Vikan


Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 24

Vikan - 28.05.1998, Blaðsíða 24
Áður en þú lest eftirfar- andi texta skaltu ákveða hver sé uppáhalds liturinn þinn. Ákveddu þig strax - það er bannað að skipta um skoðun. Ertu búin að velja? Þá máttu lesa áfram.... Uppáhaldsliturinn þinn segir allt um þig sem kynveru. Fötin sem þú klæðist, húsgögnin þín, bíll- inn þinn - allt þetta kemur upp um þig og kynlíf þitt. Lykillinn að þeirri vitneskju eru litirnir sem þú velur oftast. Margir þver- taka fyrir að eiga einhvern sérstakan upp- áhaldslit.Enefþúlíturíkringumþigmuntu sjá ákveðið mynstur, sérstaklega koma föt- in og húsgögnin upp um þig. Uppáhalds- liturinn þinn endurspeglar þig sem kyn- veru. Svona útskýra sálfræðingar sam- bandið milli lita og kynferðislegrar hegð- unar. RAUTl: Rauði liturinngefurtil kynna að þú sért algjört tígrisdýr í rúminu. Það er auðvelt að koma þér til og þú nýtur þess að stunda kynlíf á allan hugsanlegan og óhugsanlegan hátt.Þegareinusinnierbúið að kveikja neistann getur það tekið marg- ar klukkustundir að slökkva hann aftur. Þegar tveir aðdáendur rauða litarins hitt- ast gætu þeir tekið upp á ýmsu. Þeir, sem elska rauða litinn, eru oft mjög frekir og þeir, sem kjósa daufari liti, ættu að snið- ganga þá. BLEIKT: Fólk, sem velur bleika litinn, þroskast seint kynferðislega. Konurn- ar eru stríðnar, lofa meiru en þær ætla sér að gefa. I sumum til- fellum notfæra þær sér kvenleika sinn - vegna þess að innst inni hata þær karlmenn. Margar vændiskonur fylla fata- skápinn sinn af bleikum fötum. Menn, sem velja bleika litinn, eru daðrarar.og duflar- ar. Það eru þeir sem eiga þrjú stefnumót sama kvöldið og mæta ekki á eitt einasta þeirra, kjósa frekar að setjast inn á bar og hitta ókunna, sæta stelpu. Konur, sem eiga eiginmenn,semaðhyllastbleikalitinn,ættu aðklípaafmatarpeningunumogeigavand- lega falinn varasjóð. FJÓLUBLÁ TT: Aðdáendur þessa litar eru oftar en ekki of fínir með sig til að hafa gaman af að hossast í rúminu. Kon- urnar eru þessi manngerð sem hatar að láta rugla á sér hárinu. Karlmennirnir haga sér eins og þeir séu í viðskiptaerindum þegar þeir nálgast konur. Bæði karlar og konur þessa litar eru uppteknari af að fá fullnæg- ingu sjálfir en að fullnægja bólfélaganum. SVART: Þeir, sem velja svarta litinn, eruþeirsem velja "svartkynlíf" (ekkiendi- legasvartabólfélagaj.Þettaeruutangarðs- mennirnir í kynheiminum og sækjast eftir þeim sem hugsa á svipuðum nótum. Þeir stunda afbrigðilegt kynlíf og eru oft sadist- ar eða haldnir sjálfpíningarhvöt. Þetta er dyntótt fólk sem líður best undir miklu álagi. Sálfræðingar, sem vinna fyrir lögregl- una, staðhæfa að kynferðisafbrotamenn taki svarta litinn fram yfir aðra liti. Og það er engin tilviljun að klæðnaður óeirðar- seggja og þeirra sem tilheyra unglingaklík- um er oftast í þessum lit. GRÆNT: Þeir, sem velja græna litinn, nálgast kynlíf á sakleysislegan hátt. Kona, sem elskar græna litinn, hagar sér alla tíð eins og hún sé hrein mey. Karlmaðurinn er oft klaufalegur og vandræðalegur, en samt hrífandi og aðlaðandi. Hann er var- kár og ekki mjög ástríðufullur. Kosturinn við hann er sá að honum kæmi ekki til hug- ar að halda framhjá konunni sinni. Ef gulur er uppáhaldsliturinn þinn er viðbúið að þú lifir flóknu og til- breytingarríku kynlífi. Guli liturinn er upp- áhaldslitur samkynhneigðra. En ekki ör- vænta - það eru miklu fleiri en hommar og lesbíur sem klæðast gulu. í flestum til- fellum lætur þú sterkari aðilann ráða. Þú munt aldrei geta notið kynlífsins út í ystu æsar, en segir ekki nei við þann sem þér þykir skemmtilegur og berð virðingu fyr- ir. Elskhugar, sem velja þennan lit, láta hugmyndaflug- ið ráða ferðinni. Þeir líta á samfarir sem dramatfskan einleik þar sem þeir fara með eina hlutverkið. Forleikurinn er jafn áríð- andi og sjálfur ástarleikurinn. Þeir telja sig fædda elskhuga. Oft fá þeir ekki fullnæg- ingu, en samt er ekki annað hægt að segja en að þeir leiki leikinn til fulls. Það er al- gengt að mennirnir rífi í hárið á konunni meðan á ástarleiknum stendur og konurn- ar skilja gjarnan eftir djúp för á bakinu á elskhuganum. BRUNT: Þeir, sem velja brúna litinn, eru virkilegur fjársjóður. Þeir eru nærgætn- ir elskhugar og taka tillit til makans. Þeir vildu helst njóta kynlífs allan sólarhinginn. Þeir geta aldrei sagt "Ég elska þig" nógu oft. Það kveikir í þeim að sitja fyrir fram- an arineld, fara í gönguferð í rigningunni eða finna snjókorn bráðna á tungunni. Þeir vilja njóta kynlífsins í ró og næði. Tilfinn- ingalíf þeirra er svo viðkvæmt að eitt rangt orð getur bundið enda á sambandið. Þeir, sem velja gráa litinn, eru reikandi. Ekkert - þar meðtaldir litir - get- ur æst þá upp svo þeir velja algjörlega hlut- lausan lit. Menn, sem velja gráa litinn, líta á kynlíf eingöngu sem góða aðferð til að losa um streitu. Það er bara einn, tveir og þrír og takk fyrir mig. Konurnar eru ekki að tjá ást, eingöngu að sofa hjá. Það gera þær eingöngu í tvennum tilgangi: Fyrir manninn eða ef þær vilja verða ófrískar. Þær telja sprungurnar í loftinu þangað til maðurinn hefur lokið sér af. Þær líta á ótryggð eiginmannsins sem sendingu frá himni. Þegar tveir aðilar, sem báðir aðhyll- ast gráa litinn, giftast er það hið fullkomna hjónaband. BLATT: Þeir, sem velja bláa litinn, eru frábærir elskhugar. Þeir eru tilfinningarík- ir og ástríðufullir syndarar sem taka fullt tillit til þarfa bólfélagans. Þeir líta á ástar- leikinn sem listviðburð og haga sér sam- kvæmt því. Karlmenn, sem elska þennan lit, eru eins og píanóleikarar, þeir spila á rúmfélaga sinn eins og frægur einleikari spilar á konsertflygil. Konur í þessum lita- flokki njóta kynlífsins út í ystu æsar. Þær eru spennandi bólfélagar, en ástríðu þeirra er frekar hægt að líkja við ólgandi brim fremur en eldheita ágengni. Bæði menn og konur njóta forleiksins og eftirleiksins jafn mikið og samfaranna sjálfra. Þeir, sem velja þennan lit, eru frábærir makar, það hvarl- ar ekki að þeim að leita tilbreytingar utan heimilisins. MVÉm Þeir, sem hrífast af hvíta litn- um, líta oft á kynlíf sem óþverra. Þetta er siðavant fólk að eðlisfari. Blautir kossar eru dónalegir og kynlíf um hábjartan dag kemur alls ekki til mála. Konur, sem velja hvíta litinn, afklæðast undir sænginni og karlmennirnir fara í sturtu fyrir og eftir ást- arleikinn. Þettafólk finnurgælunöfn ákyn- færi sín, getur alls ekki hugsað sér að kalla þau sínum réttum nöfnum. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.