Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 43

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 43
yrði heima fyrir sem eru ófullkomin og erfið sökum áfengisneyslu hennar nán- ustu. Hún á mjög bágt enn- þá. BARNINU OG HENNI HAFNAÐ Stúlkan hefur staðið, og stendur ennþá, í raun ein í sínum erfiðleikum, eins og hann gerir reyndar sjálfur. Hún verður trúlega að takast á við vanlíðan sína, af ekki minni óþægindum en hann. Hún telur Palla væntanlega ábyrgan fyrir því hvernig komið er fyrir henni og er því eðlilega reið út í hann. Ekki síst sökum þess að það var hann sem hvatti hana tii að láta eyða fóstrinu og hafnaði þar með bæði henni og barninu. Hann reyndist óá- byrgur þegar hún þurfti sár- lega á stuðningi hans að halda. ÓVISSA OG ÖRVÆNTING Stúlkan veit ekki um hans vanlíðan, nema mögulega að því litla leyti sem hann kann að hafa náð að segja henni. Það er þvi sþurning, hvort Palli getur, ef við erum raunsæ, ætlast til þess eftir það sem á undan er gengið, að hún geti sett sig i hans spor. Hún mögulega lítur hann öðrum augum í dag en hún kann að hafa gert þegar hún af einlægni bað hann um að hjálpa sér til að geta eignast barnið þeirra. Hann sá ekki á þeim tíma neina leið út úr þeim vanda aðra en að ráðleggja henni fóstur- eyðingu. Hún fór að ráðum hans í sinni óvissu og ör- væntingu og líður örugglega töluvert fyrir þá framkvæmd ennþá. Einmitt vegna þess að hún kaus ekki sjálf að eyða fóstrinu. ERFITT TILFINNINGALEGT TÍMABIL Palli hefur ekki sagt foreldr- um sínum frá þessari reynslu sinni. . Hann spyr hvort hann eigi að gera það. Vitanlega er mjög mikilvægt að hann herði sig upp í það, að segja foreldrum sínum eins og er. Það er gjörsam- lega óþærilegt fyrir hann að burðast einn með þessa reynslu. Foreldrar hans fá, með trúnaði hans við þau, tækifæri til að styðja hann í gegnum erfitt, tilfinningalegt tímabil. Til þess að svo megi verða verður hann segja þeim eins er og má ekkert draga undan. Þau munu hvort sem er komast að öllu saman fyrr eða síðar. Einn liður sektarkenndar Palla er mjög sennilega sá að hann telur sig hafa brugðist for- eldrum sínum eins og stúlk- unni og ófæddu barninu. Ef hann ætlar að uppræta sekt- arkenndina verður hann að takast á við alla þætti þessa vandmeðfarna máls. BRÁÐRÆÐI OG ÞROSKALE YSI Vegna þess að Palli spyr hvort hann sé morðingi er rétt að benda honum á að eins og honum er Ijóst í dag, þá hefur hann augljóslega tekið skakka ákvörðun þegar hann ráðlagði stúlkunni að láta eyða fóstrinu. Það er ekki vegna þess að hann sé morðingi sem hann komst að þessari niðurstöðu á sín- um tíma. Hann var örvænt- ingarfullur og þekkingarlítill og taldi sig ekki geta tekist á við væntanlega atburðarás. Hann óskaði í bráðræði og af þroskaleysi eftir fóstur- eyðingu sökum þess að hann taldi sig ekki geta borið ábyrgð á barni og konu. Hann var ekki í manndráps- hugleiðingum og verður aldrei. Sumir segja að fóst- ureyðingar séu samsvarandi mannsmorðum og eru harðir á því að það eigi ekki að leyfa þær. Aðrir réttlæta fóst- ureyðingar í einstaka tilvik- um og þá m.a. af félagsleg- um mannúðarástæðum. Ein- mitt þessi staðreynd gæti verið skýringin á að þessi fóstureyðing var talin af sér- fróðum réttlætanleg og þess vegna framkvæmd. ÖRVÆNTINGARFULL FRAMKVÆMD Viðhorfin til þeirra sem aldrei hafa litið dagsins Ijós og eru í móðurkviði þegar þeim er eytt virðast önnur, í sumum tilvikum, en til þeirra sem tapa lífi sínu af öðru tilefni eftir fæðingu. Með réttlætan- legri fóstureyðingu er ekki verið að myrða, álíta sér- fróðir, fremur líkna í einhverj- um skilningi þess orðs. Ég álít að það sé hæpið að segja að Palli sé morðingi sökum þess sem gerst hefur. Hann bendir á þessa ör- væntingarfullu framkvæmd sem leið til lausnar á vanda, sem hann kann ekki að bregðast við af raunsæi. Ef uppástunga hans hefði fallið undir mannsmorð er heldur ósennilegt að læknar hefðu framkvæmt þessa fóstureyð- ingu. Þeir féllust á þessa framkvæmd væntanlega vegna þess að þeir hljóta að hafa verið sannfærðir um að hún væri nauðsynleg og rétt- mæt. LÍKN í ÞRAUT OG MANNÚÐLEG VIÐHORF Fóstureyðingin er alltaf neyðarúrræði hver svo sem á í hlut. Hún er ekki eiginleg lausn á neinum vanda, frem- ur er hún talin líkn í þraut. Það sem gert var í tilviki stúlkunnar á þessu augna- bliki var talið af sérfróðum réttlætanlegt. Ástæður þessa mats þeirra geta auð- vitað verið margþættar. Palli og stúlkan bera ekki ein ábyrgð á framkvæmdinni. Því þó Palli hafi átt hug- myndina þá þurftu aðrir og ábyrgir að taka endanlega ákvörðun í málinu og fram- kvæma síðan verkið að vel athuguðu máli. Morð er þau manndráp kölluð sem þjóna engum tilgangi öðrum en að svala drápfýsn af ásetningi. Engin fóstureyðing byggist á þannig mannfyrirlitningu. Fóstureyðingar byggist á mannúðlegum sjónarmiðum sem geta reynst réttlætanleg við vissar aðstæður og af ólíkum tilefnum. EFTIRSJÁ OG NEYÐARÚRRÆÐI Á þessum tíma vissi Palli ekki betur en raun ber vitni og það er af og frá að dæma hann vegna þessa máls sem morðingja. í máli sem þessu verður vitanlega að miða við þau viðhorf, sem viðgangast samfélagslega í einstaka til- vikum og tengjast fram- kvæmd sem þessari. Svona aðgerðir hljóta, eðli málsins vegna, að flokkast undir neyðarúrræði en ekki manns- morð í eðlilegum skilningi þess hugtaks. Markmið Palla var aldrei að myrða. Staðreynd málsins er að hann tók I örvæntingu og af vankunnáttu eftirsjáanlega afstöðu í viðkvæmu og vandmeðförnu máli. FRAMKVÆMDIN ER EKKI EINKAMÁL Eins og áður er bent á eru engar fóstureyðingar fram- kvæmdar á íslandi af ein- hverri tilviljun. Áður en svona ákvörðun er tekin verða væntanlega að liggja fyrir yfirlýsingar um réttmæti fóstureyðingarinnar frá ótal aðilum innan heilbrigðisgeir- ans. Framkvæmdin sem slík er því ekkert einkamál Palla. Eða, eins og örvæntingarfulli pilturinn sagði af gefnu til- efni: „Elskurnar mínar. Auð- vitað geri ég oft vitleysur. Sem betur fer hef ég lært töluvert af þeim þegar, enda er ég að reyna að bæta mig og þroska. Árangur erfiðis mfns verður svo bara að koma í ljós.“ Með vinsemd, Jóna Rúna Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskríftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík 9 TBL. 1994 VIKAN SÁLRÆN SJÓNARMIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.