Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 54
AFREKSMAÐUR
ar mínir ýttu mér út í þetta,“
segir hann. „Ég var ekki
spenntur fyrir sundinu fyrr en
ég kepptí úti árin 1988 og
1989.“ Verðlaunapeningarnir
hanga á skjöldum á veggj-
unum og það er ótrúlegt að
hugsa til þess að á svo fáum
árum hafi hann unnið til jafn
margra verðlauna og raun
ber vitni. „Ólympíubronsið
mitt er lang merkilegasti
peningurinn," segir hann en
á Ólympíuleikum fatlaðra í
Barcelona á Spáni í hittið-
fyrra vann hann bronsið í
400 metra skriðsundi en í allt
keppti hann í sjö greinum.
Bandaríkjamenn unnu bæði
gullið og silfrið. „Ég var svo
stressaður á leikunum að ég
hafði ekki hugmynd um hvað
ég var að gera. Flestir í lið-
inu voru búnir að fá verð-
launapening og ég var
ákveðinn í að gera mitt
besta. Ég var í góðu skapi í
tvo mánuði á eftir. Það var
enginn sem reiknaði með
mér í verðlaunasæti. Ég var
svo lang yngstur." Birkir seg-
ir að það hafi verið einstök
tilfinning að ganga inn á leik-
vanginn við opnunarhátíðina
en tugir þúsunda áhorfenda
voru í Barcelona til að fylgj-
ast með keppninni. „Það
kom á óvart hvað fólk hafði
mikinn áhuga á keppninni
því það var ekki búist við
svona mörgum áhorfend-
um.“ Flann segir að á meðan
leikunum stóð hafi keppend-
um verið haldið sér. „Það
voru rútuferðir frá Ólympíu-
þorpinu á keppnisstaðinn.
Maður keppti, fór heim,
borðaði og fór að sofa. Þetta
var svona í tíu daga í röð.
Við borðuðum mikið af hita-
einingaríkum mat eins og
pasta og lasagna. Gosið var
algjör bannvara og því
drukkum við ávaxtasafa sem
er nokkuð góður á Spáni. Ég
þekki ávaxtasafa frá flestöll-
um löndum,“ segir Birkir og
hlær.
Þegar hann er spurður að
því hvers vegna hann sé
svona góður í sundi segir
hann: „Ég tel mig ekki vera
svo góðan í sundi. Það eru
bara svo fáir blindir sem
æfa. Ég legg rosalega mikið
á mig og æfi mjög mikið. Ég
hef oft mikið að gera. Það er
brjálæði. Sundið er stundum
aukabúgrein." Hann segist
vera sterkastur í löngum
sundum eins og til dæmis í
skriðsundi en eins og fram
hefur komið vann hann
bronsið á Ólympíuleikunum í
þeirri grein. Núna er hann
farinn að æfa með Breiða-
bliki en takmarkið í sundinu
er að keppa á mótum ófatl-
aðra og ná verðlaunasæti.
Hann æfir sex sinnum f viku,
þrjá tíma í senn og syndir
oftast fjóra til fimm kílómetra.
„í nóvember keppi ég á
Heimsleikum fatlaðra á
Möltu og ég býst við að
leggjast inn á spítala í hálft
ár á eftir vegna matareitrun-
ar,“ segir Birkir. Að undan-
förnu hefur hann æft mark-
bolta sem felst I því að leik-
menn mynda þríhyrning,
skjóta boltanum á milli sín
og reyna að koma honum í
vegg. Hann segist æfa
þessa íþrótt tvisvar í mánuði
og lítur á hana meira sem
„hobbý“ og leggur því enga
áherslu á hana.
DÚX Í VERSLÓ
í gegnum árin hefur maður
heyrt að þeir krakkar, sem
hafa mikið að gera, standi sig
yfirleitt betur í skóla en aðrir.
Þetta á vel við um Birki. Hann
er búinn með eitt ár í Verslun-
arskóla íslands og gerði sér
lítið fyrir og varð hæstur í sín-
um árgangi á vorprófunum
með 9,4 í aðaleinkunn. Býst
hann við að dúxa á stúdents-
prófi? „Það getur verið,“ segir
hann. „Ef ég verð með sömu
krökkum þá á ég séns á því.“
Eru skólasystkini hans svona
„treg“ eða hvað? „Já, það
hlýtur eitthvað að vera,“ segir
hann. „Það getur ekki verið
ég sem er svona klár. Ég
held að þau gætu fengið jafn
háar einkunnir en þau eru full
löt til þess.“ Hann segir þó að
hann leggi mikið á sig en í
vetur lærði hann oft til mið-
nættis. „Ég get ekki unnið
nema undir álagi," segir
hann. „Ef maður hefur ekkert
að gera nennir maður ekki að
gera neitt.“ Hann viðurkennir
að hann hafi nokkrum sinn-
um sofnað í tímum og því er
auðvelt að (mynda sér að
hann sitji aftast. „Ég sit
fremst," segir hann. Hvað
skyldu kennararnir segja við
þessu? „Þeir verða ósköp
sárir greyin," segir hann. „En
hvað geta þeir sagt þegar ég
er með 9,4 í meðaleinkunn?
Þeir láta mig bara í friði. Ég
sofna nú ekkert oft. Það kom
kannski fyrir einu sinni eða
tvisvar í mánuði og þá oftast í
fjórða tíma en ég er yfirleitt
mjög syfjaður rétt fyrir há-
degi.“
Birkir vinnur alltaf á tölvu
sem hann segist vera háður
en auk þess er hann með að
láni ferðatölvu frá Blindrafé-
laginu. „Þetta er ferðatölva
með blindraskjá sem kostar
yfir átta hundruð þúsund og
ég er einn af þeim fyrstu
sem fær að prófa hana.“
Hann er metnaðarfullur og
ætlar annaðhvort í tölvu-
fræði eða hagfræði í háskól-
anum. „Ég ætla að verða at-
vinnulaus viðskiptafræðing-
ur,“ segir hann meira í gríni
en alvöru. Ég hef kannski
ekki mikinn áhuga á við-
skiptum en mér gengur bara
ótrúlega vel í hagfræði og
bókfærslu." Auk þess hefur
hann áhuga á að fara í upp-
tökustjórnun í Bandaríkjun-
um en það nám tekur nokkra
mánuði. „Ég hef það þá bara
sem „hobbý“,“ segir hann.
í sumar vann Birkir hjá
Blindrafélaginu við bursta-
gerð. „Virkilega skemmtilegt
starf!“ segir hann. „Þetta er
ekkert spennandi vinna en
allt í lagi. Þetta er eins og að
vinna í bæjarvinnunni; mað-
ur þarf ekkert að hugsa."
Hann fær þó alltént sumar-
hýru? „Já, ég er að safna
fyrir almennilegu hljóm-
borði,“ segir hann. Hljóm-
borðið sem ég er að safna
fyrir kostar 220.000.“
ORTI NÍÐKVÆÐI
Fyrir utan námið, sundið og
tónlistina hefur Birkir gaman
af því að lesa og eru bæk-
urnar „Dalur hestanna",
„Þjóð bjarnarins mikla“ og
„Mammútaþjóðin" í miklu
uppáhaldi. „Þetta eru hörku
skemmtilegar bækur,“ segir
hann. „Nýjustu bækurnar eru
orðnar helst til grófar. Þetta
er hálfgerð sería. Það hafa
verið gefnir út fjórir doðran-
tar og eru þeir allir um sömu
persónuna. Fyrsta bókin er
algjört meistaraverk. Ég er
núna að lesa „Dal hestanna"
í fimmta skipti." Birkir hefur
ekki skrifað mikið sjálfur en
hann orti þó einu sinni Ijóð
þar sem hann gerði grín að
öllum bekkjarfélögum sínum
við lítinn fögnuð. íslensku-
kennarinn var þó hrifinn.
Hann hefur skrifað fleiri Ijóð
og fjalla þau flest um það
sem hann hefur upplifað
sjálfur. Hann les mikið af
spennusögum eins og til
dæmis eftir Alistair Maclean
og bætir við að honum finn-
ist þær vera ómerkilegar
bókmenntir.
HARMAKVEIN OG
DRUNUR
Birkir hefur lært á píanó í
fimm ár í Tónlistarskóla
Garðabæjar og í haust tekur
hann fimmta stigs próf. Auk
þess hefur hann lært á gítar í
eitt ár. Hann segist hafa
áhuga á alls kyns tónlist og
semur sjálfur. Tónlistaráhug-
inn hefur vaknað snemma
því hann segist hafa eyðilagt
allar kökudósir síðan hann
var átta ára. Stóra trommu-
settið hans er því eflaust
sterkbyggðara en umræddar
kökudósir. Hann er í nafn-
lausri hljómsveit og er nýbúið
að skipta um söngvara og
hefur tónlist hljómsveitarinn-
ar breyst eftir það. „Ég hlusta
rosalega mikið á tónlist," seg-
ir Birkir og er kominn með
gítar f fangið. „Uppáhalds-
bandið til langs tíma var
hljómsveit sem hét Therapy
með spurningamerki fyrir aft-
an. Þetta var voðalega pönk-
legt. Núna er allt komið meira
út í „plein“ þungarokk eins og
til dæmis hljómsveitir eins og
Mirvana og Pearl Jam.“
Hvernig mundi hann lýsa
dauðarokki? „Dauðarokkið.
Það er bara rugl,“ segir Birkir.
„Nú verður einhver móðgað-
ur. Það er bara algjört rugl.
Söngvarinn reynir að drynja
eins og naut í árásarhug.
Mér fínnst þetta vera sóun á
hæfileikum." Hann hlustar á
sígilda tónlist og segir að
Mozart sé alltaf góður. „Þess-
ir stóru kallar eru allir góðir.
Bach er sá sem leynir virki-
lega á sér í sambandi við
spilamennsku." Hins vegar er
hann ekki hrifinn af óperum.
„Ég þoli ekki óperur. Það er
eins og verið sé að stinga og
kvelja óperusöngvara. Þetta
eru hálfgerð kvalakvein í
þeim. Sjálfsagt breytist þessi
skoðun min með aldrinum."
Þar sem Birkir er blindur
lærir hann ekki að lesa nótur
eins og þeir sem sjáandi eru.
Honum er því sagt hvaða
nótur er um að ræða hverju
sinni. „Sterkasta greinin mín
er að muna símanúmer, tölur
og tónlist. Þetta er bara þjálf-
un og ekkert annað og það
geta allir komið sér upp í
þetta,“ segir Birkir og er far-
inn að spila á gítarinn sinn
lag Erics Claptons „Tears in
Heaven".
54 VIKAN 9. TBL. 1994