Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 58

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 58
KVIKMYNDIR dauðans - eyðni, hungurs- neyð, kjamorkumengun - el- ur af sér ótta sem nærir svona þjóðsögur,“ segir hann og telur að „Wolf“ ætti vel að geta höfðað til nú- tímamannsins. Brellusnillingurinn Rick Baker sér um að skapa útlit mannúlfanna og þykir takast meistaralega upp, eins og með fyrri verkefni sín, en hann á heiðurinn af sumum snilldarlegustu förðunarbrell- um síðari tíma og nægir þar að nefna kvikmyndir á borð við „The Excorcist". En þó að kvikmyndin skarti stórstjörnum á borð við Jack Nicholson og Michelle Pfeiffer beinist at- hygli manna ekki síður að leikaranum unga James Spader, en hann hefur und- anfarin ár vakið mikla hrifn- ingu fyrir vandaðan leik og næma persónusköpun í myndum eins og „Sex, Lies and Videotape11 og „White Palace“. í þessari mynd er Spader í kunnuglegu hlut- verki ungs framamanns sem dags daglega gengur í stíf- pressuðum jakkafötum en á sér aðra og skuggalegri hlið. „LÍKTIST TIL AÐ BYRJA MEÐ SVÍNI!" Spader átti viðtal á dögun- um við erlenda blaðamenn og lýsti meðal annars reynslu sinni við gerð mynd- arinnar. Blaðamaður hóf spjallið með því að spyrja hann út í yfirborðslegri þætti persónusköpunar hans, þ.e. förðunarhliðina. Blm.: Gætirðu til að byrja með sagt okkur eitthvað um förðunarþáttinn? Mér sýnist að þú sért farðaður mun meira en t.d. Nicholson. Spader: Já, það var dálft- ið spaugilegt. Þetta liggur að miklu leyti í því að við Jack höfum afskaþlega ólík andlit - mitt er miklu mýkra og elskulegra en hans og það þarf þess vegna að gera meira við það til að gera það úlfalegt! Ég kom inn í vinn- una á seinni hlutanum og þá var vinnunni við útlit Jacks svo til lokið. Útlit hans lagði línuna fyrir myndina í heild svo að mikill hluti af förðun- arvinnunni við mig fólst í að gera mig svipaðan Jack, einkum augabrýrnar. Rick lagði mikla áherslu á kinn- beinin og ennið en hann reyndi alls ekki að gera mig eins og ósvikinn úlf því að það gengur alls ekki þegar mannsandlitið er annars vegar. Þegar hann reyndi að breyta mér í úlf líktist ég til að byrja með miklu fremur svíni, sem var náttúrulega ekki hugmyndin! Þetta tók því allt mjög langan tíma og margar tilraunir. Það tók fimm tíma að farða mig - og svo var ég kannski í hálftíma í stúdíói. Það var stundum alveg að gera mig brjálaðan, svo ekki sé minnst á Rick sem var stundum gráti nær þegar hann sá fimm tíma vinnu fara til einskis ef töku- planið var stokkað upp eða veður breyttist skyndilega Blm.: Hvernig kom það til að þú lékst í þessari mynd? Spader: Ja, þegar þetta barst fyrst í tal sýndi hvorki ég né umboðsmaður minn hlutverkinu mikinn áhuga. Ég er orðinn pínulítið þreytt- ur á hlutverki unga frama- mannsins, ef satt skal segja. Svo fannst mér þetta eigin- lega vera fyrir ofan mitt svið - Mike Nichols og Jack Nicholson, þú veist! En svo var mér sent handritið og ég hafði gífurlega gaman af því og sá strax að þetta yrði ekki eins og hver önnur „uppa- rulla“, heldur spennandi og skemmtilegt, svo ég sló til. Fram að þessu hefur þetta meira verið þannig að ég fæ send handrit sem enginn annar lítur við, eins og t.d. „Sex, Lies and Videotape". Það var handrit sem enginn leit við - umboðsmennirnir hentu því í ruslið! Hlutverk mitt þar þótti mjög vafasamt vegna þess að persónan var svo sérkennileg, en það var einmitt rétta hlutverkið fyrir mig. Oftast reyni ég að finna hlutverk sem á einhvern hátt eru framandi, helst sem und- arlegust. Og varúlfar eru vissulega með því undar- legra sem fyrirfinnst, ekki satt? Svo þetta reyndist vera alveg við mitt hæfi. Blm.: Hvernig fannst þér að vinna með Jack Nichol- son? Spader: Ég ímynda mér að það sé svipað og að að spila tennis við John McEn- roe! Það er alveg sama hvað þú sendir til hans, það kem- ur allt í hausinn á þér aftur með tvöföldum krafti. Það er stórkostlegt. Og alveg rosa- legt fjör, þó að ég skammist mín hálfpartinn fyrir að segja 58 VIKAN 8. TBL. 1994 það. ég meina, ég sá það á leikstjóranum og tækniliðinu að þetta var gífurlega erfið mynd í vinnslu, og Jack þurfti að glíma við geysilega erfiða hluti, en mitt hlutverk tók ekki nándar nærri því eins mikið á, svo að ég gat leyft mér að hafa gaman af þessu, sleppa fram af mér beislinu. Og ég held að það hafi haft góð áhrif á persónu- sköpunina því að Stewart, sem ég leik, upplifir það svo sterkt sem frelsun þegar hann umbreytist, kastar af sér leiðinlegum hversdags- hamnum og verður að villi- dýri. Hann fær að sleppa fram af sér beislinu og skemmta sér. Blm.: Aðstoðaði Jack þig mikið? Rædduð þið persón- urnar? Spader: Æfingatíminn fór að mestu í að lesa handritið saman en við ræddum það ekki svo mikið okkar á milli. Ég ræddi mín atriði mest við Mike Nichols og vann mína undirbúningsvinnu að miklu leyti með sjálfum mér. Svo mættum við í stúdíóið og gerðum það sem okkur fannst okkar besta og ef það var ekki nóg sagði Mike okk- ur að hundskast til að gera betur! BARÁTTA MILLI MANNS OG DÝRS Blm.: Nú er þín persóna að miklu leyti ill en persóna Jacks góð. Spader: Ja, mér finnst það nú vera of mikil einföld- un. Ég myndi segja að þessi mynd væri óræðari en svo. En vissulega er Will, sem Jack leikur, eldri og lífs- reyndari og hann kann þess vegna betur að meta hin mannlegu gildi. Hann á í mikilli innri baráttu milli mannsins og dýrsins í sjálf- um sér og óttast þau illu öfl sem stjórna honum þegar hann verður að úlfi. En Stewart er ungur og hugsar einungis um augnablikið - hann vill njóta alls án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ungt fólk er meira nautna- fólk en það eldra, ekki satt? Hraði, spenna og fullnægja er það sem skiptir Stewart máli. Þess vegna hefur hann enga stjórn á því valdi sem hann öðlast þegar hann breytist, og vill heldur ekki stjórna því, og þannig má segja að hann sé illur. Blm.: Kynntirðu þér eitt- hvað lífshætti og eðli hunda eða úlfa? Spader: Já, ég fór út á búgarð þar sem dýr eru þjálfuð til að taka þátt í kvik- myndum. Þar er stór hjörð úlfa og ég fór og hitti þá, fylgdist með þeim um tíma og ræddi við umsjónarfólkið. Það var mér mikils virði því að þetta eru ekki altamin dýr. Suma úlfana gat ég alls ekki nálgast því að ef ég svo mik- ið sem kom nærri búrinu urðu þeir æstir og hefðu lík- lega ráðist til atlögu ef þeir hefðu haft færi á. Hefurðu einhvern tíman séð úlf augliti til auglitis? Ég hafði aldrei áttað mig á því hvað er í raun lítið skylt með úlfum og hundum. Úlfar eru allt öðru- vísi byggðir, hlutfallslega - þeir eru til dæmis með miklu stærri klær. Þesir venjulegu heimilishundar, sem við þekkjum, eru í raun mun nær ástralska villihundinum að skyldleika en úlfum. Þó að þeir geti verið grimmir eru þeir í eðli sínu miklu með- færilegri en úlfar. Úlfar eru stórkostleg dýr og þjóna engum nema sjálfum sér. Blm.: Hvernig nýttist þetta þér í myndinni? Spader: Tja, það nýttist mór vel til þess að nálgast dýrið, til að túlka dýrslegt eðli. En það þversagnar- kennda er að þeim mun meira sem ég las mór til, þeim mun minna fannst mór persóna mín byggja á raun- verulegum úlfum! Ég held að Stewart eigi mun sterkari rætur í goðsögnum en í raunveruleika. Hann er ein- fari og útlagi - flestir úlfar halda sig í hjörðum og eru afar tryggir hjörðinni, þó að til séu undantekningar - og stendur þjóðsögulega úlfin- um mjög nærri. Þú veist, úlf- inum í Rauðhettu og ætt- mennum hans! Þjóðsögulegi úlfurinn svelgir í sig allt sem á vegi hans verður, hann er óseðjandi. Og fyrir Stewart er það merki um vald hans að hann getur rifið fólk í sig. Hann fær aldrei nóg. Hann lítur á veröldina sem risa- stórt gnægtarborð sem hann getur satt sig á, án sektar eða samviskubits. Og lætur ekkert hindra sig. Við vorum því fyrst og fremst að vinna með heim þjóðsagna í þess- ari mynd, ekki heim raun- verulegra úlfa. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.