Vikan


Vikan - 28.05.1998, Side 7

Vikan - 28.05.1998, Side 7
“Aikido er sjálfsvarnarlist sem byggist á því að vera meðvitaður um sína innri orku og vera í fullkomnu flæði með orku umhverfisins.” Hildur við Nesstofu á Seltjarn- arnesi með Jo stafinn sinn. Hildur veitir Shiatsu nudd sem felst í því að opna fyrir allar stíflur í vöðvum og liðamótum. Hér gengur hún á hrygg Freyju frá Noregi og sú sagði þetta vera þægilegt. Búin til remedía úr rauðlauk, en hún er góð við heymæði, nefstíflum og rennsli úr augum. “Líkt læknar likt,” segir Hildur. “Einkenni af heymæði og áhrif af lauk eru þau sömu”. og það er ánægjulegt að sjá hversu mikið hefur breyst á þessum árum. Núna læra all- ir að bjarga sér í skólunum, stelpur læra smíði og strákar matreiðslu.” Á unglingsárunum vissi hún ekki hvað hún vildi verða, nema þá kannski helst eiginkona og móðir. Það var á fimmtán ára afmælisdaginn sem hún hitti fyrri eiginmann sinn, Guðmund Gunnarsson, núverandi formann Rafiðn- aðarsambands Islands, pabba Bjarkar: “Eg hélt upp á afmælið mitt og hann kom með einum vina minna. Ég hafði reyndar séð hann áður en eftir þennan dag urðum við algjörar samlokur. Við áttum margt sameiginlegt, höfðum svipuð áhugamál, vorum bæði náttúrubörn, fórum mikið í útlegur og höfðum áhuga á hestum. Guðmundi fylgdi líka heill hópur af jeppadellustrákum svo við fórum oft með þeim í jeppaferðir um landið. Við giftum okkur og byrjuðum að búa þegar ég var 18 ára og Björk fæddist ári síðar.” HIMINLIFANDIAÐ VERÐA MÓÐIR Hin 19 ára gamla mamma var sæl með lífið og tilver- una. Hún segir Björk hafa verið óskabarn; barn, sem var velkomið og báða for- eldra langaði til að eignast: “Já, ég kunni til allra verka, enda alin upp við þau auk þess að hafa verið á hús- mæðradeild í gagnfræða- skóla”, segir hún aðspurð. “Hins vegar hef ég aldrei verið neitt sérstaklega mikil húsmóðir og þótt miklu skemmtilegra að búa til mat en að taka til og þurrka af! Ég var himinlifandi yfir að verða móðir og metnaður minn á þessum árum til að læra eitthvað eða gera eitt- hvað annað var ekki nægur til að breyta nokkru þar um. Fyrsta árið hennar Bjarkar var erfitt. Hún var töluvert oft lasin, bæði í maga og eyr- um, en að öðru leyti lífsglöð; skemmtilegur og sterkur krakki - fljót til eins og mamma hennar.J Hún var farin að ganga sjö mánaða og tralla réttar melódíur ell- efu mánaða. Ég söng mikið fyrir hana og mig minnir að fyrsta lagið sem hún lærði hárrétt hafi verið “Við skul- um róa á selabát”. Það er mikið af tónlistarfólki í ætt- um okkar Guðmundar beggja, svo hún á ekki langt að sækja hæfileikana.” Tæplega 22ja ára var Hild- ur orðin einstæð móðir. Hún segir að þá hafi hjónabandið verið farið að þrengja að sér og ekki hentað sér lengur. Hún hafði unnið úti, frá því Björk var eins árs, þar sem Guðmundur var í námi, en fyrsta ár Bjarkar skiptu þau með sér kvöldvinnu í sölu- turni: “Ég vann í raftækjaverslun- inni Rafbúð í Domus Med- ica, sem pabbi Guðmundar átti, og í söluturni og við þjónustu í gamla Lídó um helgar. Eftir að við Guð- mundur skildum fór ég að vinna í Tónabæ, sem var að opna um þær mundir. Þar kynntist ég Sævari Árnasyni, sem síðar varð eiginmaður minn númer tvö. Við byrjuð- um reyndar á að leigja sam- an hálfu ári eftir að við hitt- umst fyrst, en það sambýli leiddi til trúlofunar og síðar giftingar.” Með Sævari á hún soninn Arnar, sem nú er 28 ára og við nám í hljóðupptökum í Bretlandi. Á þessum árum vann Hildur við bólstrun, meðal annars við saumaskap hjá Bólstrun Karls Adolfs- sonar, síðar við fyrirtæki sem framleiddi svefnbekki og annaðist sérsmíðar og loks í bólstrun sem gerði við gömul húsgögn. En vinnan reyndist of erfið fyrir þessa ungu mömmu; bak og hendur þoldu ekki að bera þungu hlutina til lengdar og hún endaði í brjósklosaðgerð. “Ég hafði alltaf haft gaman af að vinna með höndunum, en því miður var of erfitt að burðast með þessi gömlu húsgögn. Eins og það var gaman að gera þau upp...” FLUTTIINNINDÍÁNA Fyrir fimmtán árum fór Hildur að vinna með hópi sem vann með lífsorkuna á allan handa máta í gegnum sálarfræði, þerapíur, nudd og fleira. Andleg málefni höfðu ver- ið henni hugleikin allt frá því hún sökkti sér niður í bækur ömmu sinnar um miðla á unglingsárunum, en hún seg- ist hafa ýtt spíritismanum frá sér. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru möguleikar á að vinna í kringum slík málefni hins vegar engir og hún segist því aldrei hafa lát- ið sig dreyma um að geta sinnt þessum málefnum að neinu marki: “Ég hafði verið hjá Erlu Stefánsdóttur, pfanókennara og sjáanda, sem stýrir “Lífs- sýnarskólanum” og lærði meðal annars heilun hjá henni. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á lækningum 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.