Vikan


Vikan - 28.05.1998, Síða 14

Vikan - 28.05.1998, Síða 14
ttingjar óskast “Ég man eftir því þegar ég var lítill strákur og var kvöld eitt úti að leika mér með fé- lögum mínum að ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna ég ætti ekki pabba eins og hin- ir strákarnir. Ég tljóp inn og krafði mömmu skýringa. Hún svaraði stutt og laggott að hann væri dáinn. H ún vildi lít- ið um hann tala, en sagði liann hafa verið pólskan skipstjóra sem sigldi til ísla tds á stríðs- árunum.Égvarorðinnfertug- ur þegar ég ákvað að fara með konu minni og syni til Pól- lands. Mig langaði að grennsl- ast fyrir um það hvort það gæti hugsast að ég gæti haft upp á einhverjum ættingj um mínum þar. Ég hafði í fórum mínum íljósmyndavöruversl- Hann var að kaupa mynda- og var með fullan poka af skyldumyndum. “Það er bara arf sem fylgir því að eiga allt a ættingja um allan heim.” okkur einstæða sögu sína. teiknaða andlitsmynd af pabba og gamla skólamynd, tekna á skólaskipi sem til- heyrði skólanum þar sem hann hafði stundað nám í Gdynia. Við skoðuðum skip- ið, sem búið var að breyta í mynjasafn og sáum nafn hans skráð í gamlar bækur sem höfðu tilheyrt skólanum. Við tókum taíi enskumælandi konu sem var starfsmaður á safninu, ég sagði henni frá pólskum uppruna mínum og hvað ég vissi lítið um föður minn. Hún benti mér á gaml- an mann sem var á elliheimili í nágrenninu, en samkvæmt nemendaskránni hafði hann verið við nám í skólanum á sama tíma og pabbi. Gamli Fyrsti fundur þriggja kynslóða. Lesandi vildi ekki að nöfn kæmu fram maðurinn þekkti föður minn vel og sagði mér að síðast þeg- ar hann vissi hefi pabbi verið bráðlifandi, búsettur í Amer- íku, og starfað sem háskóla- prófessor. Reyndar hafði hann ekki heyrt í honum í nokkurn tíma, en sagðist vera viss um að hann mundi hafa frétt það ef hann væri dáinn. Nú fór spennandi tími í hönd. Að komast að því hvort pró- fessorinn og skipstjórinn Wla- dislaw Lodkowski væru einn og sami maðurinn. Og ef svo væri, hvar hann væri þá að finna. Ég á fjögur börn af fyrra hjónabandi sem öll eru búsett í Bandaríkjunum. Þau hófust handa við að reyna að hafa upp á nýtilkomnum afa sín- um. Þar sem hann var prófess- or þótti þeim líklegt að hann hefði skrifað fræðigreinar og jafnvel bækur. Og viti menn, dóttir mín hafði uppi á kennslubók sem hann hafði skrifað um landafræði. í henni kom fram við hvaða háskóla hann starfaði á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Við settum okkur í samband við skólann, en pabbi var löngu hættur að starfa þar og skólinn vildi ekki eða gat ekki gefið upplýsing- ar um hvar hann væri nú að finna. Við vorum komin í blindgötu, Bandaríkin eru stór og okkur komu engin úr- ræði til hugar. Við gerðum síðan ekkert í málinu þar til stofnaður var félagsskapur fólks á íslandi sem fætt var á stríðsárunum ogleitaðiföðursínsíBretlandi og Bandaríkjunum. En þar sem pabbi hafi ekki verið her- maður reyndist ómögulegt að fara þá leiðina. Aftur vorum við komin á blindgötu og vor- um nú eiginlega ákveðin í að hætta leitinni. Svo var það eitt kvöldið að við sátum og vor- um að horfa á sjónvarpið að þar var verið að tala við mann, sem kynntur var sem einka- spæjari. Hann sagðist meðal annarstakaaðséraðhafauppi á fólki erlendis. Við hugsuð- um sem svo að ekki sakaði að hafa samband við þennan mann. Hann hóf svo leitina með aðstoð manna sem hann gat leitað til víðs vegar um Bandaríkin. Að síðustu var það blaðamaður í Vancouver sem komst að því hvar pabba væri að finna. Honum hafði dottið í hug að ekki væri frá- leitt að leita hans í Kanada. Hann taldi líklegt að gamall skipstjóri veldi sér búsetu ná- lægt sjó og gerði sér lítið fyrir og leitaði í símaskránni á þeim stöðum sem honum fannst koma til greina. Og viti menn, í símaskránni fann hann nafn pabba og heimilisfang. Blaða- maðurinn hafði samband við mig, einkaspæjarinn íslenski kom heim til okkar og hringdi til Vancouver. Pabbi tók hon- um illa, varð reiður, sagðist ekki gefa ókunnugum manni upplýsingar um einkalíf sitt í síma og skellti á. Næsta skref mitt var að safna saman papp- írum, svo sem hjúskaparvott- orði og skilnaðarvottorði mömmu, sem voru í minni vörslu eftir lát hennar. Ég sendi pappírana, ásamt bréfi, til pabba. í bréfinu sagði ég honum deili á mér, hvað ég héti, hvenær ég væri fæddur og rakti stuttlega hvað á daga mína hafði drifið. Ég sagði honum að ég gerði engar kröf- ur til hans, ég væri ekki að sækj- ast eftir peningum, mig lang- aði aðeins til að kynnast hon- um. Ég lét svo líða tvær vikur 14 á

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.