSBAddois 'Z 'ujjjoq puAujBBaA \ :BpuAuj miuj p qiqjo ejuq jEBuiiAajq jBp|BP!)|3 HRUTURINN 21. mars - 20. apríl Þú gætir verið að einbeita þér of mikið að einhverju tilteknu atriði sem gæti orðið til þess að þú óviljandi vanræktir einhvern þér nákominn. Þótt þú slakir dálítið á ætti það ekki að koma niður á markmiðum þínum en myndi gera heilmikið fyrir sam- band þitt við tiltekinn aðila. NAUTIÐ 21. apríl - 21. maí Náin sambönd gætu komið við veikan blett á þér og truflað heim- ilislífið, að minnsta kosti tímabundið. Misklíð kann að koma upp vegna þess að markmið rekast á og for- gangsröðin skarast milli þín og ein- hvers félaga þíns. Það er ekki til að þæta ástandið að samskiptin eru stirð. Dragðu þig í hlé og veittu stoð- um sambandsins óskerta athygli. Þið gætuð þurft að byrja frá grunni. TVÍBURARNIR 22. maí - 22. júní Heilsan gæti verið viðkvæm þennan mánuðinn, sérstaklega eftir níunda þvi þá gæti streita gert vart við sig. Mundu að áhyggjur eru ekki gott byggingarefni fyrir sjálfsmyndina, þær verka neikvætt á sálarlífið og þannig dregið úr líkamlegri mótstöðu. Taktu þér frí ef þú getur. KRABBINN 23. júní - 23. júlí Það er eitthvað í loftinu sem veldur því að fjölskylda þín er eins og á nálum. Sumt virðist slitið algerlega úr samhengi og úlfaldar gerðir úr mýflugum. Sinntu fjölskyldunni og haltu umfram allt ró þinni því vanda- málin eru mun minni en sumir vilja vera að láta. UÓNID 24. júlí - 23. ágúst Sennilega finnst þér þú vera að sþringa úr atorku og fram- kvæmdagleði eftir að hafa loksins tekið ákvörðun um framtíðina. Ákvörðunin getur þó komið róti á hef- bundið mynstur daglegs lífs og þú þarft að takast á við það. Gefðu fjöl- skyldu þinni sérstaklega gaum í þessu tilliti. Ræddu málin opinskátt við þá sem standa þér næst til þess að hreinsa andrúmsloftið. MEYJAN 24. ágúst - 23. september Þig vantar meiri tíma til að sinna eigin hugðarefnum. Gefðu þér slíkan tíma því hann er mikilvægari en þú hyggur og mun auðvelda þér að fást við örlagaríkar ákvarðanir í árslok. Þú mátt ekki láta þér þær í léttu rúmi liggja. En ef þú ert í vafa skaltu fresta ákvarðanatökunni. Þiggðu ráð frá öðrum en Kttu ekki á þau sem heilagan sannleik. VOGIN 24. sept. - 23. október Einhver mistök í bókhaldi eða lítið yfirveguð ráðstöfun á peningum verður til þess að setja fjármálin úr skorðum. Allt virðist vera að fara úr böndunum en svarið er ekkert mjög flókið. Lærðu af þessari reynslu og gefðu peningamálunum meiri gaum. Það er freistandi að eyða um efni fram þennan mánuðinn en oft reynist flagð undir fögru skinni. Slakaðu á andlega. SPORDDREKINN 24. október - 22. nóvember Eitthvað, sem þú hefur ný- lega hafist handa við, gæti orðið fyrir óvæntum töfum. Þú þarft að endur- skoða allar áætlanir og finna nýjar leiðir, jafnvel ný markmið. Þér kann að virðast vandinn óyfirstíganlegur en ef þú gefur þér dálítinn tíma til þess að hugsa málið detturðu fljótlega nið- ur á lausnina. En gerðu það strax til að lenda ekki í meiri vandræðum. Haltu ró þinni. BOGMAÐURINN 23. nóv. - 21. desember Október gæti reynst þér þungur í skauti sálarinnar. Sjálfs- traustið er í lægð og þú átt erfitt með að taka ákvarðanir. Þetta er senni- lega óhjákvæmilegur fylgifiskur vegna staða stjarnanna og líður hjá með tímanum. Örvæntu því ekki en reyndu að skilgreina ástandið til að geta betur meðhöndlað það. STEINGEITIN 22. desember - 20. janúar Þó að þú sért félagsvera þá gæti þér þótt gott að draga þig út úr hringiðu og skarkala samkvæmislífs- ins um stundarsakir. Þú gætir þurft að huga að nánu sambandi við einhvern og það, ásamt vinnunni, á sennilega eftir að taka meirhlutann af tíma þín- um. Á báðum sviðum er líklega ( gangi endurmat á stöðunni og þú gætir þurft að bæta fyrir mistök sem þú hefur gert. VATNSBERINN 21. janúar - 19. febrúar í þessum mánuði gæti dregið verulega úr framkvæmdahraða þess sem þú ert að fást við, einkum vegna þess að þú hefur dregist afturúr eigin áætlunum. Sinntu því, sem þegar hef- ur hafist, og bættu ekki fleiru á þig fyrr en gamlar syndir eru úti úr myndinni. FISKARNIR 20. febrúar - 20. mars Besta leiðin að tilteknu mark- miði þarf um þessar mundir ekki að vera sú stysta. Þú gætir þurft að „bakka“ örlítið til þess að geta síðan haldið áfram. Þú munt sennilega helga starfinu þorrann af tíma þínum en mátt samt ekki gleyma öðrum þáttum tilverunnar. 9. TBL. 1994 VIKAN 47 STJORNUSPA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.