Vikan


Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 4

Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 4
le&ancti.. E g þakka frábærar móttökur sem fyrsta tölublað nýrrar Viku fékk hjá lesendum. Viðtökurnar fóru langt fram úr björtustu von- um, blaðið var uppselt hjá útgefanda á öðrum degi frá útkomu! Peir lesendur sem höfðu samband töluðu um að það væri þörf fyrir jákvæða Viku og margir þökk- uðu fyrir síðurnar „Nýr stíll” þar sem Kristbjörg Ásta, 51 árs, var módel fyrir okkur og breytti um útlit. Að þessu sinni höfum við fengið 33 ára, þriggja barna móður, Sunnu Ólafsdóttur, til að breyta um stíl og eins og sjá má á síðu 10 er hún hin fallegasta fyrirsæta eftir slökun og hluta úr degi á snyrtistofu. Sunna tekur undir með Vik- unni að nútímakonur hafi mörg hlutverk og ann- ríkið sé mikið en við megum ekki gleyma okkur sjálfum. Hver og ein okkar verður að hugsa um sjálfa sig og taka frá tíma til að slaka á. Þeim lesendum, sem vilja taka þátt í síðunni „Nýr stfll”, er velkomið að hafa samband við Vik- una, enda byggist blaðið að miklu leyti á sambandi við lesendur. Er ekki eitthvað að pirra þig? „Nöldur Vikunnar” gæti verið vettvangur til að fá útrás fyrir slíkt. Ef þú lumar á góðri uppskrift þá veitum við glaðning fyrir uppskriftirnar sem birtast. Og er ekki einhver í kringum þig sem á skilið „Rós Vikunnar”? Hvernig væri að koma við- komandi á óvart og segja frá því í blaðinu? Símsvari blaðsins er alltaf opinn og mér er líka sönn ánægja að ræða við lesendur. Ekki má gleyma að minnast á reynslusöguna á blaðsíðu 14. Þar segir lesandi frá lífsreynslu sinni. Ef þú telur þig hafa upplifað eitt- hvað og frásögn þín gæti orðið til þess að hjálpa öðrum þá skaltu hafa Vikuna í huga. Sammannleg reynsla er stór hluti af efni þessa blaðs eins og síðurnar með heimilis- lækninum og félagsráðgjafanum sanna. Öll eigum við svo margt sameiginlegt, t.d. óskir um velgengni og hamingju barna okkar en saga hvers og eins er alveg sérstök. Til dæmis dreymdi Hildi Rúnu Hauks- dóttur um að litla, hæfileikaríka dóttir hennar ætti bjarta framtíð, en hana grunaði ekki að hún yrði einn frægasti íslendingur síns tíma og yrði eftirsótt og umtöluð um heim allan. Þetta er hins vegar raunin um Björk Guðmundsdóttur. Viðtalið við Hildi á síðu 6 sýnir að lífið kemur á óvart og Vikan er full af áhugaverðu fólki og athyglisverð- um sögum. Stjórnarformaður Magnús Hreggviðsson Aðalritstjóri Steinar J. Lúðvíksson Sími: 515 5515 Framkvæmdarstjóri Halldóra Viktorsdóttir Sími: 515 5512 Ritstjóri Sigriður Arnardóttir Sími: 515 5582 Vikan@frodi.is Ritstjóraf ulltrúi Anna Kristine Magnúsdóttir Sími: 515 5637 Anna@frodi.is Blaðamaður Þórunn Stefánsdóttir Sími: 515 5653 Thorunn@frodi.is Auglýsingastjóri Björg Þórðardóttir Sími: 515 5628 Vikanaugl@frodi.is Ljósmyndarar Bragi Þór Jósefsson Gísli Egill Hrafnsson Sigurjón Ragnar Sigurjónsson Gunnar Gunnarsson Hreinn Hreinsson Grafískir hönnuðir Ivan Burkni Ivansson Ómar Örn Sigurðsson Taktu þér tíma og njóttu blaðsins því Vikan bregður birtu á lífið. Sigríður Arnardóttir. Anna Kristine Magnúsdóttir ritstjórafulltrúi Þórunn Stefánsdóttir blaðamaður Ómar Örn Sigurðsson. útlitsteiknari Björg Þórðardóttir auglýsingastjóri Verð í lausasölu Kr. 399,-. Verð í áskrift Kr. 329,-. Pr eintak Ef greitt er með greiðslukorti Kr. 297,-. Pr eintak Unnið í Prentsmiðjunni Odda hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir Símsvari Vikunnar S: 515 5690 Tekið er við upplýsingum og hugmyndum um efni allan sólarhringinn. Vinsamlegast látið nafn og símanúmer fylgja erindinu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.