Vikan


Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 8

Vikan - 28.05.1998, Qupperneq 8
og lækningajurtum og sá áhugi hefur aukist með árun- um. Áhugi minn á Indíánum og þeirra lækningaaðferðum hafði alltaf verið mikill og þegar ég hafði safnað nógu miklum peningum fór ég til sex vikna dvalar í Indíána- byggðum í Bandaríkjunum. Þarna kynntist ég “sweat- lodge” eða “svitahofi” eins og það kallast á íslensku og flutti inn Indíánahöfðingja til íslands þrisvar sinnum.” HÓMÓPATÍA FYRIR MENN OG DÝR Það var fyrir sex árum sem hópur íslendinga komst í samband við hómópataskóla í Bretlandi, en þaðan komu kennarar hingað til lands og kenndu fimmtu hverju helgi, auk þess sem boðið var upp á fjarnám. Að auki fóru nemendurnir í verklega þjálfun, jafnt hér á landi sem í Bretlandi. “Hómópatía virkar jafnt fyrir menn og dýr,” segir Hildur, en meðal þeirra, sem leitað hefur verið með til hennar, er flogaveikur hund- ur. “Ég hef lært - og er enn að læra - að búa til “remedí- ur” sem eru náttúrulyf, unn- in úr jurtum og grænmeti. Remedíur ganga undir nafn- inu “smáskammtar” hér og hómópatían þar af leiðandi undir heitinu “smáskammta- lækningar”, en mér finnst erfitt að nota þau orð, þar sem þau hafa öðlast nei- kvæða merkingu í íslensku samfélagi. Fólk flokkar þetta undir skottulækningar, sem er fjarstæða. Reynslan hefur sýnt að þar sem remedíur eru notaðar innan heilbrigð- isgeirans og á sjúkrahúsum fækkar legudögum. Sjáðu bara bresku drottingarmóð- urina: Hún gekk út af spítal- anum þremur vikum eftir mjaðmagrindarbrot! Breska konungsfjölskyldan hefur alltaf skipt við hómópata Hún álítur samt ekki að smáskammtalækningar séu eina lausnin: “Þær eru ein lausn af mörg- um, en vinna vel með nuddi og tilfinningalegri vinnu. Það er til dæmis hægt að vinna sig auðveldlega út úr reiði og biturleika með hómópatíu.” Hún segist ósátt við það óorð sem hómópatía hefur á sér hér á landi: “Það óorð beinist að því að þessir hlutir séu ekki vísindalega sannað- ir. Vísindi ganga út á að sanna allt, en sá aðskilnaður efnis, sem á sér stað þegar lyf er búið til, er þess eðlis að þá vantar líkamann öll hin efn- in, sem virka á önnur líffæri en það sem á að lækna. Þess vegna fylgja flestum lyfjum aukaverkanir en því er öfugt farið með remedíurnar. í þeim fær líkaminn allt sem hann þarfnast.” Skiptar skoðanir hafa verið um gildi hormónagjafa fyrir konur og þá ekki síst horm- ónaplástra. Hildur segir að hómópatar séu mikið á móti hormónaplástrum og fullyrð- ir að til sé betri lausn: “Það er hægt að taka eina töflu af remedíu, tvisvar á ári, og þær gera sama gagn og hormóna- plástrarnir og eru algjörlega skaðlausar.” IÐKAR AUSTURLENSKA BARDAGALIST Þegar hér er komið sögu stendur Hildur upp úr stóln- um, gengur að borðstofu- borðinu, tekur þaðan stóra, gyllta skál með tréskafti ofan í og byrjar að spila. Já, hún spilar á skálina: “Þetta er tíbetsk skál,” seg- ir hún til útskýringar um leið og hljómurinn fyllir stofuna. “Þessar skálar fundust í Tí- bet eftir innrás Kínverja og talið er að hljómurinn sem frá þeim berst, sé heilun. Ég hafði heyrt þennan hljóm oft áður - frá Snæfellsjökli.” Þessu er erfitt að trúa... Frá Snæfellsjökli?! “Já, þegar ég var á Snæ- fellsnesi eða uppi á Jökli, heyrði ég oft sérkennilegt hljóð, eins og ég heyrði í öðr- um víddum. Svo var ég eitt sinn stödd á markaði í Covent Garden í Bretlandi þegar ég heyrði sama hljóð- ið. Ég gekk á hljóðið, sem kom úr einum básanna. Þar stóðu hjón og spiluðu á gyllt- ar skálar. Ég tvísteig fyrir framan básinn, komin yfir á Visakortinu og átti enga peninga. Þá sá ég mér til mikillar gleði að þarna var ekki nýtískulegur posi fyrir kortaúttekt heldur “strauvél”. Þannig eignaðist ég fyrstu skálina mína en frúin í básnum kenndi mér að spila á hana. Þegar ég kom heim fékk ég Martein Bjarnar Þórðarson til að vinna með mér í að gera seg- ulbandsspólu - heilunarspólu - með skálartónlist.” Þegar skálatónlistinni lýkur tekur hún fram glæsilegan, japanskan búning, hvítan og bláan. Á hann er saumað japanskt letur, sem hún segir mér að þýði: Aikido, Hildur, ísland. Og svo tekur hún fram vopnin sín, Jo og Bokken: “Aikido er austurlensk bar- dagalist,”segir hún og sveifl- ar vopninu. “Ég hafði haft áhuga fyrir austurlenskum lækningum, kinesiologi og þess háttar, og frétti af aikido fyrst í gegnum kunn- ingja minn sem hafði verið í Danmörku og æft þessa íþrótt þar. Hann hafði fengið aikido kennara hingað til lands árið '85 sem hélt tvö helgarnámskeið, sem við sóttum öll, ég, Björk og Arn- ar. Um það leyti var að myndast hér áhugahópur um aikido. Það var svo skömmu eftir áramótin '91/'92 að ég ákvað að fara að gera “eitt- hvað” fyrir sjálfa mig. Ég vissi ekki hvað þetta eitthvað var, nema hvað ég vissi að það var hvorki frúarleikfimi né karate. Ég er vonlaus í tækjum og fannst karate of árásargjarnt fyrir mig, en við Arnar, sonur minn, höfðum einhvern tímann rætt um að fara í karate. Einhvern veg- inn gat ég ekki séð mig með þann kraft sem þarf. Einmitt þennan sunnudagsmorgun hringdi kunningi minn í mig og sagði mér að það væri verið að auglýsa námskeið í aikido hjá Gallerí Sporl. Ég hringdi umsvifalaust þangað og þá kom í ljós að nám- skeiðið átti að hefjast um há- degi. Ég vakti Arnar, spurði hvort hann vildi koma með mér í aikido og aldrei slíku vant spratt hann á fæt- ur!”Þegar við mættum reyndist kennarinn vera Marteinn Bjarnar, sá hinn sami og gerði spóluna með skálatónlistinni með mér. Hann var fyrsti íslenski Með Sindra, dóttursyni sínum, i fjörunni á Seltjarnarnesi: “Hann er mikið hjá mér og þegar hann er á landinu ver hann flestum helgum með mér. Við förum í bió, i sund í Hveragerði og í fjöruna, en oft fínnst honum gott að vera bara “latur heima” hjá ömmu og leika sér.” 8

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.