Vikan - 01.10.1994, Qupperneq 15
Í HINU OG ÞESSU
Fyrir utan gerð hljóð-
skúlptúra hefur Magnús
meðal annars unnið um-
hverfisverk, „perform-
ansa“, skúlptúra, vídeó-
verk, gjörninga, leikverk og
bókverk. Hvers vegna
skyldi hann breyta jafn oft
um viðfangsefni og raun
ber vitni? „Þetta er bara
óstöðvandi löngun," segir
hann. „Einhver þörf. Ef mér
finnst ég vera búinn að
segja nóg með einhverri
aðferð hef ég enga ástæðu
til að halda áfram. Þá leið-
ist ég yfir í annað, senni-
lega í einhverju rökrænu
samhengi án þess að það
þurfi svo sem neitt að út-
skýra það fyrir sjálfum mér
eða öðrum. Ég held að
maður „fúnkeri" þannig. Að
maður leiðir eitt af öðru.
Maður stoppar ekki í ein-
hverju sem maður er að
gera, gjörbreytir sér allt í
einu og hoppar yfir í eitt-
hvað annað. Ef farið er yfir
í eitthvað annað hlýtur það
að gerast með einhverjum
rökrænum „prósess“.“
Magnús segir að ailt sem
gert er spegli viðhorf til lífs-
ins. „Kannski til tilvistarinn-
ar,“ segir hann. „Það sem
felst í þessum verkum fjall-
ar iðulega bara um listina
sjálfa. Þetta er eiginlega
eintal listarinnar um það
hvernig hún eigi að vera.
Að því leyti er það kannski
þólitík; þetta fjallar um
samfélag og líf. Oft felst í
verkunum einhver gagn-
rýni á umhverfið og á sam-
félagið án þess að vera
meðvituð gagnrýni; ef það
er ekki bara gert til að
gleðja einhver augu. Þetta
er framlag í einhverja um-
ræðu um líf, uppruna
manneskjunnar, tilveru og
um svokallaða list sem ég
veit ekki nákvæmlega hvað
er.“
ÞRÓUN LISTARINNAR
„List mín hefur leitað í það
að hverfa og verða óefnis-
kennd. Ég er kannski að
leita að einhverjum tærleika
sem er ólíkur þessum
subbuskap sem er við gerð
skúlptúranna. Ég hef lært
ákveðna hluti og fengið þjálf-
un í ákveðinni hugsun. List-
sköpun mín hefur alltaf
gengið í tímabilum með hlé-
um á milli. Hún hefur gengið
í feiknilegum sköpunartíma-
bilum eða útrásartímabilum.
Þegar ég var búinn að koma
einhverju frá mér tók ég mér
frí. Síðan hef ég oft, án þess
beinlínis að ætla mér það,
byrjað á einhverju öðru.
Komið að verki frá einhverri
annarri hlið sennilega vegna
þess að ég var þá orðinn
ieiður á þvi sem ég var bú-
inn að vera að gera áður.
Nennti því ekki og orðinn lat-
menntaða listamenn og er-
um þrautmenntaðir í því að
fylgjast með list erum ekki
nærri því eins tærir í þessari
þörf. Þá er farið að blandast
inn í þetta alls konar félags-
legur metnaður sem alþýðu-
listamennirnir eru svo bless-
unarlega lausir við.“
Magnús segir að sér
hundleiðist að búa til lista-
verk en að sér finnist gaman
GAGNRÝNI GETUR
SKEMMT
Allir listamenn þurfa að
hlusta á gagnrýni og Magn-
ús telur að gagnrýnandinn
geti ákaflega sjaldan leið-
beint því listamaðurinn sjálf-
ur sé kominn það langt inn í
það sem hann er að gera að
það sé ákaflega hæpið að
nokkur sem stendur fyrir ut-
an geti leiðbeint honum. „Að
ur. Stundum stóðu þessi
tímabil yfir í 5 ár og svo gat
kannski verið þriggja ára hlé
þar sem ég gerði svo til ekk-
ert. Þá vann ég bara við það
að hafa ofan af fyrir mér.
Vinna fyrir mér og fjölskyld-
unni. Ég vann náttúrlega
töluvert mikið við kennslu og
vann við uppsetningu vöru-
sýninga.“
HVERS VEGNA LIST?
Þrátt fyrir margvíslegar og
óhefðbundnar nýjungar í list-
sköpun segist Magnús hafa
mjög sterkar rætur í klass-
ískri list. „Það er ekki hægt
að slíta list neins samtíma úr
tengslum við það sem á
undan var. Allt byggist þetta
á gömlum kúltúr." Hann segir
jafnframt að best sé að
spyrja alþýðulistamennina
að því hvers vegna fólk þurfi
að búa til listaverk. „Þeir
hafa þessa sönnu þörf fyrir
sköpun. Ómengaða innri
þörf. Við hinir sem teljum
okkur vera svokallaða
að hafa gert það. „Mér finnst
gaman að sjá það sem ég
hef gert. Það er eitthvað gott
við það. Það er eitthvað
mont í þessu og maður
montar sig af að hafa gert
eitthvað. Ég held að menn
geti ekkert að því gert að
skapa listaverk. Þetta er
hollt fyrir andlega lífið og til-
finningalífið. Það felur í sér
ákveðna þjálfun fyrir hug-
ann, ákveðinn lærdóm og
ákveðin viðhorf til umhverfis
sem eru góð að kjarna til.
Fyrir utan það er það mjög
skemmtilegt viðfangsefni fyr-
ir alla að hugsa um slíka
hluti. Það er líka mjög gott
að fást við ættfræði og slíkt
en hún er kannski ekki eins
tilfinningatengd eins og það
að búa til listaverk eða
skoða listaverk. Afstaða mín
til listarinnar er einhver
óþreyjuafstaða; óþolinmæði
og einhver pirringur út af því
að sjá kannski ekki eitthvað
ferskt. Kannski yrði tilveran
annars svo leiðinleg."
vísu er hægt að benda Magnús
manni á ákveðna hluti," segir a*.
hann. „Gagnrýni getur nátt- störfum'
úrlega verið eftirminnileg ef
hún pirrar mann mikið. Það
er mjög gott að gagnrýni, ef
hún er góð, skuli vera til og
kannski helst fyrir aðra en
listamanninn sjálfan." Magn-
ús neitar því ekki að illa skrif-
uð gagnrýni geti skemmt fyr-
ir listinni. „Negatív" umfjöllun
hefur skemmt mikið fyrir list-
inni á íslandi og náttúrlega
ekki bara á íslandi. Slæm
umfjöllun hefur á síðustu
áratugum skemmt mjög mik-
ið. Hún hefur lengi verið
slæm og hefur farið illa með
fólk. Skemmt það þannig að
það getur ekki opnað sig fyrir
ákveðnum góðum hlutum
sem hefði verið gott fyrir fólk-
ið að taka þátt í. Þannig hef-
ur mikið af gagnrýni verið
skaðleg. Eins og ég segi,
ekki fyrir listamennina heldur
fyrir fólk sem hefði kannski
haft gagn af að verða þátt-
takendur i þeirri list.“ □
9. TBL. 1994 VIKAN 15
MYNDLIST