Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 9

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 9
kennarinn í aikido hér á landi.” Það er ekki auðvelt fyrir leikmann að skilja út á hvað aikido gengur en Hildur út- skýrir það á þennan hátt: “Aikido er sjálfsvarnarlist sem byggist í stuttu máli á því að vera meðvitaður um eigin orku og vera í full- komnu flæði með orku um- hverfisins. Maður vinnur í eigin orku, eflir öndun og slakar á vöðvurn og allri innri spennu. Ef á þig er ráð- ist, notarðu orku andstæð- ingsins til að hrinda honum frá. Þótt aikido sé ekki hug- leiðsla, þá virkar það á svip- aðan hátt.” Hún segir mér af því þegar Arnar, sonur hennar, lenti fyrir bfl, hentist 18 metra í loftinu og kom niður stand- andi: “Hann fékk auðvitað vægt áfall, en slasaðist ekkert,” segir hún. Það er greinilegt þegar hún talar um Arnar að þau mæðginin eru náin. Hún seg- ir að vissulega hafi þau átt sínar erfiðu stundir, en eins og margt annað ungt fólk lenti Arnar í neyslu: “Sem betur fer hefur hann algjör- lega tekist á við það vanda- mál og komið sér út úr því,” segir hún, og hlýhugurinn í röddinni leynir sér ekki þeg- ar hún bætir við að hann hringi tfl mömmu sinnar vikulega, en þau hafa ekki sést frá því um áramótin. Systkinin Arnar og Björk eru líka náin, að sögn mömmunnar, og samband hennar og Bjarkar segir hún einnig alltaf hafa verið gott: “Auðvitað greinir okkur stundum á eins og aðrar mæðgur en samband okkar er mjög gott. Ég fór oft til London til að passa Sindra þegar hann var yngri og núna, eftir að hann fór í skóla hér á íslandi, er hann mikið hjá mér. Mér finnst yndislegt að vera mamma og amma.” VENSTAÐEIGA HEIMSFRÆGA DÓTTUR Fyrir okkur íslendinga var stórkostlegt að sjá Björku skjótast upp á stjörnuhimin- inn - og haldast á honum, þrátt fyrir gríðarlega sam- keppni úti í hinum stóra heimi. Sjálfsagt hefur þó mörgum mömmum og ömm- um verið hugsað til Hildar þegar Björk flutti frá landinu með einkason sinn - eina barnabarn Hildar. Hvernig tilfinning er að eiga barn, sem er heimsfrægt? “Þetta venst náttúrulega!” segir hún hlæjandi, en verður svo hugsi: “Auðvitað fannst mér erfitt að missa þau úr landinu, sér- staklega vegna þess að ég hafði verið svo mikið með Sindra. Mér finnst ennþá óraunverulegt að upplifa það hversu þekkt Björk er. Versta - eða besta - tilfinn- ingalega skelfingin greip mig þegar platan Ammæli kom út og erlendar forsíðugreinar fóru að berast hingað. Þá vissi ég ekkert í hvaða áttir ég átti að fara. Það var í rauninni svolít- ið erfitt að skilja hvað var að gerast - og ég held jafnvel stundum að ég hafi alls ekki skilið þetta allt almennilega! Mest áberandi var þetta auð- vitað í London og þegar ég kom þangað og sá hvernig allt var, fannst mér þetta mjög óraunverulegt. Ekki að þetta snerist í kringum dóttur mína, heldur fannst mér um- stangið allt svo óraunveru- legt; það er eins og maður lifi í draumi - sem mætti kannski vekja mann upp af! Þegar Ammæli kom út greip mig bæði gleði og hræðsla. Ég sveiflaðist upp og niður til- finningalega og spurði sjálfa mig hvað væri að gerast. Hins vegar hef ég aldrei haft áhyggjur af því að frægðin geti skemmt Björk, því ég hef aldrei efast um stöðug- leika hennar. Ahyggjur mín- ar fólust fyrst og fremst í því að ég gæti misst barnið mitt og barnabarn úr landi fyrir 18 ára á brúðkaupsdaginn, í júní 1965. Með eiginmanninum Guð- mundi Gunnarssyni, nú formanni Rafiðnaðarsambands Islands. Brúð- urin klæddist kjól sem tengda- mamma hennar, Hallfríður Gunnars- dóttir, saumaði. Björk á leiðinni...! fullt og allt. Björk hefur vissulega þroskast heilmikið, en kjarninn í henni hefur ekkert breyst. Auðvitað er hún harðari og fullorðins- legri en þegar þetta hófst allt; þetta er töff heimur. Ég ól bæði börnin upp í því að Arnar mættur til leiks. Með mömmu sinni, pabba og Björk systur. Þau klæðast öll fatnaði sem Hildur saumaði: “Ég saumaði allt á börnin; Björk þar til hún fór að versla við Kattavinafélagið um fermingu og bera mölinn heim og gallabuxur á Arnar þar til leðurtískan tók við.” láta drauma sína rætast og trúði alltaf á að Björk gæti lifað af tónlistinni, þótt ég hafi ekki endilega reiknað með að hún yrði heimsfræg! Af eigin reynslu veit ég að það er ekki nóg að vinna úti bara til að komast af; slík Þessi mynd var tekin af þeim mæðgum af manni, sem vann með Hildi í Tónabæ og var tekin á sviðinu þar. Björk er fjög- urra ára á myndinni. Systkinin Arnar og Björk á jólunum 1995 heima í stofu hjá afa sínum, Hauki Guðjónssyni. vinna nærir mann ekki and- lega og því mikils um vert að komast í þá stöðu að geta unnið við það sem veitir manni lífsfyllingu, eins og báðum börnum mínum hefur tekist.” Amman lítur á klukkuna. Sindri er væntanlegur heim á hverri stundu og þau ætla í fjöruferð. Hann er henni greinilega dýrmætari en allt annað... 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.