Vikan


Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 35

Vikan - 01.10.1994, Blaðsíða 35
Hvar á eiginlega að byrja frásögnina af henni Möttu? Ætti þaö aö vera af henni sem barni á Skógarströnd og vestur í Hrútafirði? Ættum við ef til vill að staldra við og heyra hana segja af ferða- lögum sínum um heiminn þveran og endilangan? Eða biðja hana að segja okkur frá Gistiheimili Mattheu þar sem fjöldi útlendinga gistir og nýtur gestrisni fjölskyld- unnar, árið um kring? Eigum við að biðja Möttu að segja frá einkasyninum sem hún varð að fylgja til grafar þegar vorið brosti og skartaði sínu fegursta? Eitt er víst að við- ræðubetri manneskju er ekki hægt að finna. Matta er op- inská og vill segja okkur sögu sína. Hún er fjörlegri I fasi en flestir aðrir og að- spurð um það segir hún að hún sé svo þakklát fyrir það sem hún hafi notið í lífinu og ekki síst fyrir þennan ein- dæma jafnlynda mann sem hún hafi deilt lífinu með. Maðurinn brosir en hann er Ingimar Einarsson ættaður úr Hrútafirði og var það sá hinn sami er stóð í hlaðvarp- anum „á sínum sauð- skinnsskóm11 10 ára hnokki, þegar Matta fluttist að Óspa- ksstöðum, sjö ára gömul. „Þetta var mikið átak ef Matta tekur viö pöntun frá Þjóöverja sem hún hefur hýst þrisvar áöur. miðað er við þær aðstæður sem þá ríktu. Fara þurfti á báti með búslóð og stórgripi inn að Kambsnesi, sem er innst í Hvammsfirði. Ég minnist þess að ég var æði hrædd við hávaðann í vél- inni og hrópaði í sífellu „bara róa, bara róa.“ Enn þann dag í dag man ég hvað skyr- ið var gott, með hnausþykk- um rjóma, sem við fengum á Skarði á leiðinni. Við áttum góð ár í Hrúta- firðinum og við leikfélagarnir vorum saman öllum stund- um. Þegar mæðiveikin geis- aði yfir landið varð heimili okkar fyrir stóru áfalli og urð- um við faðir minn að leita eftir vinnu og fengum vinnu við fiskverkun í Njarðvíkum. Var þetta æði kaldasamt starf og fyrir kom að við fengum volgt vatn til þess að ylja á okkur fæturna. Ungl- ingsárin liðu og leiðir okkar leikfélaganna höfðu skilið um nokkurra ára skeið en tryggðaböndin höfðu ekki rofnað og nýjar tilfinningar gerðu vart við sig. Á blíðum vordegi opinberuðum við trú- lofun okkar og haustið á eftir hélt ég að Varma-landi á Húsmæðraskóla til undir- búnings komandi framtíðar. Við gengum í hjónaband þann 27. október 1948 og fór vígslan fram í stofunni á Óspaksstöðum. Hún var afar látlaus en hjónabandið varð eigi að síður bæði farsælt og haldgott.“ Matta og Ingimar búa við götuna Bugðulæk í Reykja- vík, í húsi númer 13. Bugðu- lækurinn er lítil gata sem liggur í boga milli Laugaiæks og Rauðalæks. Garðarnir við götuna eru gróskumiklir og fallegir og margir, sem búa hér, eru frumbyggjar eins og Matta og Ingimar. „Við fluttum hingað árið 1957 og með góðra manna hjálp tókst okkur að koma okkur fyrir hérna. Hér fædd- ist yngsta barnið, hún Jó- hanna en hún býr einnig í húsinu á Bugðulæk 13 og aðstoðar foreldra sína við rekstur Gistiheimilisins." Hvernig byrjaði þetta allt? „Það leiddi svona eitt af öðru. Eldri dóttir okkar, Guð- rún, fluttist til Ástralíu árið 1969 og var okkur mikil eftir- sjá í henni í fyrstu og sögðu sumir að nú myndum við ekki sjá hana meir. En ef til vill hefur þetta að einhverju leyti verið upphafið að ævin- týrinu, því nú höfum við Ingi- mar ferðast um heiminn TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR. MYNDIR: HREINN HREINSSON NO NAME ----COSMETICS- ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: Spes, Hóaleitisbraut • Oculus Austurstræti • Hárgreiðslust. Hótel Saga • Snyrtihús Heiðars, Vesturgötu • Saloon Ritz, Laugavegi • Hárgreiðslust. Hótel Loftleiðum • Ingólfspotek, Kringlunni • Verslunin 17, Laugavegi • Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi • Snyrtistofan Fegrun, Búðargerði • Snyrtist, Halldóru, Fannarfold • Hárgreiðslust. Prímadonna Grensásvegi • Jósefína, Laugavegi • Conný, Laugavegi • Snyrtist. Asýnd, Starmýri • Hárþing, Pósthússtræti KÓPVOGUR: Gott Útlit, Nýbýlavegi HAFNARFJÖRÐUR: Versl. Dísella, Miðvangi MOSFELLSBÆR: Hárgreiðslust. Absalon KEFLAVÍK: Snyrtivöruversl. Smart AKRANES: Versl. Perla BRÚ: Kaupfélag Hrútfirðinga EGILSSTAÐIR: Snyrtist. Ragnheiðar NESKAUPSTAÐUR: Snyrtist. Rakel ÍSAFJÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley • Verssl. Krisma PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek SELFOSS: Snyrtistofa Ólafar STYKKISHÓLMUR: Hárgreiðslust. Maríu SIGLUFJÖRÐUR: Gallerý Heba SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirðingabúð • Snyrtistofan Táin AKUREYRI: Vörusalan Betri Líðan • Snyrtistofan Evá • Verslunin Ynja DALVÍK: Snyrtistofan Tanja HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma VOPNAFJÖRÐUR: Lyfsalan HÖFN: Snyrtistofa Ólafar HVERAGERÐI: Snyrtissstofa Löllu, Heilsustofnun NLFÍ VESTMANNAEYJAR: Miðbær ÞÓRSHÖFN: Kaupfélag Langnesinga. 9. TBL. 1994 VIKAN 35 Ljósm: Grímur Bjarnason. Hár: Erla í Prímadonnu meó Daniel Galvin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.