Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 55

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 55
AÐ EIGA FLEIRI EN EINN MAKA TEXTI: RAKEL ÁRNADÓTTIR Eingifti eða einkvæni er sennilega algengasta hjónabandsformið í heiminum. í iðnríkjunum er einkvæni eina löglega hjóna- bandsstofnunin og felur í sér, eins og nafnið gefur til kynna að einungis megi eiga einn maka í einu. Nú hefur skilnuðum fjölgað gífurlega á Vesturlöndum og algengt er orðið að fólk eignist a.m.k. tvo maka á lífsleiðinni. Vilja margir meina að nýtt hjóna- bandsform sé að líta dags- ins Ijós í iðnríkjunum og kalla það línulegt fjölgifti, eða seri- al monogamy. Næstalgengasta hjóna- bandsformið í heiminum eru fjölkvænishjónabönd þar sem karlmaður má vera gift- ur mörgum konum í einu. Það er hins vegar mjög mis- jafnt eftir svæðum hve marg- ar konur má ganga að eiga. Sem dæmi má nefna að múslímar mega kvænast allt að fjórum konum og þá ein- ungis ef þeir hafa til þess efnahagslega getu og ber eiginmanninum skylda til að gæta efnahagslegs jafnræð- is milli kvennanna. í öðrum samfélögum er fjölda eigin- kvenna engin takmörk sett. Það er samt sem áður svo að einungis fá hjónabönd, í þeim samfélögum þar sem þau eru leyfð, eru fjölkvæn- ishjónabönd, því það yrði auðvitað lýðfræðilegt vanda- mál; fyrir hvern mann með tvær konur yrði einn maður kvennmannslaus. En með því að hvetja karlmenn til að kvænast seint og konur til að giftast ungar gengur þetta kerfi upp í flestum tilfellum. Auk þess þarf oftast að borga brúðarverð fyrir konu í samfélögum þar sem fjöl- kvæni tíðkast og það er þvi dýrt fyrir karlmann að eiga margar konur og framfæra börn þeirra. T.d. hafa aðeins 10% múslima ráð á því að eiga fleiri en eina konu. Fjölveri er sjaldgæfasta hjónabandsformið sem þekkist. Þar getur kona gifst nokkrum bræðrum eða hún getur gifst mönnum sem ekki eru skyldir. Stundum býr konan með öllum mönnum sínum eða hún býr með þeim sem hún giftist síðast. Fjölveri finnst einkum á þremum svæðum í heimin- um. í fyrsta lagi i Tíbet og Nepal, í öðru lagi Suður-lnd- landi og Sri Lanka og í þriðja lagi í Norður-Nígeríu og í Norður-Kamerún. í Nepal og Tíbet er sá háttur hafður á að nokkrir bræður kvænast einni konu. Eitt brúðkaup er haldið þar sem elsti bróðirinn er hinn eiginlegi brúðgumi en yngri bræður fylgja með í pakkan- um. Brúðurin flyst svo til fjöl- skyldu bræðranna og þjónar þeim til borðs og sængur í anda jafnréttis og bræðra- lags, ef svo má segja. í flest- um tilfellum teljast allir bræð- urnir feður þeirra barna sem fæðast í hjónabandinu nema meðal Nyinba í Nepal þar sem einungis elsti bróðirinn telst faðir barnanna. Ef kona reynist hins vegar ófrjó er al- gengt að bræðurnir taki sér aðra konu, án þess að skilja við hina, og er það í flestum tilfellum systir eiginkonunn- ar. Á Sri Lanka getur kona gifst tveimur mönnum og af- ar sjaldan fleirum. Ólíkt því sem gerist í Nepal og Tíbet þá byrjar fjölverið með ein- gifti. Seinni eiginmaðurinn, sem oftast er óskyldur hin- um fyrri, kemur síðar inn í sambandið. Fyrri eiginmað- urinn hefur aftur á móti meiri yfirráð og völd en sá seinni. Konan og eiginmenn hennar búa og vinna saman þótt eiginmennirnir tveir hafi að- skilinn efnahag. Allir eða báðir eigimennirnir eru taldir feður barnanna sem fæðast í hjónabandinu. Eins og í Neþal og Tíbet geta hjónin ákveðið taka aðra konu inn í hjónabandið, sem er þá oft- ast systir eiginkonunnar. Kerfið á Sri Lanka er því í raun mjög sveigjanlegt því það getur ýmist verið ein- kvænis-, fjölkvænis- eða fjöl- veriskerfi. Eitt frægasta mannfræði- lega dæmið um hjónabands- og fjölskylduform var að finna hjá Nayum á Indlandi, eða þar til það leið undir lok á seinni hluta 18. aldar. Nayar voru á þeim tíma móðurættarsamfélag og hver ætt var tengd við tvær eða fleiri ættir í nágrenninu. Þessar ættir unnu saman við ýmsa helgisiði tengda brúð- kaupi fyrir stúlkubörn. Á 10- 12 ára fresti gifti hver ætt öll stúlkubörn á einu bretti til nágrannaættarinnar. Brúð- kaupssiðirnir fólust f því að brúðguminn setti hálsmen úr gulli um háls brúðarinnar sem eldri ættingjar höfðu valið honum til eignar. Hver brúðhjón voru síðan lokuð inni í herbergi í þrjá daga og þrjár nætur. Eftir dvölina í brúðarskemmunni öðluðust stúlkurnar stöðu sem gjaf- vaxta konur og brúðgumarn- ir höfðu engar frekari skyldur gagnvart þeim. Þar sem stúlkurnar voru nú orðnar fullgildar konur máttu þær giftast eða stofna til sambands við einn eða fleiri karl- menn að eigin geðþótta svo fremi mak- inn væri af svipuðum eða hærri stig- um. Eftir hjónavígslur bjuggu hjónin aðskilin en eigimenn máttu heimsækja konur sín- ar við og við og gefa þeim gjafir þrisvar á ári á sérstök- um hátíðisdögum. í stuttu máli er fjölskyldu- kerfi Nayja mjög frábrugið því sem við teljum sjálfgefið. Hjón búa ekki saman, karlar og konur eiga marga maka og hjónin hafa enga efna- hagslega framfærsluskyldu hvort gagnvart öðru. Auk þess er lítil sem engin áhersla lögð á á líffræðilegt faðerni barna, enda rekjast ættir í kvenlegg en ekki karl- legg. Fyrirkomulag Naya er með því frjálslegasta sem þekkst hefur og hafa margir undrast hvernig slíkt kerfi gengur upp. Enda er það svo að hlutirnir hafa breyst hjá Nayum í dag, m.a. vegna tilkomu nýrra siða nýlendu- tímans. En sú saga verður ekki rakin hér að þessu sinni. □ 9. tbl. 1994 VIKAN 55 HJÓNABÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.