Vikan


Vikan - 28.05.1998, Side 15

Vikan - 28.05.1998, Side 15
og eitt kvöldið tók ég í mig kjark og hringdi til hans. Það var erfitt símtal. Hann var mj ög til baka og gaf lítið af sér. Sagðist vera búinn að skrifa mér bréf sem væri á leiðinni til mín. Hann sagist vera kom- inn á eftirlaun, væri giftur og ætti tvö börn. Konan hans vissi um hjónaband hans á íslandi, börnin hans hefðu aftur á móti ekkihugmyndumþaðogheld- ur ekki að þau ættu bróður á íslandi. Ég beið spenntur eftir bréf- inu. Þegar það kom var það löng lesning, nokkurs konar ágrip af ævisögu hans. Ég komst að því að ég var kom- inn af merkilegri fjölskyldu. Pabbivarafaðalsættum,móð- ir hans var dóttir aðalsmanns, sem hafði meðal annars verið í vinfengi við Rússlandskeis- ara. Stórfjölskyldan bjó sam- an á stórri skógi vaxinni land- areign. Sem barn hafði pabbi allt til alls, fj ölskyldan var auð- ug og þau höfðu herskara af þjónustufólki sem sá um allar þeirra þarfir. Pabbi átti einn bróður sem frá fyrstu tíð var ákveðinn í að verða læknir. Pabbi ákvað hinsvegar að verða skipstjóri, sem var und- arleg ákvörðun, þar sem hann hafði aldrei séð sjó. Frá hans hendi var það nokkurs konar málamiðlun, amma hans vildi að hann yrði prestur, pabbi hans vildi að hann yrði skóg- arverkfræðingur og hvorugt þeirra vildi hann særa. Hann varð svo skipstjóri á stríðsár- unum og þannig stóð á því að hann kom til íslands, kynntist mömmu og þau giftu sig árið 1941. Þau höfðu fá tækifæri til að vera saman sökum langra fjarvista hans og hjónabandið endaði með skilnaði árið 1946. Ég fæddist árið 1945 og pabbi hafðiaðeinsséðmigeinusinni, þá nýfæddan. Hann sagðist hafa siglt öll stíðsárin, skip hans var síðasta skipið út úr höfninni í Gdynia eftir að nas- É r Lesandi segir istar gerðu innrás í Pólland. Eftir stríðið fékk hann orðu frá Bandaríkjastjórn fyrir frækileg störf. Hann flengdist í Bandaríkjunum, starfaði við hitt og þetta, var meðal ann- ars skipstjóri á farþegaskipi sem sigldi um Miðjarðarhaf. Hann giftist aftur og smám saman vaknaði áhugi hans á frekara námi. Hann dreif sig í háskóla, lauk doktorsnámi í landafræði og starfaði seinna sem prófessor við ýmsa há- skóla í Bandaríkjunum, síðast í Ohio. Nú var hann kominn á eftirlaun ogþau hjónin flutt til Kanada. I bréfinu sagði hann mér nánar fjá fjölskyld- unni í Póllandi. Afi minn og föðurbróðir höfðu verið handteknir af nasistum, eins og flestir menntamenn á þess- um slóðum. Afi var líflátinn í fangabúðum nasista, en föð- urbróður mínum tókst að flýja. Hann faldi sig í skógun- um og nærðist á berjum og öðru sem náttúran hafði upp áaðbjóða.Hannkomstseinna til frænda síns sem bjó í Kraká. Þar var hann lengi í felum og var mjög virkur í andspyrnu- hreyfingunni. Hann var menntaður læknir, var einn færasti hj artaskurðlæknir Pól- lands. Ég er óneitanlega stoltur af þessari pólsku fjölskyldu minni og núna hef ég fundið ræturnar sem ég leitaði svo lengi. Sumarið eftir að ég hringdi í pabba fórum við, ég, kona mín og yngsti sonur, og heimsóttum hann og konuna hans. Þá hitti ég einnig systk- ini mín. Það er auðvitað ekki hægt að lýsa tilfinningum mín- um í orðum þegar hann stóð í dyrunum og heilsaði okkur. Ég var fimmtíu ára gamall og hitti nú pabba minn í fyrsta sinn. Þá voru nákvæmlega tíu ár liðin síðan við fórum til Pól- lands og fréttum að hann væri enn á lífi. Hann er mér þakk- látur fyrir að hafa stuðlað að endurfundum okkar, segirsam- viskuna hafa nagaðsigöllþessi ár fyrir að hafa ekki haft sam- band við mig. Bæði börn hans af seinna hjóna- bandi eru barn- laus en nú á hann allt í einu sex barnabörn. í dag erum við í góðu sambandi, bæði bréfleiðis ogsím- leiðis, og í sumar förum við að heimsækja þau í þriðjasinn.Pabbi er mér þakklátur fyrir að hafa haft frumkvæðið að kynnum okkar. En ekki er öll sagan sögð. Fyrir nokkrum vikum hringdi síminn. í sím- anum var kona semspurðimig hvort ég væri sonur tiltekinn- ar norskrar konu sem hefði flutt frá Noregi til íslans árið 1931. Þegar ég játti því kynnti konan sig sem frænku mína. Hún er búsett í Bandaríkjun- um og hafði undanfarin fimm ár verið að leita að norskum ættingum sínum og einhvern veginn hafði hún uppi á mér. Það undarlegasta við þetta allt saman er að þessi kona býr í næsta nágrenni við pabba. Þetta var eina myndin sem lesandi okkar átti af pabba sínum. Hún var teiknuð árið 1941, árið sem foreldrar hans giftu sig. Hún sagði mér að móðurfjöl- skylda mín væri mjög fjöl- menn, ég ætti ættingja í Sví- þjóð, Noregi, Danmörku og Bandaríkjunum. í sumar ætl- um við að heimsækja þessa norsku frænku mína og fjöl- skyldu hennar á leiðinni heim frá Kanada. Það eru ekki mörg ár síðan ég hélt að ég ætti enga nána ættingja. Nú er svo komið að ég sé fram á að eyða sumarfr- íunum í allra nánustu framtíð í að heimsækja þá víðs vegar um heiminn.“ Vilt þú deila sögu þinni mcð okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gæturn fyllstu nafn- leyndar. Heiiiiilisfangið er: Vikan - „Lílsreynslusaga“, Seljavegur 2,101 Reykjavík, Lesandi segir Þórunni símsvari 515 5690 Stel'ánsdóttiir siign sína.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.